Að þessu sinni þá leitaði Eyjólfur til besta íþróttafólks landsins og fékk það til að aðstoða sig við flutning lagsins. Íþróttafólkið mætti í stúdíó og tók lagið með Eyva en allt var þetta gert fyrir nýja Lottó-auglýsingu sem minnir á hversu ótrúlega marga íþróttamenn og konur fólk styður þegar það spilar með í Lottó.
Meðal þeirra íþróttafólks sem sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan eru körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij sem er á bassanum, knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sem er með rafmagnsgítarinn, knattspyrnumarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sem er á píanóinu, knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir sem sér um hljómborðið, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem slær á trommu, kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson sem er með fiðluna og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson sem er í bakröddunum með Alexander Petersson.
Þá má ekki gleyma kórnum sem er undir stjórn Ágústs Jóhannssonar, landsliðsþjálfara kvenna í handbolta eða landsliðsþjálfurunum í fótbolta, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, sem stjórna upptökunni á laginu.
Hér fyrir neðan má bæði myndbandið með laginu sem og myndband um gerð lagsins en þar koma fyrir lýsendurnir góðkunnu Einar Örn Jónsson hjá RÚV og Guðmundur Benediktsson hjá Stöð 2 Sport.
„Hér er myndband við nýju útgáfuna af þessu vinsæla lagi með Eyjólfi Kristjánssyni og sannkölluðu landsliði tónlistarfólks, þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi!," segir um lagið á fésbókarsíðu Lottó sem og: „Við frumsýndum þessa auglýsingu um helgina til að minna á hversu ótrúlega marga þú styður þegar þú spilar með! Þú heldur ósjálfrátt með öllum!"
Í lok myndbandsins má síðan finna lista yfir allt það íþróttafólk sem tók þátt í flutningnum á einkennislagi nýju markaðsherferðar Lottó.