

Úlfar í trúargæru
Sonur minn gengur í grunnskóla í vestur London þar sem daglega koma saman börn af öllum þjóðfélagsbrotum. Þar eru börn úr efnuðum breskum fjölskyldum. Börn úr fátækum breskum fjölskyldum. Börn innflytjenda. Börn frá flestum heimsálfum og fjölbreyttum menningarheimum. Börn af ólíkum trúarbrögðum. Öllum hópum kemur vel saman. Raunar þannig að erfitt er að tala um ólíka hópa. Við erum auðvitað bara einn hópur. Við erum nefnilega öll bara fólk. Umburðarlyndið gagnvart því sem aðgreinir okkur algert.
Þegar múslimar fögnuðu trúarhátíðinni Eid í októbermánuði sem leið voru hátíðarhöld í skólanum. Við fjölskyldan létum okkur ekki vanta og glöddumst með vinum okkar. Þegar kristnir fögnuðu jólahátíðinni voru aftur hátíðarhöld í skólanum. Þangað mættu vinir okkar og samglöddust með sambærilegum hætti. Það kemur kannski einhverjum þröngsýnum, fáfróðum, niðursoðnum fýlupokum í opna skjöldu - en ólíkir trúarhópar geta lifað í sátt og samlyndi. Við sameinumst á þeim grundvelli að vera öll fólk og trúarbrögð okkar eiga það flest sammerkt að boða kærleika og frið.
Í gegnum söguna hafa glæpir oftsinnis verið framdir í nafni trúar. Þar er kristni engin undantekning. Víða um heim er samkynhneigðum enn mismunað í nafni kristinnar trúar og til eru hópar sem trúa að morð á samkynhneigðum séu vilji guðs. Hér á landi hafa fjölmargir glæpir verið framdir innan kristinna trúfélaga og konur verið kynferðislega misnotaðar í nafni guðs. Það virðist þó öllum ljóst að þessir verknaðir endurspegla ekki innræti né persónugerð kristinna manna. Rétt eins og ástríðuglæpir endurpegla ekki ástina né allt það fólk sem elskar og er elskað.
Hryðjuverkaárásin á ristjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og aðrar árásir sem fylgdu í kjölfarið voru reiðarslag fyrir samfélag friðsælla manna. Hræðileg, ófyrirgefanleg, ógeðfelld voðaverk. Atburðirnir voru þó ekki eingöngu glæpur gegn öllum þeim sem féllu, aðstandendum þeirra og tjáningarfrelsinu. Atburðirnir voru ekki síður glæpur gegn öllum þeim friðelskandi múslimum sem lifa á þessari jörð. Glæpur framinn í nafni trúar sem á ekkert sammerkt með árásunum. Glæpur sem alið hefur á fordómum gegn saklausu fólki. Glæpur gegn nágrönnum mínum – vinum mínum - sem vegna atburðanna óttuðust að aðrir óttuðust þau.
Frá örófi alda hefur verið til vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Fólk sem fremur ódæðisverk af hinni og þessari ástæðunni. Undir hinu og þessu yfirskininu. Í heiminum öllum búa milljónir múslima sem trúa á kærleika og frið. Þegar agnarsmár hópur þeirra fremur hryðjuverk undir huliðskikkju trúarinnar segir það ekkert um hópinn sem heild. Hryðjuverkin í París endurspegla ekki múslima. Þau segja ekkert um múslima. Þau endurspegla vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Úlfa í trúargæru.
Tengdar fréttir

Af hræsni og mittismálum
Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni?
Skoðun

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar