Fimm konur í fyrsta sinn 23. desember 2014 07:00 Vísir Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 59. sinn í upphafi næsta árs en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Listinn er sögulegur að þessu sinni. Konunum á listanum fjölgar nefnilega um þrjár frá því í fyrra þegar þær voru aðeins tvær. Þetta er því metár fyrir konur á listanum sem hafa sex sinnum verið fjórar inni á topp tíu en eru nú í fyrsta sinn í sögunni jafnmargar og karlarnir.Sjá einnig: Þrjár hinna fjögurra fræknu vilja að konurnar berjist við karlana um titilinn Íþróttamaður ársins Sara Björk Gunnarsdóttir er eina konan sem er á listanum annað árið í röð en fimm af tíu íþróttamönnum á topp tíu í ár voru á topp tíu listanum í fyrra. Það eru auk Söru þeir Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Arnór Stefánsson. Tvær sundkonur eru á listanum að þessu sinni, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir, en það hefur ekki gerst í 45 ár eða síðan á listanum fyrir árið 1969. Eygló Ósk Gústafsdóttir er annar tveggja nýliða á topp tíu listanum en hinn er frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir. Sif Pálsdóttir er fyrsta fimleikakonan sem kemst inn á topp tíu listann fyrir bæði áhaldafimleika (2006) og hópfimleika (2014). Hún er jafnframt elsta fimleikakonan sem kemst í hóp tíu bestu íþróttamanna ársins en Sif er 27 ára. Hafdís Sigurðardóttir er fyrsti spretthlauparinn í fjórtán ár til að komast inn á topp tíu listann eða síðan Guðrún Arnardóttir var meðal tíu efstu árið 2000. Guðrún sérhæfði sig í 400 metra grindahlaupi og það þarf því að fara 30 ár aftur í tímann til að finna 100 og 200 metra hlaupara á listanum en Oddur Sigurðsson var meðal tíu efstu árið 1984. Jón Arnór Stefánsson er bæði elsti körfuboltamaðurinn sem hefur komist inn á topp tíu listann og fyrsti körfuboltamaðurinn sem nær því að vera meðal tíu efstu í níunda skiptið. Jón Arnór bætir nú met Þorsteins Hallgrímssonar sem var átta sinnum á topp tíu á sínum tíma. Guðjón Valur Sigurðsson er nú í hópi tíu bestu í sjöunda sinn á ferlinum en hann er einn af þremur sem hafa hlotið sæmdarheitið íþróttamaður ársins. Hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, ríkjandi íþróttamaður ársins, og svo handboltamaðurinn Aron Pálmarsson sem var kosinn árið á undan. Aron er á topp tíu listanum fimmta árið í röð og sá eini sem hefur verið á listanum á öllum árum þessa áratugar. Jón Margeir Sverrisson er á topp tíu listanum í annað skiptið á þremur árum en aðeins tveir aðrir fatlaðir íþróttakarlar hafa komist tvisvar inn á topp tíu en það eru þeir Haukur Gunnarsson (1987 og 1988) og Ólafur Eiríksson (1990 og 1992).Tilnefningar í flokki liðs ársins.VísirAuk þess að kjósa íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta í þriðja sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og karlalið Stjörnunnar í knattspyrnu. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Alfreð Gíslason, Heimir Hallgrímsson og Rúnar Páll Sigmundsson. Kjörinu á íþróttamanni ársins 2014 verður lýst í hófi í Gullhömrum í Grafarholti laugardaginn 3. janúar 2015 en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningar í flokki þjálfara ársins.VísirÍþróttamaður ársinsEfstu tíu sæti í stafrófsröð Aron Pálmarsson (handbolti) Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar íþróttir) Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra) Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) Sif Pálsdóttir (fimleikar) Lið ársinsEfstu þrjú sæti í stafrófsröð Knattspyrnulandslið karla Körfuknattleikslandslið karla Meistaraflokkur karla Stjörnunnar í knattspyrnu Þjálfari ársins Efstu þrjú sæti í stafrófsröð Alfreð Gíslason Heimir Hallgrímsson Rúnar Páll Sigmundsson Íþróttir Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 59. sinn í upphafi næsta árs en 24 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Listinn er sögulegur að þessu sinni. Konunum á listanum fjölgar nefnilega um þrjár frá því í fyrra þegar þær voru aðeins tvær. Þetta er því metár fyrir konur á listanum sem hafa sex sinnum verið fjórar inni á topp tíu en eru nú í fyrsta sinn í sögunni jafnmargar og karlarnir.Sjá einnig: Þrjár hinna fjögurra fræknu vilja að konurnar berjist við karlana um titilinn Íþróttamaður ársins Sara Björk Gunnarsdóttir er eina konan sem er á listanum annað árið í röð en fimm af tíu íþróttamönnum á topp tíu í ár voru á topp tíu listanum í fyrra. Það eru auk Söru þeir Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Arnór Stefánsson. Tvær sundkonur eru á listanum að þessu sinni, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir, en það hefur ekki gerst í 45 ár eða síðan á listanum fyrir árið 1969. Eygló Ósk Gústafsdóttir er annar tveggja nýliða á topp tíu listanum en hinn er frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir. Sif Pálsdóttir er fyrsta fimleikakonan sem kemst inn á topp tíu listann fyrir bæði áhaldafimleika (2006) og hópfimleika (2014). Hún er jafnframt elsta fimleikakonan sem kemst í hóp tíu bestu íþróttamanna ársins en Sif er 27 ára. Hafdís Sigurðardóttir er fyrsti spretthlauparinn í fjórtán ár til að komast inn á topp tíu listann eða síðan Guðrún Arnardóttir var meðal tíu efstu árið 2000. Guðrún sérhæfði sig í 400 metra grindahlaupi og það þarf því að fara 30 ár aftur í tímann til að finna 100 og 200 metra hlaupara á listanum en Oddur Sigurðsson var meðal tíu efstu árið 1984. Jón Arnór Stefánsson er bæði elsti körfuboltamaðurinn sem hefur komist inn á topp tíu listann og fyrsti körfuboltamaðurinn sem nær því að vera meðal tíu efstu í níunda skiptið. Jón Arnór bætir nú met Þorsteins Hallgrímssonar sem var átta sinnum á topp tíu á sínum tíma. Guðjón Valur Sigurðsson er nú í hópi tíu bestu í sjöunda sinn á ferlinum en hann er einn af þremur sem hafa hlotið sæmdarheitið íþróttamaður ársins. Hinir eru knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, ríkjandi íþróttamaður ársins, og svo handboltamaðurinn Aron Pálmarsson sem var kosinn árið á undan. Aron er á topp tíu listanum fimmta árið í röð og sá eini sem hefur verið á listanum á öllum árum þessa áratugar. Jón Margeir Sverrisson er á topp tíu listanum í annað skiptið á þremur árum en aðeins tveir aðrir fatlaðir íþróttakarlar hafa komist tvisvar inn á topp tíu en það eru þeir Haukur Gunnarsson (1987 og 1988) og Ólafur Eiríksson (1990 og 1992).Tilnefningar í flokki liðs ársins.VísirAuk þess að kjósa íþróttamann ársins kusu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna einnig lið ársins og þjálfara ársins en þetta í þriðja sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Liðin þrjú sem eru tilnefnd eru knattspyrnulandslið karla, körfuknattleikslandslið karla og karlalið Stjörnunnar í knattspyrnu. Þjálfarnir þrír sem keppa um titilinn í ár eru Alfreð Gíslason, Heimir Hallgrímsson og Rúnar Páll Sigmundsson. Kjörinu á íþróttamanni ársins 2014 verður lýst í hófi í Gullhömrum í Grafarholti laugardaginn 3. janúar 2015 en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV.Tilnefningar í flokki þjálfara ársins.VísirÍþróttamaður ársinsEfstu tíu sæti í stafrófsröð Aron Pálmarsson (handbolti) Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar íþróttir) Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra) Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) Sif Pálsdóttir (fimleikar) Lið ársinsEfstu þrjú sæti í stafrófsröð Knattspyrnulandslið karla Körfuknattleikslandslið karla Meistaraflokkur karla Stjörnunnar í knattspyrnu Þjálfari ársins Efstu þrjú sæti í stafrófsröð Alfreð Gíslason Heimir Hallgrímsson Rúnar Páll Sigmundsson
Íþróttir Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn