„Ekki vera hrædd, vertu róleg, ég ætla ekki að drepa þig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2015 20:30 Sigolène Vinson er blaðamaður Charlie Hebdo. Vísir/AFP/Getty Sigolène Vinson er blaðamaður á franska skopmyndablaðinu Charlie Hebdo. Hún var í vinnunni þegar Kouachi-bræðurnir réðust inn á ritsjórnarskrifstofurnar og skutu 11 starfsmenn blaðsins til bana. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde lýsir Vinson því hvernig hún og aðrir starfsmenn blaðsins földu sig fyrir bræðrunum inni á skrifstofu meðan á árásinni stóð. Þar inni heyrðu þau þegar samstarfsmenn þeirra voru drepnir. „Þetta var engin sprengja, þeir skutu hægt, einu skoti í einu. Það öskraði enginn. Ég býst að allir hafa bara verið svo hissa,“ sagði Vinson. Hún heyrði síðan fótatak og fleiri skot. Annar árásarmannanna, Saïd Kouachi, leit inn á skrifstofuna og miðaði á Vinson. „Ég leit á hann. [...] Hann sagði við mig: „Ekki vera hrædd, vertu róleg. Ég ætla ekki að drepa þig. Þú ert kona, við drepum ekki konur. En hugsaðu um það sem þú gerir, það sem þú gerir er slæmt. Ég hlífi þér og af því að ég hlífi þér, þá skaltu lesa Kóraninn.““ Vinson sagði að henni hefði þótt það nokkuð grimmdarlegt af Kouachi að segja henni að vera róleg. „Hann var nýbúinn að drepa alla og hann var að miða á mig með byssu. [...] Ég kinkaði samt kolli, til að halda einhvers konar sambandi við hann. Ég vildi ekki missa augnsambandið við hann því Jean-Luc (umbrotsmaður) faldi sig undir borði... Ég skildi það sem svo að ef þessi maður dræpi ekki konur, þá dræpi hann karlmenn.“ Saïd Kouachi fór síðan aftur fram en bróðir hans, Chérif, hafði skotði Elsu Cayat, annan blaðamann á Charlie Hebdo. Saïd öskraði svo þrisvar sinnum: „Við drepum ekki konur.“ Síðan yfirgáfu bræðurnir skrifstofur blaðsins. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Skopmyndir af Múhameð spámanni í næsta tölublaði Charlie Hebdo Charlie Hebdo kemur út næsta miðvikudag í að minnsta kosti milljón eintökum. 12. janúar 2015 14:46 Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36 Árásarmennirnir á flótta Mikil leit var gerð á svæði norðaustur af París að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um árásina á ritstjórn Charlie Hebdo í París. Eftirlifandi starfsfólk blaðsins stefnir á að gefa út nýtt hefti strax í næstu viku. 9. janúar 2015 07:00 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38 Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35 Segja útgáfuna kraftaverk Ritstjórn Charlie Hebdo heldur ótrauð áfram og sendir frá sér nýtt hefti í þremur milljónum eintaka með nýjum Múhameðsteikningum og sáttarorðum á forsíðunni. Frönsk stjórnvöld herða varnir sínar og segjast í stríði við hryðjuverkamenn. Í Þýskalandi fjölme 14. janúar 2015 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Sigolène Vinson er blaðamaður á franska skopmyndablaðinu Charlie Hebdo. Hún var í vinnunni þegar Kouachi-bræðurnir réðust inn á ritsjórnarskrifstofurnar og skutu 11 starfsmenn blaðsins til bana. Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde lýsir Vinson því hvernig hún og aðrir starfsmenn blaðsins földu sig fyrir bræðrunum inni á skrifstofu meðan á árásinni stóð. Þar inni heyrðu þau þegar samstarfsmenn þeirra voru drepnir. „Þetta var engin sprengja, þeir skutu hægt, einu skoti í einu. Það öskraði enginn. Ég býst að allir hafa bara verið svo hissa,“ sagði Vinson. Hún heyrði síðan fótatak og fleiri skot. Annar árásarmannanna, Saïd Kouachi, leit inn á skrifstofuna og miðaði á Vinson. „Ég leit á hann. [...] Hann sagði við mig: „Ekki vera hrædd, vertu róleg. Ég ætla ekki að drepa þig. Þú ert kona, við drepum ekki konur. En hugsaðu um það sem þú gerir, það sem þú gerir er slæmt. Ég hlífi þér og af því að ég hlífi þér, þá skaltu lesa Kóraninn.““ Vinson sagði að henni hefði þótt það nokkuð grimmdarlegt af Kouachi að segja henni að vera róleg. „Hann var nýbúinn að drepa alla og hann var að miða á mig með byssu. [...] Ég kinkaði samt kolli, til að halda einhvers konar sambandi við hann. Ég vildi ekki missa augnsambandið við hann því Jean-Luc (umbrotsmaður) faldi sig undir borði... Ég skildi það sem svo að ef þessi maður dræpi ekki konur, þá dræpi hann karlmenn.“ Saïd Kouachi fór síðan aftur fram en bróðir hans, Chérif, hafði skotði Elsu Cayat, annan blaðamann á Charlie Hebdo. Saïd öskraði svo þrisvar sinnum: „Við drepum ekki konur.“ Síðan yfirgáfu bræðurnir skrifstofur blaðsins.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Skopmyndir af Múhameð spámanni í næsta tölublaði Charlie Hebdo Charlie Hebdo kemur út næsta miðvikudag í að minnsta kosti milljón eintökum. 12. janúar 2015 14:46 Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36 Árásarmennirnir á flótta Mikil leit var gerð á svæði norðaustur af París að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um árásina á ritstjórn Charlie Hebdo í París. Eftirlifandi starfsfólk blaðsins stefnir á að gefa út nýtt hefti strax í næstu viku. 9. janúar 2015 07:00 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38 Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35 Segja útgáfuna kraftaverk Ritstjórn Charlie Hebdo heldur ótrauð áfram og sendir frá sér nýtt hefti í þremur milljónum eintaka með nýjum Múhameðsteikningum og sáttarorðum á forsíðunni. Frönsk stjórnvöld herða varnir sínar og segjast í stríði við hryðjuverkamenn. Í Þýskalandi fjölme 14. janúar 2015 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Skopmyndir af Múhameð spámanni í næsta tölublaði Charlie Hebdo Charlie Hebdo kemur út næsta miðvikudag í að minnsta kosti milljón eintökum. 12. janúar 2015 14:46
Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54
Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36
Árásarmennirnir á flótta Mikil leit var gerð á svæði norðaustur af París að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um árásina á ritstjórn Charlie Hebdo í París. Eftirlifandi starfsfólk blaðsins stefnir á að gefa út nýtt hefti strax í næstu viku. 9. janúar 2015 07:00
Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31
Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38
Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35
Segja útgáfuna kraftaverk Ritstjórn Charlie Hebdo heldur ótrauð áfram og sendir frá sér nýtt hefti í þremur milljónum eintaka með nýjum Múhameðsteikningum og sáttarorðum á forsíðunni. Frönsk stjórnvöld herða varnir sínar og segjast í stríði við hryðjuverkamenn. Í Þýskalandi fjölme 14. janúar 2015 07:00