Fimm konur í fyrsta sinn 23. desember 2014 07:00 Vísir Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 59. sinn í upphafi næsta árs en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Listinn er sögulegur að þessu sinni. Konunum á listanum fjölgar nefnilega um þrjár frá því í fyrra þegar þær voru aðeins tvær. Þetta er því metár fyrir konur á listanum sem hafa sex sinnum verið fjórar inni á topp tíu en eru nú í fyrsta sinn í sögunni jafnmargar og karlarnir.Sjá einnig: Þrjár hinna fjögurra fræknu vilja að konurnar berjist við karlana um titilinn Íþróttamaður ársins Sara Björk Gunnarsdóttir er eina konan sem er á listanum annað árið í röð en fimm af tíu íþróttamönnum á topp tíu í ár voru á topp tíu listanum í fyrra. Það eru auk Söru þeir Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Arnór Stefánsson. Tvær sundkonur eru á listanum að þessu sinni, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir, en það hefur ekki gerst í 45 ár eða síðan á listanum fyrir árið 1969. Eygló Ósk Gústafsdóttir er annar tveggja nýliða á topp tíu listanum en hinn er frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir. Sif Pálsdóttir er fyrsta fimleikakonan sem kemst inn á topp tíu listann fyrir bæði áhaldafimleika (2006) og hópfimleika (2014). Hún er jafnframt elsta fimleikakonan sem kemst í hóp tíu bestu íþróttamanna ársins en Sif er 27 ára. Hafdís Sigurðardóttir er fyrsti spretthlauparinn í fjórtán ár til að komast inn á topp tíu listann eða síðan Guðrún Arnardóttir var meðal tíu efstu árið 2000. Guðrún sérhæfði sig í 400 metra grindahlaupi og það þarf því að fara 30 ár aftur í tímann til að finna 100 og 200 metra hlaupara á listanum en Oddur Sigurðsson var meðal tíu efstu árið 1984. Jón Arnór Stefánsson er bæði elsti körfuboltamaðurinn sem hefur komist inn á topp tíu listann og fyrsti körfuboltamaðurinn sem nær því að vera meðal tíu efstu í níunda skiptið. Jón Arnór bætir nú met Þorsteins Hallgrímssonar sem var átta sinnum á topp tíu á sínum tíma. Guðjón Valur Sigurðsson er nú í hópi tíu bestu í sjöunda sinn á ferlinum en hann er einn af þremur sem hafa hlotið sæmdarheitið íþróttamaður ársins. Hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, ríkjandi íþróttamaður ársins, og svo handboltamaðurinn Aron Pálmarsson sem var kosinn árið á undan. Aron er á topp tíu listanum fimmta árið í röð og sá eini sem hefur verið á listanum á öllum árum þessa áratugar. Jón Margeir Sverrisson er á topp tíu listanum í annað skiptið á þremur árum en aðeins tveir aðrir fatlaðir íþróttakarlar hafa komist tvisvar inn á topp tíu en það eru þeir Haukur Gunnarsson (1987 og 1988) og Ólafur Eiríksson (1990 og 1992).Tilnefningar í flokki liðs ársins.VísirAuk þess að kjósa íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta í þriðja sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og karlalið Stjörnunnar í knattspyrnu. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Alfreð Gíslason, Heimir Hallgrímsson og Rúnar Páll Sigmundsson. Kjörinu á íþróttamanni ársins 2014 verður lýst í hófi í Gullhömrum í Grafarholti laugardaginn 3. janúar 2015 en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningar í flokki þjálfara ársins.VísirÍþróttamaður ársinsEfstu tíu sæti í stafrófsröð Aron Pálmarsson (handbolti) Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar íþróttir) Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra) Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) Sif Pálsdóttir (fimleikar) Lið ársinsEfstu þrjú sæti í stafrófsröð Knattspyrnulandslið karla Körfuknattleikslandslið karla Meistaraflokkur karla Stjörnunnar í knattspyrnu Þjálfari ársins Efstu þrjú sæti í stafrófsröð Alfreð Gíslason Heimir Hallgrímsson Rúnar Páll Sigmundsson Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 59. sinn í upphafi næsta árs en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Listinn er sögulegur að þessu sinni. Konunum á listanum fjölgar nefnilega um þrjár frá því í fyrra þegar þær voru aðeins tvær. Þetta er því metár fyrir konur á listanum sem hafa sex sinnum verið fjórar inni á topp tíu en eru nú í fyrsta sinn í sögunni jafnmargar og karlarnir.Sjá einnig: Þrjár hinna fjögurra fræknu vilja að konurnar berjist við karlana um titilinn Íþróttamaður ársins Sara Björk Gunnarsdóttir er eina konan sem er á listanum annað árið í röð en fimm af tíu íþróttamönnum á topp tíu í ár voru á topp tíu listanum í fyrra. Það eru auk Söru þeir Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Arnór Stefánsson. Tvær sundkonur eru á listanum að þessu sinni, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir, en það hefur ekki gerst í 45 ár eða síðan á listanum fyrir árið 1969. Eygló Ósk Gústafsdóttir er annar tveggja nýliða á topp tíu listanum en hinn er frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir. Sif Pálsdóttir er fyrsta fimleikakonan sem kemst inn á topp tíu listann fyrir bæði áhaldafimleika (2006) og hópfimleika (2014). Hún er jafnframt elsta fimleikakonan sem kemst í hóp tíu bestu íþróttamanna ársins en Sif er 27 ára. Hafdís Sigurðardóttir er fyrsti spretthlauparinn í fjórtán ár til að komast inn á topp tíu listann eða síðan Guðrún Arnardóttir var meðal tíu efstu árið 2000. Guðrún sérhæfði sig í 400 metra grindahlaupi og það þarf því að fara 30 ár aftur í tímann til að finna 100 og 200 metra hlaupara á listanum en Oddur Sigurðsson var meðal tíu efstu árið 1984. Jón Arnór Stefánsson er bæði elsti körfuboltamaðurinn sem hefur komist inn á topp tíu listann og fyrsti körfuboltamaðurinn sem nær því að vera meðal tíu efstu í níunda skiptið. Jón Arnór bætir nú met Þorsteins Hallgrímssonar sem var átta sinnum á topp tíu á sínum tíma. Guðjón Valur Sigurðsson er nú í hópi tíu bestu í sjöunda sinn á ferlinum en hann er einn af þremur sem hafa hlotið sæmdarheitið íþróttamaður ársins. Hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, ríkjandi íþróttamaður ársins, og svo handboltamaðurinn Aron Pálmarsson sem var kosinn árið á undan. Aron er á topp tíu listanum fimmta árið í röð og sá eini sem hefur verið á listanum á öllum árum þessa áratugar. Jón Margeir Sverrisson er á topp tíu listanum í annað skiptið á þremur árum en aðeins tveir aðrir fatlaðir íþróttakarlar hafa komist tvisvar inn á topp tíu en það eru þeir Haukur Gunnarsson (1987 og 1988) og Ólafur Eiríksson (1990 og 1992).Tilnefningar í flokki liðs ársins.VísirAuk þess að kjósa íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta í þriðja sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og karlalið Stjörnunnar í knattspyrnu. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Alfreð Gíslason, Heimir Hallgrímsson og Rúnar Páll Sigmundsson. Kjörinu á íþróttamanni ársins 2014 verður lýst í hófi í Gullhömrum í Grafarholti laugardaginn 3. janúar 2015 en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningar í flokki þjálfara ársins.VísirÍþróttamaður ársinsEfstu tíu sæti í stafrófsröð Aron Pálmarsson (handbolti) Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar íþróttir) Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra) Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) Sif Pálsdóttir (fimleikar) Lið ársinsEfstu þrjú sæti í stafrófsröð Knattspyrnulandslið karla Körfuknattleikslandslið karla Meistaraflokkur karla Stjörnunnar í knattspyrnu Þjálfari ársins Efstu þrjú sæti í stafrófsröð Alfreð Gíslason Heimir Hallgrímsson Rúnar Páll Sigmundsson
Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira