Guðmundur Guðmundsson hélt að venju blaðamannafund á hóteli sínu í Doha í Katar í morgun en lið hans, Danmörk, tapaði í gær fyrir Spáni í 8-liða úrslitum HM.
Guðmundur sagðist vera að mörgu leyti ánægður með leikinn og hrósaði varnarleik danska liðsins sérstaklega. Og rétt eins og hann sagði við Arnar Björnsson eftir leikinn í gær sagði hann erfitt að spila gegn liði sem fékk að hanga lengi á boltanum og marga skotsénsa.
„Þeir tóku taktinn úr leiknum og við fengum ekki að keyra á þá með hraðaupphlaupum. Þeir skoruðu mikið eftir að höndin var komin upp og það er erfitt að eiga við það í svona jöfnum leik,“ sagði Guðmundur.
„En þeir börðust allan leikinn og töpuðu að lokum með einu marki sem var skorað þremur sekúndum fyrir leikslok.“
Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir
„Við getum lært af þessum leik en hann má ekki kvelja okkur. Nú þurfum við að undirbúa okkur leik gegn Slóveníu sem skiptir miklu máli upp vegna Ólympíuleikanna í Ríó. Við munum gefa allt sem við eigum í þann leik.“
Hann segir að helst megi læra af leiknum í gær að leikmenn hefðu mátt sýna meiri yfirvegun í sókninni. „Ekk síst þar sem við stóðum oft lengi í vörn. Við það misstum við smá einbeitingu og vorum óþolinmóðir í sókninni.“
Sjá einnig: Guardiola: Guðmundur nær betri árangri næst
Það var Joan Canellas sem skoraði sigurmarkið umrædda og Guðmundur hefur vitanlega farið yfir það atvik á myndbandi. „Við hefðum átt að brjóta á honum. Hann hefði aldrei átt að fá tækifæri til að skjóta. Við hefðum átt að stoppa hann og vera mun ákafari gegn honum.“
Hann segist hafa lært margt á þessum mánuðum sem hann hefur stýrt danska liðinu. „Ég hef upplifað margt og er enn að kynnast þessum strákum. En þróunin hefur verið jákvæð og uppbyggingin í liðinu góð. Ég veit að þessir strákar eru með stórt hjarta og ég veit að þeir munu gefa allt sem þeir eiga í þessa leiki sem eftir eru.“
Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta

Tengdar fréttir

Morros: Höfum ekkert unnið enn
Antonio Garcia og Viran Morros í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld.

Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum
Rasmus Lauge spilar í einu besta félagsliði heims og einu besta landsliði heims. Bæði eru þjálfuð af Íslendingum og hann segir skemmtilegt, en ólíkt, að spila fyrir þá Guðmund Guðmundsson og Alfreð Gíslason.

Umfjöllun: Danmörk - Spánn 24-25 | Cañellas hetja Spánverja gegn Dönum
Joan Cañellas tryggði Spánverjum sæti í undanúrslitum á HM þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Danmörku tveimur sekúndum fyrir leikslok.

Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar
Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar.