Flæddi inn á sjúkrahús og Bæjarbrekkan varð að stórfljóti Fanney Birna Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. febrúar 2015 07:07 Starfsmenn Ísafjarðarbæjar og fleiri stóðu í ströngu um helgina. vísir/hafþór Ljóst er að mikið tjón hefur orðið vegna vatnavaxta og óveðurs í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi og í nótt með þeim afleiðinngum að niðurföll höfðu ekki undan og vatn flæddi inn í mörg hús í bænum. Bæjarstarfsmenn, björgunarmenn og slökkviliðsmenn hafa staðið í ströngu við dælingu frá því í gærmorgun og eru enn að dæla. Í gærkvöldi var sumstaðar mittisdjúpt vatn þar sem á að vera þurrt, og um tíma virkuðu holræsin öfugt, því vatn flæddi upp úr þeim. Það hætti að rigna vestra upp úr miðnætti þannig að vatn er víða farið að sjatna. Töluvert tjón varð líka á sundlaugarsvæðinu á Suðureyri þar sem mannvirki sekmmdust í geysi hvössum vindhviðum. Búast má við að frekara tjón komi í ljós með birtingu og hætt er við að vegir séu víða skemmdir, þótt þeir teljist færir.Frá Ísafirði í gær.Vísir/HafþórVersta veðrið á norðanverðu landinu „Hæstu mælingar okkar voru tæplega 40 metrar á sekúndu í hviðum. Við gerðum ráð fyrir allt að 55 metrum á sekúndu og kunnugir menn hafa sagt okkur að það hafi verið mun hvassara en þeir hafa áður séð á ákveðnum stöðum. En það er auðvitað erfitt að meta það,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í gær. Aftakaveður gerði um land allt í gær með miklum vindi og talsverðum leysingum. Elín segir veðrið hafa verið verst á norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi og svo austur eftir allri norðurströndinni. Mikill hiti fylgi hvassviðrinu. „Það hefur líka verið mjög hlýtt á Austfjörðunum, hitinn fór upp í 16,6 gráður í Neskaupstað. Loftið hlýnar mjög mikið á leiðinni niður dalina.“Flæddi inn í sjúkrahús „Þetta gerist oft í svona miklum leysingum. Þá liggur við að öll hlíðin komi hérna niður í einum vatnselg og það sem við köllum Bæjarbrekku er núna eins og stórfljót. Það er svo mikill snjór í fjöllum og í byggð líka. Svo er mikil asahláka og háflæði og mikið og hátt í, svo að niðurföllin hafa ekki við,“ sagði Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði. Slökkviliðið var með starfsmenn að störfum víða um bæinn og björgunarsveitarmenn voru einnig fengnir til hjálpar. „Við reynum að fá sem flestar hendur til dæmis til þess að setja sandpoka og reyna að beina vatni frá húsum og þess háttar,“ sagði Þorbjörn. Vindstyrkurinn náði hámarki milli sex og tíu í gærkvöldi og varaði Veðurstofan við ferðum að óþörfu. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna veðurofsans víða um land. Fyrsta útkallið barst skömmu fyrir hádegi í gær á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Þar hafði bæjarlækurinn tekið að flæða yfir bakka sína eftir að ræsi stíflaðist. Minna var um útköll á Suðurlandi en þau voru þó einhver. Í einu þeirra valt björgunarsveitarbíll á Sólheimaheiði en engan sakaði.Vísir/Hafþór Veður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Ljóst er að mikið tjón hefur orðið vegna vatnavaxta og óveðurs í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi og í nótt með þeim afleiðinngum að niðurföll höfðu ekki undan og vatn flæddi inn í mörg hús í bænum. Bæjarstarfsmenn, björgunarmenn og slökkviliðsmenn hafa staðið í ströngu við dælingu frá því í gærmorgun og eru enn að dæla. Í gærkvöldi var sumstaðar mittisdjúpt vatn þar sem á að vera þurrt, og um tíma virkuðu holræsin öfugt, því vatn flæddi upp úr þeim. Það hætti að rigna vestra upp úr miðnætti þannig að vatn er víða farið að sjatna. Töluvert tjón varð líka á sundlaugarsvæðinu á Suðureyri þar sem mannvirki sekmmdust í geysi hvössum vindhviðum. Búast má við að frekara tjón komi í ljós með birtingu og hætt er við að vegir séu víða skemmdir, þótt þeir teljist færir.Frá Ísafirði í gær.Vísir/HafþórVersta veðrið á norðanverðu landinu „Hæstu mælingar okkar voru tæplega 40 metrar á sekúndu í hviðum. Við gerðum ráð fyrir allt að 55 metrum á sekúndu og kunnugir menn hafa sagt okkur að það hafi verið mun hvassara en þeir hafa áður séð á ákveðnum stöðum. En það er auðvitað erfitt að meta það,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í gær. Aftakaveður gerði um land allt í gær með miklum vindi og talsverðum leysingum. Elín segir veðrið hafa verið verst á norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi og svo austur eftir allri norðurströndinni. Mikill hiti fylgi hvassviðrinu. „Það hefur líka verið mjög hlýtt á Austfjörðunum, hitinn fór upp í 16,6 gráður í Neskaupstað. Loftið hlýnar mjög mikið á leiðinni niður dalina.“Flæddi inn í sjúkrahús „Þetta gerist oft í svona miklum leysingum. Þá liggur við að öll hlíðin komi hérna niður í einum vatnselg og það sem við köllum Bæjarbrekku er núna eins og stórfljót. Það er svo mikill snjór í fjöllum og í byggð líka. Svo er mikil asahláka og háflæði og mikið og hátt í, svo að niðurföllin hafa ekki við,“ sagði Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði. Slökkviliðið var með starfsmenn að störfum víða um bæinn og björgunarsveitarmenn voru einnig fengnir til hjálpar. „Við reynum að fá sem flestar hendur til dæmis til þess að setja sandpoka og reyna að beina vatni frá húsum og þess háttar,“ sagði Þorbjörn. Vindstyrkurinn náði hámarki milli sex og tíu í gærkvöldi og varaði Veðurstofan við ferðum að óþörfu. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna veðurofsans víða um land. Fyrsta útkallið barst skömmu fyrir hádegi í gær á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Þar hafði bæjarlækurinn tekið að flæða yfir bakka sína eftir að ræsi stíflaðist. Minna var um útköll á Suðurlandi en þau voru þó einhver. Í einu þeirra valt björgunarsveitarbíll á Sólheimaheiði en engan sakaði.Vísir/Hafþór
Veður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira