Körfuknattleikssamband Íslands segir frá því að heimasíðu sinni í kvöld að sambandið sé byrjað að selja miða á leiki íslenska liðsins sem fara fram í Berlín í september.
KKÍ hefur tekið frá miða fyrir íslenska áhorfendur á besta stað og með því móti sitja allir saman sem kaupa miða í gegnum KKÍ í O2-Arena þar sem leikirnir fara fram. Sætin og miðarnir eru öllum tilfellum í „Category 1“.
Icelandair, FA-travel, Gaman Ferðir og ÍT-ferðir bjóða uppá „pakkaferðir“ og er misjafnt hvort miðar eru innifaldir í pökkum þeirra eða ekki en ef miðar eru í pökkum þeirra þá eru það miðar á sama svæði og þeir miðar sem eru keyptir hjá KKÍ.
Það er takmarkað magn af miðum í boði sem KKÍ fékk og því þarf að hafa hraðar hendur við að panta miðana. Almenn miðasala hjá mótshöldurum í Berlín hefst eftir helgi og gera þeir ráð fyrir að miðarnir fari mjög hratt.
Miðaverð er 53.000 kr. fyrir alla leiki í riðlinum (15 leikir) og 36.000 kr. á „bara“ leiki ÍSLANDS. Miðarnir á vegum KKÍ eru í besta sætaflokki sem í boði eru.
Það er hægt að senda pöntun á kki@kki.is og þá þarf að taka fram nafn, símanúmer og netfang. Hægt er að leggja inn á reikning KKÍ 0121-26-1369 og kennitala: 710169-1369 eða koma við á skrifstofu KKÍ á miðvikudaginn næsta þann 21. janúar milli kl. 09:00-17:00 og greiða með reiðufé eða greiðslukorti.

