Framundan árið 2015: Breskar þingkosningar, könnunarfar til Plútó og Marty McFly Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2015 14:45 Þingkosningar fara meðal annars fram í Bretlandi og Danmörku á árinu. Vísir/AFP Þingkosningar fara fram í Bretlandi og Danmörku, könnunarfar NASA nær til dvergplánetunnar Plútó, sameiginlegar landamærasveitir herja Bandaríkjanna og Suður-Kóreu leggjast af og Elísabet II verður þaulsetnasti þjóðhöfðingi í sögu Bretlands. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2015 sem er nú gengið í garð.Þingkosningar í BretlandiÞingkosningar fara fram í Bretlandi þann 7. maí næstkomandi eða fyrr taki þingið ákvörðun um fyrri dagsetningu. Í nýlegri skoðanakönnun Observer mælist fylgi Íhaldsflokksins 32 prósent og Frjálslynda flokksins 8 prósent, en saman mynduðu flokkarnir ríkisstjórn eftir kosningarnar 2010. Verkamannaflokkurinn mælist með 33 prósent fylgi og UKIP 17 prósent. Helstu tíðindin virðast því vera mikið tap Frjálslyndra sem fengu 23 prósent í síðustu kosningum og aukinn stuðningur við UKIP sem fékk 3 prósent fylgi í síðustu kosningum.Helle Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur.Vísir/AFPÞingkosningar í Danmörku og FinnlandiÞingkosningar eru fyrirhugaðar í Danmörku þann 14. september næstkomandi. Skoðanakannanir benda til að Jafnaðarmannaflokkurinn sem leiðir ríkisstjórn muni missa þingsæti og Þjóðarflokkurinn bæta við sig. Í Finnlandi verða þingkosningar að óbreyttu haldnar þann 19. apríl næstkomandi. Skoðanakannanir benda til að Miðflokkurinn, sem nú er í stjórnarandstöðu, muni vinna mikinn sigur í kosningunum. Fylgi Sannra Finna mælist nú minna en í kosningunum 2011.Expo 2015Heimsýningin í ítölsku borginni Milanó verður opnuð þann 1. maí og mun standa fram í lok október. Búist er við fleiri milljónum gesta en þetta er í fyrsta sinn sem sýningin fer fram í borginni síðan 1906. Þema sýningarinnar verður aðgengi að mat og drykk í heiminum, auk þess að áhersla er lögð á næringar- og heilsumál. Rúmlega hundrað ríki heims taka þátt í sýningunni, þó ekki Ísland.Elísabet II Bretadrottning.Vísir/AFPBandaríkin og Suður-Kóreumenn leysa upp sameiginlegar landamærasveitirSameiginlegar landamærasveitir Bandaríkjahers og hers Suður-Kóreu verða leystar upp, en þær hafa verið starfandi á landamærum Suður-Kóreu og Norður-Kóreu allt frá „lokum“ Kóreustríðisins fyrir fimmtíu árum síðan. Suður-Kóreumenn munu því alfarið taka yfir landamæragæslu á árinu.Elísabet II mun hafa setið lengst allra breskra þjóðhöfðingjaÞann 10. september 2015 mun Elísabet II Bretadrottning hafa setið lengst allra í stóli þjóðhöfðingja Bretlands. Viktoría Bretadrottning, langalangamma Elísabetar, á nú metið. Elísabet tók við krúnunni þann 6. febrúar 1952 og mun þann 15. september hafa setið á valdastóli í 63 ár og 217 daga. Drottningin er nú 89 ára og hefur nokkuð dregið úr opinberum heimsóknum síðustu ár. Elsti sonur hennar, Karl Bretaprins, mun síðar taka við krúnunni af móður sinni og verður þá Karl III.Þingkosningar víða um heimÞingkosningar eru fyrirhugaðar meðal annars í Grikklandi (25. janúar), Egyptalandi (febrúar til mars), Eistlandi (1. mars), Ísrael (17. mars), Tyrklandi (fyrir 7. júní), Mexíkó (júlí), Póllandi (október), Portúgal (fyrir 11. október), Sviss (18. október), Kanada (19. október), Argentínu (25. október) og Spáni (fyrir 20. desember).New Horizons kemur til PlútóNew Horizons, könnunarfar NASA, var skotið á loft árið 2006 og hefur nú ferðast rúmlega 4 milljarða kílómetra. Farið mun senda fyrstu myndirnar frá dvergplánetunni Plútó og fimm tunglum þess úr návígi í júlí næstkomandi. New Horizons mun svo halda ferð sinni áfram í gegnum Kuiper-beltið.Dawn, könnunarfar NASA.Vísir/AFPKönnunarfarið Dawn rannsakar dvergreikistjörnuna CeresKönnunarfar NASA, Dawn, mun koma að dvergreikistjörnunni Ceres þann 6. mars. Dawn var skotið á loft 27. september 2007 og dvaldi við smástirnið Vestu milli 2011 og 2012, en hélt síðan för sinni áfram til Ceres.Frestur Þúsaldarmarkmiðanna rennur útLeiðtogar heims sameinuðust um svokallaða Þúsaldaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 2000. Í yfirlýsingunni var ákveðið að stuðla að bættum hag fólks um allan heim á sviði þróunar, fátæktar, öryggis, friðar, umhverfisverndar, mannréttinda og lýðræðis. Markmiðin voru alls átta talsins, með mælanlegum og tímasettum undirmarkmiðum sem eiga að nást fyrir árið 2015.Kosningabarátta innan bandarísku flokkanna Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum þann 8. nóvember 2016 þar sem arftaki Barack Obama í stóli forseta verður kjörinn. Á árinu 2015 má því búast við harðri baráttu innan Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins um hver skuli vera þeirra frambjóðandi í forsetakosningunum.Mætir Marty McFly þann 21. október?Doktorinn Emmett Brown, Marty McFly og Jennifer Parker ferðast í tíma til dagsins 21. október 2015 í kvikmyndinni Aftur til framtíðarII. Dagurinn er sá síðasti sem McFly ferðast til í kvikmyndaþríleiknum. Þó ber mönnum að taka því með ákveðnum fyrirvara og ekki binda of miklar vonir við að þríeykið birtist skyndilega um miðjan október. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Þingkosningar fara fram í Bretlandi og Danmörku, könnunarfar NASA nær til dvergplánetunnar Plútó, sameiginlegar landamærasveitir herja Bandaríkjanna og Suður-Kóreu leggjast af og Elísabet II verður þaulsetnasti þjóðhöfðingi í sögu Bretlands. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2015 sem er nú gengið í garð.Þingkosningar í BretlandiÞingkosningar fara fram í Bretlandi þann 7. maí næstkomandi eða fyrr taki þingið ákvörðun um fyrri dagsetningu. Í nýlegri skoðanakönnun Observer mælist fylgi Íhaldsflokksins 32 prósent og Frjálslynda flokksins 8 prósent, en saman mynduðu flokkarnir ríkisstjórn eftir kosningarnar 2010. Verkamannaflokkurinn mælist með 33 prósent fylgi og UKIP 17 prósent. Helstu tíðindin virðast því vera mikið tap Frjálslyndra sem fengu 23 prósent í síðustu kosningum og aukinn stuðningur við UKIP sem fékk 3 prósent fylgi í síðustu kosningum.Helle Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur.Vísir/AFPÞingkosningar í Danmörku og FinnlandiÞingkosningar eru fyrirhugaðar í Danmörku þann 14. september næstkomandi. Skoðanakannanir benda til að Jafnaðarmannaflokkurinn sem leiðir ríkisstjórn muni missa þingsæti og Þjóðarflokkurinn bæta við sig. Í Finnlandi verða þingkosningar að óbreyttu haldnar þann 19. apríl næstkomandi. Skoðanakannanir benda til að Miðflokkurinn, sem nú er í stjórnarandstöðu, muni vinna mikinn sigur í kosningunum. Fylgi Sannra Finna mælist nú minna en í kosningunum 2011.Expo 2015Heimsýningin í ítölsku borginni Milanó verður opnuð þann 1. maí og mun standa fram í lok október. Búist er við fleiri milljónum gesta en þetta er í fyrsta sinn sem sýningin fer fram í borginni síðan 1906. Þema sýningarinnar verður aðgengi að mat og drykk í heiminum, auk þess að áhersla er lögð á næringar- og heilsumál. Rúmlega hundrað ríki heims taka þátt í sýningunni, þó ekki Ísland.Elísabet II Bretadrottning.Vísir/AFPBandaríkin og Suður-Kóreumenn leysa upp sameiginlegar landamærasveitirSameiginlegar landamærasveitir Bandaríkjahers og hers Suður-Kóreu verða leystar upp, en þær hafa verið starfandi á landamærum Suður-Kóreu og Norður-Kóreu allt frá „lokum“ Kóreustríðisins fyrir fimmtíu árum síðan. Suður-Kóreumenn munu því alfarið taka yfir landamæragæslu á árinu.Elísabet II mun hafa setið lengst allra breskra þjóðhöfðingjaÞann 10. september 2015 mun Elísabet II Bretadrottning hafa setið lengst allra í stóli þjóðhöfðingja Bretlands. Viktoría Bretadrottning, langalangamma Elísabetar, á nú metið. Elísabet tók við krúnunni þann 6. febrúar 1952 og mun þann 15. september hafa setið á valdastóli í 63 ár og 217 daga. Drottningin er nú 89 ára og hefur nokkuð dregið úr opinberum heimsóknum síðustu ár. Elsti sonur hennar, Karl Bretaprins, mun síðar taka við krúnunni af móður sinni og verður þá Karl III.Þingkosningar víða um heimÞingkosningar eru fyrirhugaðar meðal annars í Grikklandi (25. janúar), Egyptalandi (febrúar til mars), Eistlandi (1. mars), Ísrael (17. mars), Tyrklandi (fyrir 7. júní), Mexíkó (júlí), Póllandi (október), Portúgal (fyrir 11. október), Sviss (18. október), Kanada (19. október), Argentínu (25. október) og Spáni (fyrir 20. desember).New Horizons kemur til PlútóNew Horizons, könnunarfar NASA, var skotið á loft árið 2006 og hefur nú ferðast rúmlega 4 milljarða kílómetra. Farið mun senda fyrstu myndirnar frá dvergplánetunni Plútó og fimm tunglum þess úr návígi í júlí næstkomandi. New Horizons mun svo halda ferð sinni áfram í gegnum Kuiper-beltið.Dawn, könnunarfar NASA.Vísir/AFPKönnunarfarið Dawn rannsakar dvergreikistjörnuna CeresKönnunarfar NASA, Dawn, mun koma að dvergreikistjörnunni Ceres þann 6. mars. Dawn var skotið á loft 27. september 2007 og dvaldi við smástirnið Vestu milli 2011 og 2012, en hélt síðan för sinni áfram til Ceres.Frestur Þúsaldarmarkmiðanna rennur útLeiðtogar heims sameinuðust um svokallaða Þúsaldaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 2000. Í yfirlýsingunni var ákveðið að stuðla að bættum hag fólks um allan heim á sviði þróunar, fátæktar, öryggis, friðar, umhverfisverndar, mannréttinda og lýðræðis. Markmiðin voru alls átta talsins, með mælanlegum og tímasettum undirmarkmiðum sem eiga að nást fyrir árið 2015.Kosningabarátta innan bandarísku flokkanna Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum þann 8. nóvember 2016 þar sem arftaki Barack Obama í stóli forseta verður kjörinn. Á árinu 2015 má því búast við harðri baráttu innan Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins um hver skuli vera þeirra frambjóðandi í forsetakosningunum.Mætir Marty McFly þann 21. október?Doktorinn Emmett Brown, Marty McFly og Jennifer Parker ferðast í tíma til dagsins 21. október 2015 í kvikmyndinni Aftur til framtíðarII. Dagurinn er sá síðasti sem McFly ferðast til í kvikmyndaþríleiknum. Þó ber mönnum að taka því með ákveðnum fyrirvara og ekki binda of miklar vonir við að þríeykið birtist skyndilega um miðjan október.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira