Justin Bieber er eins massaður og hann lítur út fyrir að vera í undirfataauglýsingum frá Calvin Klein. Aðstandendur bandarískrar vefsíðu viðurkenna að hafa falsað myndir af poppstjörnunni, að vöðvar hans hafi verið minnkaðir. Þeir hafa beðist afsökunar á þessu uppátæki.
Bungan minnkuð
Í síðustu viku birti vefsíðan Breatheheavy.com myndir af Justin Bieber og sögðust aðstandendur síðunnar þær hafa verið teknar af Bieber áður en þeim var breytt í myndvinnsluforritum. Þeir sögðu að vöðvum hefði verið bætt á söngvarann auk þess sem bungan á nærbuxum hans hafi verið stækkuð.
Hótuðu málsókn
Starfslið söngvarans hótaði lögsókn vegna fréttarinnar, sem þeir sögðu ósanna. aðstandendur Breatheheavy.com hafa nú beðist afsökunnar og viðurkennt að það voru þeir sem fölsuðu myndirnar; þeir drógu úr vöðvum Bieber og minnkuðu bunguna á nærbuxunum hans.

