Sport

María vann svigmót í Svíþjóð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
María Guðmundsdóttir.
María Guðmundsdóttir. Mynd/Skíðasamband Íslands
María Guðmundsdóttir er komin aftur á fulla ferð og vann í dag alþjóðlegt svigmót í Idre í Svíþjóð. Þetta eru frábærar fréttir en María er að undirbúa sig fyrir HM í febrúar.

María fór þrettánda af stað niður brekkuna en náði besta tímanum. Í seinni ferðinni bætti hún í og gerði enn betur. Svo fór að María vann með 1,21 sekúndna mun. Heimastúlkan Helena Rapaport varð í öðru sæti og landa hennar Lisa Lifvendahl í því þriðja.

Þetta er fyrsta FIS-mótið sem María vinnur eftir að hún tók keppnisskíðin fram að nýju en hún náði öðru sætinu á svigmóti í Lycksele í Svíþjóð fyrir ellefu dögum.

Nokkrir aðrir íslendingar voru meðal þátttakenda á mótinu í Idre en þær Thelma Rut Jóhannsdóttir og Rannveig Hjaltadóttir náðu ekki að ljúka fyrri ferð og sömu sögu er að segja um Sigurð Hauksson.

Mynd/Skíðasamband Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×