Rúnar: Ætla ekki að taka Markussen á þetta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2015 13:00 Rúnar á ferðinni með landsliðinu á EM í fyrra. vísir/daníel Rúnar Kárason þurfti að bíta í það súra epli að missa af farseðlinum til Katar. Skyttan örvhenta var einn þriggja sem lenti í niðurskurði þjálfarans um helgina og kom það mörgum á óvart að hann skildi ekki fara með út. Aðrir sem duttu út voru Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Árni Ólafsson. „Ég ætla nú ekki að taka Markussen á þetta," segir Rúnar er Vísir spurði hann um viðbrögð. Vitnaði hann þar í Danann Nikolaj Markussen sem komst ekki í hópinn og brást afar illa við tíðindunum. „Auðvitað er ég svekktur. Annað væri skrítið. Ég er ekki sammála ákvörðun þjálfarans. Ef ég væri það þá væri eitthvað ekki rétt hjá mér. Þjálfarinn ræður og fylgir sinni sannfæringu. Ég náði augljóslega ekki að heilla hann nógu mikið. Rúnar var nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á æfingum og þokkalega sáttur með sitt í æfingaleikjunum. Þó svo það hafi verið svekkjandi að komast ekki út núna þá er hann ekki af baki dottinn. „Ég er ánægður með líkamlegt stand eftir erfið meiðsli. Miðað við mín meiðsli og meiðslasögu þá er ég lengra kominn en búist var við. Ég veit að ég á fullt inni og á enn eftir að ná mínu besta eftir meiðslin. Ef ég væri kominn í mitt besta form þá trúi ég því að ég hefði komist í hópinn. Nú ætla ég að komast í mitt besta stand og taka af allan vafa um hvort ég eigi að vera í þessu liði," segir skyttan sem vill alls ekki gera lítið úr liðsvali þjálfarans. „Það er nú ekki eins og það séu einhverjir byrjendur í minni stöðu. Hópurinn er sterkur og þéttur. Það er jákvætt að landsliðið sé það gott að maður eigi ekki gefins sæti. Ég legg aftur á móti ekki árar í bát og stefni á að koma sterkari til baka." HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur fer með 17 til Katar Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari Danmerkur í handbolta hefur tilkynnt að hann fari með 17 leikmenn til Katar en hann sendi Nikolaj Markussen heim eftir leikinn gegn Íslandi í gær. 11. janúar 2015 19:00 HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Sjá meira
Rúnar Kárason þurfti að bíta í það súra epli að missa af farseðlinum til Katar. Skyttan örvhenta var einn þriggja sem lenti í niðurskurði þjálfarans um helgina og kom það mörgum á óvart að hann skildi ekki fara með út. Aðrir sem duttu út voru Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Árni Ólafsson. „Ég ætla nú ekki að taka Markussen á þetta," segir Rúnar er Vísir spurði hann um viðbrögð. Vitnaði hann þar í Danann Nikolaj Markussen sem komst ekki í hópinn og brást afar illa við tíðindunum. „Auðvitað er ég svekktur. Annað væri skrítið. Ég er ekki sammála ákvörðun þjálfarans. Ef ég væri það þá væri eitthvað ekki rétt hjá mér. Þjálfarinn ræður og fylgir sinni sannfæringu. Ég náði augljóslega ekki að heilla hann nógu mikið. Rúnar var nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á æfingum og þokkalega sáttur með sitt í æfingaleikjunum. Þó svo það hafi verið svekkjandi að komast ekki út núna þá er hann ekki af baki dottinn. „Ég er ánægður með líkamlegt stand eftir erfið meiðsli. Miðað við mín meiðsli og meiðslasögu þá er ég lengra kominn en búist var við. Ég veit að ég á fullt inni og á enn eftir að ná mínu besta eftir meiðslin. Ef ég væri kominn í mitt besta form þá trúi ég því að ég hefði komist í hópinn. Nú ætla ég að komast í mitt besta stand og taka af allan vafa um hvort ég eigi að vera í þessu liði," segir skyttan sem vill alls ekki gera lítið úr liðsvali þjálfarans. „Það er nú ekki eins og það séu einhverjir byrjendur í minni stöðu. Hópurinn er sterkur og þéttur. Það er jákvætt að landsliðið sé það gott að maður eigi ekki gefins sæti. Ég legg aftur á móti ekki árar í bát og stefni á að koma sterkari til baka."
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur fer með 17 til Katar Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari Danmerkur í handbolta hefur tilkynnt að hann fari með 17 leikmenn til Katar en hann sendi Nikolaj Markussen heim eftir leikinn gegn Íslandi í gær. 11. janúar 2015 19:00 HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Sjá meira
Guðmundur fer með 17 til Katar Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari Danmerkur í handbolta hefur tilkynnt að hann fari með 17 leikmenn til Katar en hann sendi Nikolaj Markussen heim eftir leikinn gegn Íslandi í gær. 11. janúar 2015 19:00
HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34