Með sérleyfi á fjöllin fyrir þyrluskíðaferðir Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2015 19:45 Þrjú fyrirtæki hafa nú haslað sér völl í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga og hefur elsta fyrirtækið gripið til þess ráðs að semja við landeigendur og sveitarfélög um sérleyfi til að lenda með skíðamenn á fjallstindum. „Það er eðlilegt þegar eitthvað gengur vel á Íslandi, þá fara allir af stað,“ segir Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður sem ruddi brautina í þessari tegund ferðaþjónustu á Tröllaskaga þegar hann stofnaði fyrirtækið Bergmenn árið 2008. Tvö önnur fyrirtæki bættust við í fyrra, annað á Ólafsfirði og hitt á Siglufirði og í Fljótum. Jökull var hins vegar áður byrjaður að gera einkaréttarsamninga.Jökull Bergmann á Klængshóli í Skíðadal, eigandi Bergmanna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það eru kannski fyrstu samningar á Íslandi sem hafa verið gerðir við landeigendur um einkarétt á nýtingu á þeirra landi til þessa ákveðna hlutar, þar sem þeir eru að fá greiðslu fyrir, - bæði búinn að gera mikið af samningum við landeigendur og svo sveitarfélögin á svæðinu, einfaldlega til að koma í veg fyrir að varan yrði eyðilögð.“ Bandarískir ferðamenn sem við hittum á Klængshóli í Skíðadal nefndu þá upplifun að vera einir á ferðinni þar sem engir aðrir væru. „Svona starfsemi þarf gríðarlega mikið pláss vegna þess að varan sem fólk er að kaupa er í raun að hafa aðgang að óskíðuðum brekkum, það er að segja að enginn annar hafi skíðað þar,“ segir Jökull.Skíðamennirnir sækjast eftir brekkum þar sem engin skíðaför sjást og engir aðrir eru á ferðinni.Mynd/Bergmenn.Í Ólafsfirði hóf Björgvin Björgvinsson rekstur Viking-þyrluskíðafyrirtækisins í fyrra. Hann gerði þá athugasemdir við að Dalvíkurbyggð og Grýtubakkahreppur skyldu semja um einkarétt við Jökul. Björgvin hefur þó ekki látið reyna á þá samninga og segist í samtali við Stöð 2 vonast til að allir geti lifað saman í sátt. Hann segir svæðið það stórt að viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við þyrlur frá öðrum. Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur hins vegar ekki gert slíka samninga. Jökull Bergmann hefur áhyggjur. „Þetta er í raun eins og með allar aðrar auðlindir, sama hvort það er fiskur eða eitthvað annað; ef þú ofveiðir, þá taparðu á endanum, alveg klárlega, þótt þú græðir kannski í augnablikinu.“ Fjallað var um fyrirtæki Jökuls, Bergmenn, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í síðustu viku.Þyrla flýgur í Skíðadal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fjallabyggð Skagafjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Þrjú fyrirtæki hafa nú haslað sér völl í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga og hefur elsta fyrirtækið gripið til þess ráðs að semja við landeigendur og sveitarfélög um sérleyfi til að lenda með skíðamenn á fjallstindum. „Það er eðlilegt þegar eitthvað gengur vel á Íslandi, þá fara allir af stað,“ segir Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður sem ruddi brautina í þessari tegund ferðaþjónustu á Tröllaskaga þegar hann stofnaði fyrirtækið Bergmenn árið 2008. Tvö önnur fyrirtæki bættust við í fyrra, annað á Ólafsfirði og hitt á Siglufirði og í Fljótum. Jökull var hins vegar áður byrjaður að gera einkaréttarsamninga.Jökull Bergmann á Klængshóli í Skíðadal, eigandi Bergmanna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það eru kannski fyrstu samningar á Íslandi sem hafa verið gerðir við landeigendur um einkarétt á nýtingu á þeirra landi til þessa ákveðna hlutar, þar sem þeir eru að fá greiðslu fyrir, - bæði búinn að gera mikið af samningum við landeigendur og svo sveitarfélögin á svæðinu, einfaldlega til að koma í veg fyrir að varan yrði eyðilögð.“ Bandarískir ferðamenn sem við hittum á Klængshóli í Skíðadal nefndu þá upplifun að vera einir á ferðinni þar sem engir aðrir væru. „Svona starfsemi þarf gríðarlega mikið pláss vegna þess að varan sem fólk er að kaupa er í raun að hafa aðgang að óskíðuðum brekkum, það er að segja að enginn annar hafi skíðað þar,“ segir Jökull.Skíðamennirnir sækjast eftir brekkum þar sem engin skíðaför sjást og engir aðrir eru á ferðinni.Mynd/Bergmenn.Í Ólafsfirði hóf Björgvin Björgvinsson rekstur Viking-þyrluskíðafyrirtækisins í fyrra. Hann gerði þá athugasemdir við að Dalvíkurbyggð og Grýtubakkahreppur skyldu semja um einkarétt við Jökul. Björgvin hefur þó ekki látið reyna á þá samninga og segist í samtali við Stöð 2 vonast til að allir geti lifað saman í sátt. Hann segir svæðið það stórt að viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við þyrlur frá öðrum. Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur hins vegar ekki gert slíka samninga. Jökull Bergmann hefur áhyggjur. „Þetta er í raun eins og með allar aðrar auðlindir, sama hvort það er fiskur eða eitthvað annað; ef þú ofveiðir, þá taparðu á endanum, alveg klárlega, þótt þú græðir kannski í augnablikinu.“ Fjallað var um fyrirtæki Jökuls, Bergmenn, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í síðustu viku.Þyrla flýgur í Skíðadal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Fjallabyggð Skagafjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18