Á vef DailyMail segir að myndbandið beri öll kennimerki framleiðsludeildar ISIS, sem framleitt hefur hundruð áróðursmyndbanda.
Hermennina þrjá má sjá þar sem þeir voru á hnjánum í miðri þvögu fólks. Börn reyndu að sjá þá með því að klifra upp á veggi og á axlir feðra sinna. Klerkur las upp ákærur gegn hermönnunum áður en þvögunni var sigað á þá. Fjöldi fólks kýldi þá, sparkaði í þá og lamdi með nærliggjandi hlutum þar til þeir dóu.
Þá bundu vopnaðir menn lík hermannanna við mótórhjól og drógu þá um götur Raqqa.