Andrea Björk var fánaberi Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2015 18:30 Mynd/ÍSÍ Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar lýkur í kvöld en hún var sett í Montafon í Austurríki þann 25. janúar síðastliðinn. Átta íslenskir krakkar tóku þátt á Vetrarólympíuhátíðinni að þessu sinni en bestum árangri náði Reykvíkingurinn María Eva Eyjólfsdóttir í stórsvigi stúlkna þar sem hún endaði í 25. sæti. Kristín Valdís Örnólfsdóttir (26 sæti í listhlaupi á skautum) og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir (26. sæti í stórsvigi) voru ekki langt undan. Andrea Björk Birkisdóttir, keppandi í alpagreinum, var fánaberi íslenska liðsins.Mynd/ÍSÍVetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar - fréttatilkynning frá ÍSÍ 12. Vetrarólympíuhátíð Evrópu-æskunnar var sett í Montafon í Austurríki þann 25. janúar. Að þessu sinni tóku átta íþróttamenn þátt fyrir Íslands hönd, auk flokksstjóra, þjálfara og fararstjórnar. Setningarathöfnin fór fram í mannvirki sem notað var fyrir keppni í skíðastökki meðan á leikunum stóð. Eins og á öðrum ólympískum viðburðum hófst athöfnin á inngöngu íþróttamanna og við setninguna var Ólympíueldurinn tendraður. Andrea Björk Birkisdóttir, keppandi í alpagreinum, var fánaberi íslenska liðsins og stóð sig með sóma.AlpagreinarStórsvig og svig: Arnar Birkir Dansson, Akureyri, keppti í stórsvigi og svigi. Í stórsvigi hafnaði hann í 61. sæti á tímanum 1.56,68 mínútum. Arnar datt í fyrri ferðinni í svigi.Svig: Andrea Björk Birkisdóttir, Dalvík, kom í mark á tímanum 51.91 sekúndum í fyrri umferð og 53.83 sekúndum í seinni umferð og endaði í 41. sæti. Elísa Arna Hilmarsdóttir, Reykjavík náði ekki að klára fyrri ferðina. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Reykjavík, kom í mark á tímanum 52.63 sekúndum sem var 61. besti tíminn að lokinni fyrri umferð. Hún féll úr leik í seinni umferð. María Eva Eyjólfsdóttir, Reykjavík, kom í mark á 51.80 sekúndum og var það 46. besti tíminn. Hún féll úr leik í seinni umferð.Stórsvig: Í stórsvigi stúlkna var brautin í fyrri ferðinni ansi erfið, alls féllu 33 keppendur úr leik í henni. Þar á meðal þær Elísa Arna Hilmarsdóttir og Andrea Björk Birkisdóttir. María Eva Eyjólfsdóttir og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir náðu 25. og 26. sæti á tímunum 2.00,35 mínútur og 2.01,03 mínútur.Listhlaup Kristín Valdís Örnólfsdóttir, Reykjavík, hlaut 29.40 stig fyrir sínar æfingar og hafnaði í 26. sæti.Listhlaup - Frjálsar æfingar Kristín Valdís hafnaði í 27. sæti með 77.65 í heildareinkunn.Skíðaganga10 km klassísk ganga: Albert Jónsson, Ísafjörður, hafnaði í 76. sæti á tímanum 33.36,0 mínútum. Dagur Benediktsson, Ísafjörður, hafnaði í 78. sæti á tímanum 33.48,9 mínútur.7,5 km frjáls ganga: Albert hafnaði í 56. sæti á tímanum 21.52,3 mínútur. Dagur varð í 78. sæti á tímanum 23.21,1 mínútur.Sprettganga: Albert var í 59. sæti (4.06,41 mínútur) í undanrásunum. Dagur (á mynd) var í 63. sæti (4.08,03 mínútur) í undanrásunum. 30 efstu komust áfram í næstu umferð sprettgöngunnar. Hátíðinni verður slitið í kvöld, föstudaginn 30. janúar. Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira
Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar lýkur í kvöld en hún var sett í Montafon í Austurríki þann 25. janúar síðastliðinn. Átta íslenskir krakkar tóku þátt á Vetrarólympíuhátíðinni að þessu sinni en bestum árangri náði Reykvíkingurinn María Eva Eyjólfsdóttir í stórsvigi stúlkna þar sem hún endaði í 25. sæti. Kristín Valdís Örnólfsdóttir (26 sæti í listhlaupi á skautum) og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir (26. sæti í stórsvigi) voru ekki langt undan. Andrea Björk Birkisdóttir, keppandi í alpagreinum, var fánaberi íslenska liðsins.Mynd/ÍSÍVetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar - fréttatilkynning frá ÍSÍ 12. Vetrarólympíuhátíð Evrópu-æskunnar var sett í Montafon í Austurríki þann 25. janúar. Að þessu sinni tóku átta íþróttamenn þátt fyrir Íslands hönd, auk flokksstjóra, þjálfara og fararstjórnar. Setningarathöfnin fór fram í mannvirki sem notað var fyrir keppni í skíðastökki meðan á leikunum stóð. Eins og á öðrum ólympískum viðburðum hófst athöfnin á inngöngu íþróttamanna og við setninguna var Ólympíueldurinn tendraður. Andrea Björk Birkisdóttir, keppandi í alpagreinum, var fánaberi íslenska liðsins og stóð sig með sóma.AlpagreinarStórsvig og svig: Arnar Birkir Dansson, Akureyri, keppti í stórsvigi og svigi. Í stórsvigi hafnaði hann í 61. sæti á tímanum 1.56,68 mínútum. Arnar datt í fyrri ferðinni í svigi.Svig: Andrea Björk Birkisdóttir, Dalvík, kom í mark á tímanum 51.91 sekúndum í fyrri umferð og 53.83 sekúndum í seinni umferð og endaði í 41. sæti. Elísa Arna Hilmarsdóttir, Reykjavík náði ekki að klára fyrri ferðina. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Reykjavík, kom í mark á tímanum 52.63 sekúndum sem var 61. besti tíminn að lokinni fyrri umferð. Hún féll úr leik í seinni umferð. María Eva Eyjólfsdóttir, Reykjavík, kom í mark á 51.80 sekúndum og var það 46. besti tíminn. Hún féll úr leik í seinni umferð.Stórsvig: Í stórsvigi stúlkna var brautin í fyrri ferðinni ansi erfið, alls féllu 33 keppendur úr leik í henni. Þar á meðal þær Elísa Arna Hilmarsdóttir og Andrea Björk Birkisdóttir. María Eva Eyjólfsdóttir og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir náðu 25. og 26. sæti á tímunum 2.00,35 mínútur og 2.01,03 mínútur.Listhlaup Kristín Valdís Örnólfsdóttir, Reykjavík, hlaut 29.40 stig fyrir sínar æfingar og hafnaði í 26. sæti.Listhlaup - Frjálsar æfingar Kristín Valdís hafnaði í 27. sæti með 77.65 í heildareinkunn.Skíðaganga10 km klassísk ganga: Albert Jónsson, Ísafjörður, hafnaði í 76. sæti á tímanum 33.36,0 mínútum. Dagur Benediktsson, Ísafjörður, hafnaði í 78. sæti á tímanum 33.48,9 mínútur.7,5 km frjáls ganga: Albert hafnaði í 56. sæti á tímanum 21.52,3 mínútur. Dagur varð í 78. sæti á tímanum 23.21,1 mínútur.Sprettganga: Albert var í 59. sæti (4.06,41 mínútur) í undanrásunum. Dagur (á mynd) var í 63. sæti (4.08,03 mínútur) í undanrásunum. 30 efstu komust áfram í næstu umferð sprettgöngunnar. Hátíðinni verður slitið í kvöld, föstudaginn 30. janúar.
Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira