Jórdanía dregur sig ekki til hlés Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2015 10:30 Abdullah II, konungur Jórdaníu, og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Tveir fangar sem tengdust hryðjuverkasamtökum voru teknir af lífi í Jórdaníu í nótt. Með því vilja yfirvöld í landinu hefna fyrir hrottalegt morð á flugmanni þeirra, sem var brenndur lifandi. Íslamska ríkið birti í gær myndband af morðinu. Dauði Mu‘ath Al-Kassasbeh vakti mikla reiði í Jórdaníu og hefur aftakan verið fordæmd um allan heim. „Blóð Mu‘ath er blóð þjóðarinnar,“ hefur Sky News eftir föður flugmannsins. „Þjóðin þarf að hefna hans og ég kalla eftir því að enginn úr Ísmaska ríkinu verði skilin eftir lifandi. Ég kalla eftir hefnd með því að taka fanga af lífi og að samtökunum verði eytt.“ ISIS hafði áður boðist til að leysa tvö gísla samtakanna, japanska fréttamanninn Kenji Goto og Mu‘ath Al-Kassasbeh, fyrir Sajida al-Rishawi. Hún var dæmd fyrir aðild sína að hryðjuverkaárás í Jórdaníu árið 2012, þegar 60 manns létu lífið. Eiginmaður hennar sprengdi sig í loft upp á hóteli í Amman, höfuðborg Jórdaínu. al-Rishawi ætlaði einnig að sprengja sig upp en sprengjuvesti hennar virkaði ekki.Sajida al-RishawiVísir/AFPJórdanía hafði samþykkt skilmála ISIS, en þeir vildu fá það staðfest að Mu‘ath væri á lífi áður en fangaskiptin færu fram. AP fréttaveitan segir frá því að mögulegt sé að Mu‘ath hafi verið myrtur fyrir allt að mánuði síðan. Al-Rishawi var hengd í nótt, ásamt Ziad al-Karbouli. Þau tvö voru bæði frá Írak og tengdust al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Jórdanía tekur þátt í loftárásum gegn ISIS, en Mu‘ath var fyrsti flugmaður bandalagsins gegn ISIS sem lætur lífið. Konungur Jórdaníu, Abdullah II, hitti Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í gær. Eftir fund þeirra sögðu þeir að morðið myndi einungis auka staðfestu alþjóðasamfélagsins í að brjóta ISIS á bak aftur. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir helming leiðtoga ISIS hafa verið fellda John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir loftárásir hafa stöðvað framgang vígamanna. 22. janúar 2015 18:37 Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59 Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Fleiri fréttir Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Sjá meira
Tveir fangar sem tengdust hryðjuverkasamtökum voru teknir af lífi í Jórdaníu í nótt. Með því vilja yfirvöld í landinu hefna fyrir hrottalegt morð á flugmanni þeirra, sem var brenndur lifandi. Íslamska ríkið birti í gær myndband af morðinu. Dauði Mu‘ath Al-Kassasbeh vakti mikla reiði í Jórdaníu og hefur aftakan verið fordæmd um allan heim. „Blóð Mu‘ath er blóð þjóðarinnar,“ hefur Sky News eftir föður flugmannsins. „Þjóðin þarf að hefna hans og ég kalla eftir því að enginn úr Ísmaska ríkinu verði skilin eftir lifandi. Ég kalla eftir hefnd með því að taka fanga af lífi og að samtökunum verði eytt.“ ISIS hafði áður boðist til að leysa tvö gísla samtakanna, japanska fréttamanninn Kenji Goto og Mu‘ath Al-Kassasbeh, fyrir Sajida al-Rishawi. Hún var dæmd fyrir aðild sína að hryðjuverkaárás í Jórdaníu árið 2012, þegar 60 manns létu lífið. Eiginmaður hennar sprengdi sig í loft upp á hóteli í Amman, höfuðborg Jórdaínu. al-Rishawi ætlaði einnig að sprengja sig upp en sprengjuvesti hennar virkaði ekki.Sajida al-RishawiVísir/AFPJórdanía hafði samþykkt skilmála ISIS, en þeir vildu fá það staðfest að Mu‘ath væri á lífi áður en fangaskiptin færu fram. AP fréttaveitan segir frá því að mögulegt sé að Mu‘ath hafi verið myrtur fyrir allt að mánuði síðan. Al-Rishawi var hengd í nótt, ásamt Ziad al-Karbouli. Þau tvö voru bæði frá Írak og tengdust al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Jórdanía tekur þátt í loftárásum gegn ISIS, en Mu‘ath var fyrsti flugmaður bandalagsins gegn ISIS sem lætur lífið. Konungur Jórdaníu, Abdullah II, hitti Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í gær. Eftir fund þeirra sögðu þeir að morðið myndi einungis auka staðfestu alþjóðasamfélagsins í að brjóta ISIS á bak aftur.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir helming leiðtoga ISIS hafa verið fellda John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir loftárásir hafa stöðvað framgang vígamanna. 22. janúar 2015 18:37 Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59 Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Fleiri fréttir Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Sjá meira
Segir helming leiðtoga ISIS hafa verið fellda John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir loftárásir hafa stöðvað framgang vígamanna. 22. janúar 2015 18:37
Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59
Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11
Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37
ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15