Gauti: „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2015 21:30 Gauti B. Eggertson, prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum, telur að evrusvæðið geti brotnað upp ef áform sem Evrópski Seðlabankinn kynnti á fimmtudag um stórfelld uppkaup á ríkisskuldabréfum, ná ekki markmiðum um að draga úr verðhjöðnun. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans, kynnti á fimmtudag meiriháttar stefnubreytingu fyrir bankann. Hún felst í áformum um að kaupa ríkisskuldabréf evruríkjanna, fyrir utan Grikkland, fyrir 1 þúsund milljarða evra á næstu átján mánuðum undir merkjum quantitive easing. Markmiðið er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu en í raun er um eiginlega peningaprentun að ræða. Verðhjöðnun er það þegar verðlag fer almennt lækkandi. Aðgerðirnar felast í reynd í því að Evrópski Seðlabankinn gefur út nýja peninga til fjárfestingar á eigin reikningi fyrir skuldir ríkjanna og kemur þannig peningamagni í umferð til að örva eftirspurn. Gauti B. Eggertsson prófessor í hagfræði við Brown háskóla skrifaði doktorsritgerð í hagfræði á sviði peningamálahagfræði sem fjallaði um viðbrögð við verðhjöðnun við aðstæður þegar stýrivextir fara niður í núll. Ekki ósvipað því ástandi sem nú er á evrusvæðinu en stýrivextir Evrópska Seðlabankans eru núna 0,05%. „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu og það virðist loksins vera komin einhvers konar samstaða um að grípa til aðgerða sem er góðs viti. Í sjálfu sér er það að mörgu leyti furðulegt að þeir hafi ekki tekið miklu frekari og afdrifaríkari aðgerðir fyrr en nú og þeir standa að mörgu leyti langt að baki Seðlabanka Bandaríkjanna að þessu leyti,“ segir Gauti. Þarna er hann að vísa til þess að Bandaríkjamenn hafa beitt sambærilegum aðferðum árum saman með góðum árangri. Mari Draghi seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans.En er einhver hætta á því að evrusvæðið liðist í sundur eins og hagfræðingar höfðu miklar áhyggjur af á árunum 2011-2012 ef þessi áform Evrópska Seðlabankans skila ekki tilætluðum árangri? „Ég held að við séum nú þegar að sjá ákveðin ríki hugsa sinn gang. Það virðist vera töluvert mikil andstaða í Grikklandi við kröfur sem Evrópusambandið hefur sett á gríska ríkið varðandi niðurskurð. Ef þessar aðgerðir hafa ekki þau áhrif að koma í veg fyrir frekari verðhjöðnun á evrusvæðinu þá held ég að sú spurning koma upp sterkar og sterkar, í ýmsum ríkjum ekki síst í suðurhluta álfunnar, hvort ekki sé rétt að yfirgefa myntsvæðið og gefa út eigin mynt,“ segir Gauti. Grikkland Tengdar fréttir „Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Gauti B. Eggertson, prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum, telur að evrusvæðið geti brotnað upp ef áform sem Evrópski Seðlabankinn kynnti á fimmtudag um stórfelld uppkaup á ríkisskuldabréfum, ná ekki markmiðum um að draga úr verðhjöðnun. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans, kynnti á fimmtudag meiriháttar stefnubreytingu fyrir bankann. Hún felst í áformum um að kaupa ríkisskuldabréf evruríkjanna, fyrir utan Grikkland, fyrir 1 þúsund milljarða evra á næstu átján mánuðum undir merkjum quantitive easing. Markmiðið er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu en í raun er um eiginlega peningaprentun að ræða. Verðhjöðnun er það þegar verðlag fer almennt lækkandi. Aðgerðirnar felast í reynd í því að Evrópski Seðlabankinn gefur út nýja peninga til fjárfestingar á eigin reikningi fyrir skuldir ríkjanna og kemur þannig peningamagni í umferð til að örva eftirspurn. Gauti B. Eggertsson prófessor í hagfræði við Brown háskóla skrifaði doktorsritgerð í hagfræði á sviði peningamálahagfræði sem fjallaði um viðbrögð við verðhjöðnun við aðstæður þegar stýrivextir fara niður í núll. Ekki ósvipað því ástandi sem nú er á evrusvæðinu en stýrivextir Evrópska Seðlabankans eru núna 0,05%. „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu og það virðist loksins vera komin einhvers konar samstaða um að grípa til aðgerða sem er góðs viti. Í sjálfu sér er það að mörgu leyti furðulegt að þeir hafi ekki tekið miklu frekari og afdrifaríkari aðgerðir fyrr en nú og þeir standa að mörgu leyti langt að baki Seðlabanka Bandaríkjanna að þessu leyti,“ segir Gauti. Þarna er hann að vísa til þess að Bandaríkjamenn hafa beitt sambærilegum aðferðum árum saman með góðum árangri. Mari Draghi seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans.En er einhver hætta á því að evrusvæðið liðist í sundur eins og hagfræðingar höfðu miklar áhyggjur af á árunum 2011-2012 ef þessi áform Evrópska Seðlabankans skila ekki tilætluðum árangri? „Ég held að við séum nú þegar að sjá ákveðin ríki hugsa sinn gang. Það virðist vera töluvert mikil andstaða í Grikklandi við kröfur sem Evrópusambandið hefur sett á gríska ríkið varðandi niðurskurð. Ef þessar aðgerðir hafa ekki þau áhrif að koma í veg fyrir frekari verðhjöðnun á evrusvæðinu þá held ég að sú spurning koma upp sterkar og sterkar, í ýmsum ríkjum ekki síst í suðurhluta álfunnar, hvort ekki sé rétt að yfirgefa myntsvæðið og gefa út eigin mynt,“ segir Gauti.
Grikkland Tengdar fréttir „Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
„Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20
Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00
Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent