"Það allra svartasta sem ég hef séð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. janúar 2015 11:47 Þessa mynd tók nágranni Sigvalda, Ólafur Gauti Sigurðsson. "Staðan hjá honum var slæm , en mun dekkri hjá mér á Hákonarstöðum,“ segir Sigvaldi. vísir/ógs „Þetta er held ég það allra svartasta sem ég hef séð eftir að fór að bera á mengun úr Holuhrauni. Hún er búin að vera viðvarandi á þessu svæði, en hefur aldrei verið eins mikil og í gær,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Efri-Jökuldal á Austurlandi. Mengun af völdum eldgossins í Holuhrauni hefur verið töluverð víða um land undanfarnar vikur. Hún er sögð meiri en úr öllum iðnaðarborgum Evrópu til samans og hefur valdið ýmsum vandkvæðum.„Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir Sigvaldi glettinn.Sást varla horna á milliMengunin á Efri-Jökuldal var í gær samkvæmt Umhverfisstofnun „óholl“ en hún fór hæst í 7.800 míkrógrömm á sekúndu. Mengunin var það mikil að einkenni af völdum hennar voru líkleg hjá öllum einstaklingum og fólk því hvatt til að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. „Mengunin var náttúrulega komin langt yfir þessi eðlilegu mörk. Það var mikið frost úti, um 16 stig, og stilla. Þetta mætir heitu lofti og ákveðnum raka í loftinu og þá í raun og veru pakkast þetta saman og stigmagnast. Það sást varla horna á milli inni í fjárhúsunum. Eitt þeirra er 20x24 metrar að stærð og í öðru sem er 30 metra langt sást varla stafna á milli,“ segir hann.Lungnavandamál á meðal dýra verði algeng Sigvaldi hefur fundið fyrir einkennum en reynir að halda sig sem mest innandyra. „Fólk finnur fyrir þessu og mér heyrist á fólki að það sé svona næmara fyrir þessu en fyrst þegar þetta var að gerast í haust. Menn eru að fá í hálsinn og sviða í augun. En maður reynir að kynda eins og hægt er og þá verða áhrifin minni.“ Hann segist þó hafa áhyggjur af dýrunum, en hann er með sauðfé á húsi. „Það í raun þarf alltaf að vera að loftræsta og reyna að koma í veg fyrir mengun eins og hægt er, en hún sækir inn í húsin og er oft mest þar. En ég tel að það verði viðvarandi lungnavandamál í ungviðum, sem nú eru til dæmis á fyrsta vetri. Og ég spái því að á næstu árum verði það svo,“ segir Sigvaldi. „Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir hann að lokum, en samkvæmt sjálfvirkum mælum Umhverfisstofnunar eru loftgæði í dag góð. Bárðarbunga Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira
„Þetta er held ég það allra svartasta sem ég hef séð eftir að fór að bera á mengun úr Holuhrauni. Hún er búin að vera viðvarandi á þessu svæði, en hefur aldrei verið eins mikil og í gær,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Efri-Jökuldal á Austurlandi. Mengun af völdum eldgossins í Holuhrauni hefur verið töluverð víða um land undanfarnar vikur. Hún er sögð meiri en úr öllum iðnaðarborgum Evrópu til samans og hefur valdið ýmsum vandkvæðum.„Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir Sigvaldi glettinn.Sást varla horna á milliMengunin á Efri-Jökuldal var í gær samkvæmt Umhverfisstofnun „óholl“ en hún fór hæst í 7.800 míkrógrömm á sekúndu. Mengunin var það mikil að einkenni af völdum hennar voru líkleg hjá öllum einstaklingum og fólk því hvatt til að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. „Mengunin var náttúrulega komin langt yfir þessi eðlilegu mörk. Það var mikið frost úti, um 16 stig, og stilla. Þetta mætir heitu lofti og ákveðnum raka í loftinu og þá í raun og veru pakkast þetta saman og stigmagnast. Það sást varla horna á milli inni í fjárhúsunum. Eitt þeirra er 20x24 metrar að stærð og í öðru sem er 30 metra langt sást varla stafna á milli,“ segir hann.Lungnavandamál á meðal dýra verði algeng Sigvaldi hefur fundið fyrir einkennum en reynir að halda sig sem mest innandyra. „Fólk finnur fyrir þessu og mér heyrist á fólki að það sé svona næmara fyrir þessu en fyrst þegar þetta var að gerast í haust. Menn eru að fá í hálsinn og sviða í augun. En maður reynir að kynda eins og hægt er og þá verða áhrifin minni.“ Hann segist þó hafa áhyggjur af dýrunum, en hann er með sauðfé á húsi. „Það í raun þarf alltaf að vera að loftræsta og reyna að koma í veg fyrir mengun eins og hægt er, en hún sækir inn í húsin og er oft mest þar. En ég tel að það verði viðvarandi lungnavandamál í ungviðum, sem nú eru til dæmis á fyrsta vetri. Og ég spái því að á næstu árum verði það svo,“ segir Sigvaldi. „Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir hann að lokum, en samkvæmt sjálfvirkum mælum Umhverfisstofnunar eru loftgæði í dag góð.
Bárðarbunga Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira