Einn mesti hjartaknúsari síðustu ára, leikarinn Johnny Depp, gekk að eiga unnustu sína leikkonuna Amber Heard óvænt við athöfn á heimili þeirra í Los Angeles á þriðjudag.
Time greinir frá þessum fréttum í dag. Mun athöfnin í Los Angeles hafa verið lítil, en um helgina stendur til að parið haldi til einkaeyju Depp í Bahamas þar sem haldið verður stærra og veglegra brúðkaup.
Depp sem er 51 árs og Heard 28 ára kynntust þegar þau léku saman í kvikmyndinni The Rum Diaries árið 2011 og trúlofuðu sig um jólin 2012.