Eins og fram hefur komið verður Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni vestanhafs, frá keppni næstu níu mánuðina vegna axlarmeiðsla. Þetta er mikið áfall fyrir Lakers sem er í hópi slökustu liða NBA-deildarinnar.
Þetta þýðir einnig að Kobe getur ekki tekið þátt í Stjörnuleiknum sem fer fram í Madison Sqaure Garden 15. febrúar næstkomandi.
Í gær var tilkynnti Adam Silver, yfirmaður NBA, að DeMarcus Cousins, miðherji Sacramento Kings, tæki sæti Bryants í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar.
Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, stýrir Stjörnuliði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum en hann mun svo ákveða hver tekur sæti Bryants í byrjunarliði Vesturdeildarinnar.
Þetta verður fyrsti Stjörnuleikur Cousins sem hefur spilað vel með Sacramento í vetur. Hann er fyrsti leikmaður Sacramento í 11 ár til að vera valinn í Stjörnuliðið.
Cousins er í 5. sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA í vetur, með 23,8 stig að meðaltali í leik. Hann er einnig í 3. sæti yfir þá sem hafa tekið flest fráköst, eða 12,3 að meðaltali í leik.

