Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2015 09:00 Guðmundur á hliðarlínunni í gær. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson hélt að venju blaðamannafund á hóteli sínu í Doha í Katar í morgun en lið hans, Danmörk, tapaði í gær fyrir Spáni í 8-liða úrslitum HM. Guðmundur sagðist vera að mörgu leyti ánægður með leikinn og hrósaði varnarleik danska liðsins sérstaklega. Og rétt eins og hann sagði við Arnar Björnsson eftir leikinn í gær sagði hann erfitt að spila gegn liði sem fékk að hanga lengi á boltanum og marga skotsénsa. „Þeir tóku taktinn úr leiknum og við fengum ekki að keyra á þá með hraðaupphlaupum. Þeir skoruðu mikið eftir að höndin var komin upp og það er erfitt að eiga við það í svona jöfnum leik,“ sagði Guðmundur. „En þeir börðust allan leikinn og töpuðu að lokum með einu marki sem var skorað þremur sekúndum fyrir leikslok.“Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir „Við getum lært af þessum leik en hann má ekki kvelja okkur. Nú þurfum við að undirbúa okkur leik gegn Slóveníu sem skiptir miklu máli upp vegna Ólympíuleikanna í Ríó. Við munum gefa allt sem við eigum í þann leik.“ Hann segir að helst megi læra af leiknum í gær að leikmenn hefðu mátt sýna meiri yfirvegun í sókninni. „Ekk síst þar sem við stóðum oft lengi í vörn. Við það misstum við smá einbeitingu og vorum óþolinmóðir í sókninni.“Sjá einnig: Guardiola: Guðmundur nær betri árangri næst Það var Joan Canellas sem skoraði sigurmarkið umrædda og Guðmundur hefur vitanlega farið yfir það atvik á myndbandi. „Við hefðum átt að brjóta á honum. Hann hefði aldrei átt að fá tækifæri til að skjóta. Við hefðum átt að stoppa hann og vera mun ákafari gegn honum.“ Hann segist hafa lært margt á þessum mánuðum sem hann hefur stýrt danska liðinu. „Ég hef upplifað margt og er enn að kynnast þessum strákum. En þróunin hefur verið jákvæð og uppbyggingin í liðinu góð. Ég veit að þessir strákar eru með stórt hjarta og ég veit að þeir munu gefa allt sem þeir eiga í þessa leiki sem eftir eru.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Morros: Höfum ekkert unnið enn Antonio Garcia og Viran Morros í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. 28. janúar 2015 21:24 Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Rasmus Lauge spilar í einu besta félagsliði heims og einu besta landsliði heims. Bæði eru þjálfuð af Íslendingum og hann segir skemmtilegt, en ólíkt, að spila fyrir þá Guðmund Guðmundsson og Alfreð Gíslason. 28. janúar 2015 08:00 Umfjöllun: Danmörk - Spánn 24-25 | Cañellas hetja Spánverja gegn Dönum Joan Cañellas tryggði Spánverjum sæti í undanúrslitum á HM þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Danmörku tveimur sekúndum fyrir leikslok. 28. janúar 2015 14:13 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hélt að venju blaðamannafund á hóteli sínu í Doha í Katar í morgun en lið hans, Danmörk, tapaði í gær fyrir Spáni í 8-liða úrslitum HM. Guðmundur sagðist vera að mörgu leyti ánægður með leikinn og hrósaði varnarleik danska liðsins sérstaklega. Og rétt eins og hann sagði við Arnar Björnsson eftir leikinn í gær sagði hann erfitt að spila gegn liði sem fékk að hanga lengi á boltanum og marga skotsénsa. „Þeir tóku taktinn úr leiknum og við fengum ekki að keyra á þá með hraðaupphlaupum. Þeir skoruðu mikið eftir að höndin var komin upp og það er erfitt að eiga við það í svona jöfnum leik,“ sagði Guðmundur. „En þeir börðust allan leikinn og töpuðu að lokum með einu marki sem var skorað þremur sekúndum fyrir leikslok.“Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir „Við getum lært af þessum leik en hann má ekki kvelja okkur. Nú þurfum við að undirbúa okkur leik gegn Slóveníu sem skiptir miklu máli upp vegna Ólympíuleikanna í Ríó. Við munum gefa allt sem við eigum í þann leik.“ Hann segir að helst megi læra af leiknum í gær að leikmenn hefðu mátt sýna meiri yfirvegun í sókninni. „Ekk síst þar sem við stóðum oft lengi í vörn. Við það misstum við smá einbeitingu og vorum óþolinmóðir í sókninni.“Sjá einnig: Guardiola: Guðmundur nær betri árangri næst Það var Joan Canellas sem skoraði sigurmarkið umrædda og Guðmundur hefur vitanlega farið yfir það atvik á myndbandi. „Við hefðum átt að brjóta á honum. Hann hefði aldrei átt að fá tækifæri til að skjóta. Við hefðum átt að stoppa hann og vera mun ákafari gegn honum.“ Hann segist hafa lært margt á þessum mánuðum sem hann hefur stýrt danska liðinu. „Ég hef upplifað margt og er enn að kynnast þessum strákum. En þróunin hefur verið jákvæð og uppbyggingin í liðinu góð. Ég veit að þessir strákar eru með stórt hjarta og ég veit að þeir munu gefa allt sem þeir eiga í þessa leiki sem eftir eru.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Morros: Höfum ekkert unnið enn Antonio Garcia og Viran Morros í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. 28. janúar 2015 21:24 Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Rasmus Lauge spilar í einu besta félagsliði heims og einu besta landsliði heims. Bæði eru þjálfuð af Íslendingum og hann segir skemmtilegt, en ólíkt, að spila fyrir þá Guðmund Guðmundsson og Alfreð Gíslason. 28. janúar 2015 08:00 Umfjöllun: Danmörk - Spánn 24-25 | Cañellas hetja Spánverja gegn Dönum Joan Cañellas tryggði Spánverjum sæti í undanúrslitum á HM þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Danmörku tveimur sekúndum fyrir leikslok. 28. janúar 2015 14:13 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Morros: Höfum ekkert unnið enn Antonio Garcia og Viran Morros í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. 28. janúar 2015 21:24
Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Rasmus Lauge spilar í einu besta félagsliði heims og einu besta landsliði heims. Bæði eru þjálfuð af Íslendingum og hann segir skemmtilegt, en ólíkt, að spila fyrir þá Guðmund Guðmundsson og Alfreð Gíslason. 28. janúar 2015 08:00
Umfjöllun: Danmörk - Spánn 24-25 | Cañellas hetja Spánverja gegn Dönum Joan Cañellas tryggði Spánverjum sæti í undanúrslitum á HM þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Danmörku tveimur sekúndum fyrir leikslok. 28. janúar 2015 14:13
Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15