Ekið hefur verið á tvo ljósastaura á vegakaflanum og eru ökumenn hvattir til að sýna sérstaka aðgát við akstur enda flughált.
Uppfært klukkan 14:58
Störfum lögreglu og hjálparliðs á vettvangi umferðaróhapps á Reykjanesbraut sunnan við Vífilsstaðaveg er lokið. Það er búið að aflétta lokunum þannig að umferð á nefndum vegarkafla fer að komast í eðlilegt horf.
Mikil hálka
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að það sé hálka á Grindavíkurvegi, hálkublettir á Reykjanesbraut og á höfuðborgarsvæðinu. Hálka er einnig á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Flughálka er í Grafningi en annars er hálka eða hálkublettir nokkuð víða á Suðurlandi.
Í tilkynningu varar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við mikilli hálku. Nú þegar hafa orðið nokkrir árekstrar af þeim sökum, m.a. á Reykjanesbraut í Garðabæ.
Uppfært klukkan 16.00:
Ekki er vitað ti þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki, en þó leituðu nokkrir á slysadeild. Búið er að salta veginn en lögregla telur þó tilefni til að vara við hálku.




