„Ekki vera hrædd, vertu róleg, ég ætla ekki að drepa þig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2015 20:30 Sigolène Vinson er blaðamaður Charlie Hebdo. Vísir/AFP/Getty Sigolène Vinson er blaðamaður á franska skopmyndablaðinu Charlie Hebdo. Hún var í vinnunni þegar Kouachi-bræðurnir réðust inn á ritsjórnarskrifstofurnar og skutu 11 starfsmenn blaðsins til bana. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde lýsir Vinson því hvernig hún og aðrir starfsmenn blaðsins földu sig fyrir bræðrunum inni á skrifstofu meðan á árásinni stóð. Þar inni heyrðu þau þegar samstarfsmenn þeirra voru drepnir. „Þetta var engin sprengja, þeir skutu hægt, einu skoti í einu. Það öskraði enginn. Ég býst að allir hafa bara verið svo hissa,“ sagði Vinson. Hún heyrði síðan fótatak og fleiri skot. Annar árásarmannanna, Saïd Kouachi, leit inn á skrifstofuna og miðaði á Vinson. „Ég leit á hann. [...] Hann sagði við mig: „Ekki vera hrædd, vertu róleg. Ég ætla ekki að drepa þig. Þú ert kona, við drepum ekki konur. En hugsaðu um það sem þú gerir, það sem þú gerir er slæmt. Ég hlífi þér og af því að ég hlífi þér, þá skaltu lesa Kóraninn.““ Vinson sagði að henni hefði þótt það nokkuð grimmdarlegt af Kouachi að segja henni að vera róleg. „Hann var nýbúinn að drepa alla og hann var að miða á mig með byssu. [...] Ég kinkaði samt kolli, til að halda einhvers konar sambandi við hann. Ég vildi ekki missa augnsambandið við hann því Jean-Luc (umbrotsmaður) faldi sig undir borði... Ég skildi það sem svo að ef þessi maður dræpi ekki konur, þá dræpi hann karlmenn.“ Saïd Kouachi fór síðan aftur fram en bróðir hans, Chérif, hafði skotði Elsu Cayat, annan blaðamann á Charlie Hebdo. Saïd öskraði svo þrisvar sinnum: „Við drepum ekki konur.“ Síðan yfirgáfu bræðurnir skrifstofur blaðsins. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Skopmyndir af Múhameð spámanni í næsta tölublaði Charlie Hebdo Charlie Hebdo kemur út næsta miðvikudag í að minnsta kosti milljón eintökum. 12. janúar 2015 14:46 Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36 Árásarmennirnir á flótta Mikil leit var gerð á svæði norðaustur af París að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um árásina á ritstjórn Charlie Hebdo í París. Eftirlifandi starfsfólk blaðsins stefnir á að gefa út nýtt hefti strax í næstu viku. 9. janúar 2015 07:00 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38 Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35 Segja útgáfuna kraftaverk Ritstjórn Charlie Hebdo heldur ótrauð áfram og sendir frá sér nýtt hefti í þremur milljónum eintaka með nýjum Múhameðsteikningum og sáttarorðum á forsíðunni. Frönsk stjórnvöld herða varnir sínar og segjast í stríði við hryðjuverkamenn. Í Þýskalandi fjölme 14. janúar 2015 07:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Sigolène Vinson er blaðamaður á franska skopmyndablaðinu Charlie Hebdo. Hún var í vinnunni þegar Kouachi-bræðurnir réðust inn á ritsjórnarskrifstofurnar og skutu 11 starfsmenn blaðsins til bana. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde lýsir Vinson því hvernig hún og aðrir starfsmenn blaðsins földu sig fyrir bræðrunum inni á skrifstofu meðan á árásinni stóð. Þar inni heyrðu þau þegar samstarfsmenn þeirra voru drepnir. „Þetta var engin sprengja, þeir skutu hægt, einu skoti í einu. Það öskraði enginn. Ég býst að allir hafa bara verið svo hissa,“ sagði Vinson. Hún heyrði síðan fótatak og fleiri skot. Annar árásarmannanna, Saïd Kouachi, leit inn á skrifstofuna og miðaði á Vinson. „Ég leit á hann. [...] Hann sagði við mig: „Ekki vera hrædd, vertu róleg. Ég ætla ekki að drepa þig. Þú ert kona, við drepum ekki konur. En hugsaðu um það sem þú gerir, það sem þú gerir er slæmt. Ég hlífi þér og af því að ég hlífi þér, þá skaltu lesa Kóraninn.““ Vinson sagði að henni hefði þótt það nokkuð grimmdarlegt af Kouachi að segja henni að vera róleg. „Hann var nýbúinn að drepa alla og hann var að miða á mig með byssu. [...] Ég kinkaði samt kolli, til að halda einhvers konar sambandi við hann. Ég vildi ekki missa augnsambandið við hann því Jean-Luc (umbrotsmaður) faldi sig undir borði... Ég skildi það sem svo að ef þessi maður dræpi ekki konur, þá dræpi hann karlmenn.“ Saïd Kouachi fór síðan aftur fram en bróðir hans, Chérif, hafði skotði Elsu Cayat, annan blaðamann á Charlie Hebdo. Saïd öskraði svo þrisvar sinnum: „Við drepum ekki konur.“ Síðan yfirgáfu bræðurnir skrifstofur blaðsins.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Skopmyndir af Múhameð spámanni í næsta tölublaði Charlie Hebdo Charlie Hebdo kemur út næsta miðvikudag í að minnsta kosti milljón eintökum. 12. janúar 2015 14:46 Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36 Árásarmennirnir á flótta Mikil leit var gerð á svæði norðaustur af París að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um árásina á ritstjórn Charlie Hebdo í París. Eftirlifandi starfsfólk blaðsins stefnir á að gefa út nýtt hefti strax í næstu viku. 9. janúar 2015 07:00 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38 Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35 Segja útgáfuna kraftaverk Ritstjórn Charlie Hebdo heldur ótrauð áfram og sendir frá sér nýtt hefti í þremur milljónum eintaka með nýjum Múhameðsteikningum og sáttarorðum á forsíðunni. Frönsk stjórnvöld herða varnir sínar og segjast í stríði við hryðjuverkamenn. Í Þýskalandi fjölme 14. janúar 2015 07:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Skopmyndir af Múhameð spámanni í næsta tölublaði Charlie Hebdo Charlie Hebdo kemur út næsta miðvikudag í að minnsta kosti milljón eintökum. 12. janúar 2015 14:46
Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54
Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36
Árásarmennirnir á flótta Mikil leit var gerð á svæði norðaustur af París að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um árásina á ritstjórn Charlie Hebdo í París. Eftirlifandi starfsfólk blaðsins stefnir á að gefa út nýtt hefti strax í næstu viku. 9. janúar 2015 07:00
Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31
Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38
Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35
Segja útgáfuna kraftaverk Ritstjórn Charlie Hebdo heldur ótrauð áfram og sendir frá sér nýtt hefti í þremur milljónum eintaka með nýjum Múhameðsteikningum og sáttarorðum á forsíðunni. Frönsk stjórnvöld herða varnir sínar og segjast í stríði við hryðjuverkamenn. Í Þýskalandi fjölme 14. janúar 2015 07:00