Skæruliðasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið hafa myrt um 2.000 manns í Sýrlandi undanfarið hálft ár. Þetta kemur fram í tölum frá Sýrlensku mannréttindavaktinni.
Af þeim sem hafa fallið í valinn eru ríflega hundrað fyrrverandi liðsmenn samtakanna sem vildu yfirgefa þau. Meirihluti hinna voru almennir borgarar en hluti voru sýrlenskir hermenn.
Íslamska ríkið hefur náð nokkrum ítökum í Sýrlandi og Írak. Staðfestar tölur um mannfall á árinu í Írak liggja ekki fyrir.
Liðhlaupar og almennir borgarar myrtir
Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent



Órói mældist við Torfajökul
Innlent


Dæla tölvupóstum á ráðherra
Innlent
