Friðrik Dór sækir grunnskólana heim fyrir Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2015 22:16 Friðrik Dór var í Sæmundarskóla í Grafarholti í morgun þar sem hann spilaði fyrir um fimm hundruð börn. Vísir/Ernir „Við höfum farið í nokkra grunnskóla. Við höfum sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá okkur í heimsókn,“ segir Friðrik Dór sem flytur lagið Í síðasta skipti eftir lagahöfundana í StopWaitGo á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag. Friðrik segir að í morgun hafi hann verið í Sæmundarskóla í Grafarholti þar sem þeir hafi spilað fyrir um fimm hundruð börn. „Að sjálfsögðu höfum við ekki verið með beinan áróður. Við syngjum nokkur lög og Eurovision-lagið þeirra á meðal.“ Friðrik segir baráttuna klárlega vera mikla fyrir úrslitakvöldið enda fullt af flottum lögum og flottum flytjendum. „Ég efast ekkert um það að menn séu að reyna að ota sínum tota þar sem þeir geta. Við erum að reyna að breiða út boðskapinn með hinum ýmsu leiðum, hvort sem það eru samfélagsmiðlar eða heimsóknir á staði þar sem hægt er að hitta fyrir mikinn fjölda fólks, bæði vinnustaði og skóla.“ Að sögn Friðriks er hann ekki með tölu á fjölda þeirra grunnskóla sem hann hafi farið í til að syngja síðustu daga og vikur. „Þetta er þó enginn agalegur fjöldi.“ Friðrik segir annars að laugardagurinn leggist vel í sig. „Við erum að skoða hina ýmsu hluti sem snúa að okkar atriði, fínpússa þetta eitthvað til. Við erum bjartsýnir á að flutningurinn gangi vel en svo veit maður ekkert hvernig kosningin fer. Það er eitthvað sem við höfum engin áhrif eða stjórn á. Það eina sem við getum gert er að hafa atriðið þannig að öllum líði vel. Það er flott umgjörð í kringum þetta og það er virkilega skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu öllu saman.“ Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15 Helga Möller var hvorki stressuð né með Parkinson Sendi frá sér tilkynningu á Facebook eftir fjölda fyrirspurna um veikind eftir sjónvarpsútsendingu í gær. 8. febrúar 2015 17:02 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Við höfum farið í nokkra grunnskóla. Við höfum sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá okkur í heimsókn,“ segir Friðrik Dór sem flytur lagið Í síðasta skipti eftir lagahöfundana í StopWaitGo á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag. Friðrik segir að í morgun hafi hann verið í Sæmundarskóla í Grafarholti þar sem þeir hafi spilað fyrir um fimm hundruð börn. „Að sjálfsögðu höfum við ekki verið með beinan áróður. Við syngjum nokkur lög og Eurovision-lagið þeirra á meðal.“ Friðrik segir baráttuna klárlega vera mikla fyrir úrslitakvöldið enda fullt af flottum lögum og flottum flytjendum. „Ég efast ekkert um það að menn séu að reyna að ota sínum tota þar sem þeir geta. Við erum að reyna að breiða út boðskapinn með hinum ýmsu leiðum, hvort sem það eru samfélagsmiðlar eða heimsóknir á staði þar sem hægt er að hitta fyrir mikinn fjölda fólks, bæði vinnustaði og skóla.“ Að sögn Friðriks er hann ekki með tölu á fjölda þeirra grunnskóla sem hann hafi farið í til að syngja síðustu daga og vikur. „Þetta er þó enginn agalegur fjöldi.“ Friðrik segir annars að laugardagurinn leggist vel í sig. „Við erum að skoða hina ýmsu hluti sem snúa að okkar atriði, fínpússa þetta eitthvað til. Við erum bjartsýnir á að flutningurinn gangi vel en svo veit maður ekkert hvernig kosningin fer. Það er eitthvað sem við höfum engin áhrif eða stjórn á. Það eina sem við getum gert er að hafa atriðið þannig að öllum líði vel. Það er flott umgjörð í kringum þetta og það er virkilega skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu öllu saman.“
Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15 Helga Möller var hvorki stressuð né með Parkinson Sendi frá sér tilkynningu á Facebook eftir fjölda fyrirspurna um veikind eftir sjónvarpsútsendingu í gær. 8. febrúar 2015 17:02 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37
Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45
Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00
Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15
Helga Möller var hvorki stressuð né með Parkinson Sendi frá sér tilkynningu á Facebook eftir fjölda fyrirspurna um veikind eftir sjónvarpsútsendingu í gær. 8. febrúar 2015 17:02