Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2014 21:24 Hér má sjá móðuna eins og hún leit út á föstudaginn. Mynd/Edda Kr. Björnsdóttir Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. Á laugardag var hún óvenju mikil. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni segir að há gildi brennisteinsdíoxíð hafi mælst á vöktunarstöðum í Reyðarfirði og loftmyndir hafi bent til að mengun hafi verið meiri í Jökuldal og Fljótsdal. „Þau gildi sem mældust í gær eru þau hæstu sem mælst hafa í byggð hér á landi síðan mælingar á mengun hófust á Íslandi nokkuð fyrir 1970,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að búast megi við sambærilegum gildum áfram breytist veður ekki og gangur gossins verður sá sami. Þó þessi gildi séu einstök hér á landi eru sambærileg og jafnvel enn hærri gildi þekkt í stórum iðnaðarborgum samkvæmt tilkynningunni. Miðað við mælingar síðustu daga má búast við að hæstu gildi í byggð, geti verið á bilinu 500 til 1.000 μg/m3 (míkrógrömm á rúmmetra).Sjúklingar hugi að „Að mati Sóttvarnarlæknis ætti fullfrískt fólk ekki að finna fyrir neinum áhrifum eins og staðan er um þessar mundir en ætti engu að síður að forðast mikla áreynslu utan dyra. Fólk sem er viðkvæmt fyrir eins og börn og fullorðnir með astma og aðra sjúkdóma í öndunarfærum eða hjartasjúkdóma getur fundið fyrir óþægindum og ætti að forðast mikla áreynslu. Fólk sem notar innöndunarlyf vegna lungnasjúkdóma gæti þurft að auka lyfjaskammtinn í samráði við sinn lækni.“ Sjúklingum er mikilvægt að huga að því að hafa lyf sín tiltæk. Þá dregur úr áhrifum brennisteinsdíoxíðs að anda í gegnum nef frekar en munn. Þá er mikilvægt að íbúar fylgist með upplýsingum um mengunina þar sem miklar sveiflur geti verið á henni. Vindátt og vindstyrkur eru ráðandi þættir að því gefnu að gosið verði stöðugt. Vegna umhverfisvöktunarinnar í Reyðarfirði eru góðar upplýsingar til þaðan um mengunina. Unnið er að því að koma fyrir mælum víðar, eins og á Egilsstöðum.Mynd/Edda Kr. BjörnsdóttirMynd/Edda Kr. Björnsdóttir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. Á laugardag var hún óvenju mikil. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni segir að há gildi brennisteinsdíoxíð hafi mælst á vöktunarstöðum í Reyðarfirði og loftmyndir hafi bent til að mengun hafi verið meiri í Jökuldal og Fljótsdal. „Þau gildi sem mældust í gær eru þau hæstu sem mælst hafa í byggð hér á landi síðan mælingar á mengun hófust á Íslandi nokkuð fyrir 1970,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að búast megi við sambærilegum gildum áfram breytist veður ekki og gangur gossins verður sá sami. Þó þessi gildi séu einstök hér á landi eru sambærileg og jafnvel enn hærri gildi þekkt í stórum iðnaðarborgum samkvæmt tilkynningunni. Miðað við mælingar síðustu daga má búast við að hæstu gildi í byggð, geti verið á bilinu 500 til 1.000 μg/m3 (míkrógrömm á rúmmetra).Sjúklingar hugi að „Að mati Sóttvarnarlæknis ætti fullfrískt fólk ekki að finna fyrir neinum áhrifum eins og staðan er um þessar mundir en ætti engu að síður að forðast mikla áreynslu utan dyra. Fólk sem er viðkvæmt fyrir eins og börn og fullorðnir með astma og aðra sjúkdóma í öndunarfærum eða hjartasjúkdóma getur fundið fyrir óþægindum og ætti að forðast mikla áreynslu. Fólk sem notar innöndunarlyf vegna lungnasjúkdóma gæti þurft að auka lyfjaskammtinn í samráði við sinn lækni.“ Sjúklingum er mikilvægt að huga að því að hafa lyf sín tiltæk. Þá dregur úr áhrifum brennisteinsdíoxíðs að anda í gegnum nef frekar en munn. Þá er mikilvægt að íbúar fylgist með upplýsingum um mengunina þar sem miklar sveiflur geti verið á henni. Vindátt og vindstyrkur eru ráðandi þættir að því gefnu að gosið verði stöðugt. Vegna umhverfisvöktunarinnar í Reyðarfirði eru góðar upplýsingar til þaðan um mengunina. Unnið er að því að koma fyrir mælum víðar, eins og á Egilsstöðum.Mynd/Edda Kr. BjörnsdóttirMynd/Edda Kr. Björnsdóttir
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira