Rúnar: Ætla ekki að taka Markussen á þetta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2015 13:00 Rúnar á ferðinni með landsliðinu á EM í fyrra. vísir/daníel Rúnar Kárason þurfti að bíta í það súra epli að missa af farseðlinum til Katar. Skyttan örvhenta var einn þriggja sem lenti í niðurskurði þjálfarans um helgina og kom það mörgum á óvart að hann skildi ekki fara með út. Aðrir sem duttu út voru Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Árni Ólafsson. „Ég ætla nú ekki að taka Markussen á þetta," segir Rúnar er Vísir spurði hann um viðbrögð. Vitnaði hann þar í Danann Nikolaj Markussen sem komst ekki í hópinn og brást afar illa við tíðindunum. „Auðvitað er ég svekktur. Annað væri skrítið. Ég er ekki sammála ákvörðun þjálfarans. Ef ég væri það þá væri eitthvað ekki rétt hjá mér. Þjálfarinn ræður og fylgir sinni sannfæringu. Ég náði augljóslega ekki að heilla hann nógu mikið. Rúnar var nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á æfingum og þokkalega sáttur með sitt í æfingaleikjunum. Þó svo það hafi verið svekkjandi að komast ekki út núna þá er hann ekki af baki dottinn. „Ég er ánægður með líkamlegt stand eftir erfið meiðsli. Miðað við mín meiðsli og meiðslasögu þá er ég lengra kominn en búist var við. Ég veit að ég á fullt inni og á enn eftir að ná mínu besta eftir meiðslin. Ef ég væri kominn í mitt besta form þá trúi ég því að ég hefði komist í hópinn. Nú ætla ég að komast í mitt besta stand og taka af allan vafa um hvort ég eigi að vera í þessu liði," segir skyttan sem vill alls ekki gera lítið úr liðsvali þjálfarans. „Það er nú ekki eins og það séu einhverjir byrjendur í minni stöðu. Hópurinn er sterkur og þéttur. Það er jákvætt að landsliðið sé það gott að maður eigi ekki gefins sæti. Ég legg aftur á móti ekki árar í bát og stefni á að koma sterkari til baka." HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur fer með 17 til Katar Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari Danmerkur í handbolta hefur tilkynnt að hann fari með 17 leikmenn til Katar en hann sendi Nikolaj Markussen heim eftir leikinn gegn Íslandi í gær. 11. janúar 2015 19:00 HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Rúnar Kárason þurfti að bíta í það súra epli að missa af farseðlinum til Katar. Skyttan örvhenta var einn þriggja sem lenti í niðurskurði þjálfarans um helgina og kom það mörgum á óvart að hann skildi ekki fara með út. Aðrir sem duttu út voru Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Árni Ólafsson. „Ég ætla nú ekki að taka Markussen á þetta," segir Rúnar er Vísir spurði hann um viðbrögð. Vitnaði hann þar í Danann Nikolaj Markussen sem komst ekki í hópinn og brást afar illa við tíðindunum. „Auðvitað er ég svekktur. Annað væri skrítið. Ég er ekki sammála ákvörðun þjálfarans. Ef ég væri það þá væri eitthvað ekki rétt hjá mér. Þjálfarinn ræður og fylgir sinni sannfæringu. Ég náði augljóslega ekki að heilla hann nógu mikið. Rúnar var nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á æfingum og þokkalega sáttur með sitt í æfingaleikjunum. Þó svo það hafi verið svekkjandi að komast ekki út núna þá er hann ekki af baki dottinn. „Ég er ánægður með líkamlegt stand eftir erfið meiðsli. Miðað við mín meiðsli og meiðslasögu þá er ég lengra kominn en búist var við. Ég veit að ég á fullt inni og á enn eftir að ná mínu besta eftir meiðslin. Ef ég væri kominn í mitt besta form þá trúi ég því að ég hefði komist í hópinn. Nú ætla ég að komast í mitt besta stand og taka af allan vafa um hvort ég eigi að vera í þessu liði," segir skyttan sem vill alls ekki gera lítið úr liðsvali þjálfarans. „Það er nú ekki eins og það séu einhverjir byrjendur í minni stöðu. Hópurinn er sterkur og þéttur. Það er jákvætt að landsliðið sé það gott að maður eigi ekki gefins sæti. Ég legg aftur á móti ekki árar í bát og stefni á að koma sterkari til baka."
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur fer með 17 til Katar Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari Danmerkur í handbolta hefur tilkynnt að hann fari með 17 leikmenn til Katar en hann sendi Nikolaj Markussen heim eftir leikinn gegn Íslandi í gær. 11. janúar 2015 19:00 HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Guðmundur fer með 17 til Katar Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari Danmerkur í handbolta hefur tilkynnt að hann fari með 17 leikmenn til Katar en hann sendi Nikolaj Markussen heim eftir leikinn gegn Íslandi í gær. 11. janúar 2015 19:00
HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34