HK-hjartað slær enn Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. desember 2014 08:00 Lárus Helgi Ólafsson situr svekktur eftir einn af fjórtán tapleikjum HK í Olís-deildinni í vetur. Vísir/Andri Marinó „Það vill enginn vera í neðsta sæti – við ætluðum okkur auðvitað meira,“ segir Arnþór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar HK, í samtali við Fréttablaðið, en HK-ingar fara inn í vetrarfríið í botnsæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti þegar ellefu leikir eru eftir. HK-ingar eru ekki óvanir því að vera í botnsæti Olís-deildarinnar, en þar hefur liðið verið allt árið, jafnt á síðasta tímabili sem og nú. Árangur þess er með eindæmum lélegur, en það er aðeins búið að vinna tvo deildarleiki af 24 á árinu og innbyrða sjö stig af 48. „Markmiðið er og var að enda á meðal átta efstu liðanna og komast í úrslitakeppnina. Það er enn þá nóg eftir af deildinni,“ segir Arnþór.Enginn krísufundur HK tapaði síðustu tíu leikjum sínum í Olís-deildinni á síðasta tímabili sem fram fóru á almanaksárinu 2014 og enduðu langneðstir á tímabilinu. Þar sem fjölgað var í deildinni sluppu þeir með skrekkinn og fengu tækifæri til að halda áfram í deild þeirra bestu. Þeir voru stórhuga í sumar; réðu Bjarka Sigurðsson sem þjálfara og fengu til sín ágæta leikmenn á borð við Guðna Má Kristinsson, Þorgrím Smára Ólafsson og Lárus Helga Ólafsson. Það hefur þó ekki dugað til. „Það er enginn að fara á taugum hjá HK. Það er enginn krísufundur í gangi eða neitt svoleiðis. En auðvitað vildum við meira og og við viljum meina að það búi meira í liðinu. Við munum vinna vel í ýmsum málum í fríinu,“ segir Arnþór, en á að bæta við leikmönnum áður en deildin hefst aftur eftir HM í Katar? „Það er lítið hægt að segja um það. Auðvitað skoðum við það ef eitthvað kemur upp, en það er ekkert á teikniborðinu að fara að hrúga inn leikmönnum. Við eigum leikmenn eins og Óðin Þór Ríkharðsson inni sem stóð sig gríðarlega vel áður en hann meiddist og svo kemur Atli Karl vonandi til baka úr náminu eftir áramót.“ Bjarki Sigurðsson hefur ekki náð mikið betri árangri en Samúel Ívar Árnason og Ágúst Þór Jóhannsson gerðu með HK-liðið á síðasta tímabili, en hann er öruggur í starfi um sinn. „Hans staða hefur ekkert verið rædd og það er enginn stjórnarfundur á döfinni fyrir áramót,“ segir Arnþór.Auðvitað ekki gaman Arnþór viðurkennir að það sé erfitt að horfa upp á liðið tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, en segir engan bilbug á sér eða HK-ingum að finna. „Auðvitað er þetta ekkert gaman til lengdar. Það þarf engan rosalegan stærðfræðing til þess að sjá það. Hjartað er samt alveg nógu stórt til að ráða við þetta. HK-hjartað slær enn. Maður hefur gengið í gegnum rosalega góða tíma með liðinu. Maður þarf að fara í gegnum bæði sæta og súra tíma,“ segir hann. Arnþór telur HK-liðið nógu gott til að halda sér uppi fái það Atla Karl til baka og verði liðið tiltölulega meiðslafrítt á nýju ári. „Ég tel það, já. Ég vil meina að við séum með gott handboltalið. Við unnum Aftureldingu og höfum átt flotta leiki gegn toppliðunum. Það eru miklir hæfileikar í liðinu en það er eitthvað andlegt að trufla menn sem við þurfum að vinna í.“ Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
„Það vill enginn vera í neðsta sæti – við ætluðum okkur auðvitað meira,“ segir Arnþór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar HK, í samtali við Fréttablaðið, en HK-ingar fara inn í vetrarfríið í botnsæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti þegar ellefu leikir eru eftir. HK-ingar eru ekki óvanir því að vera í botnsæti Olís-deildarinnar, en þar hefur liðið verið allt árið, jafnt á síðasta tímabili sem og nú. Árangur þess er með eindæmum lélegur, en það er aðeins búið að vinna tvo deildarleiki af 24 á árinu og innbyrða sjö stig af 48. „Markmiðið er og var að enda á meðal átta efstu liðanna og komast í úrslitakeppnina. Það er enn þá nóg eftir af deildinni,“ segir Arnþór.Enginn krísufundur HK tapaði síðustu tíu leikjum sínum í Olís-deildinni á síðasta tímabili sem fram fóru á almanaksárinu 2014 og enduðu langneðstir á tímabilinu. Þar sem fjölgað var í deildinni sluppu þeir með skrekkinn og fengu tækifæri til að halda áfram í deild þeirra bestu. Þeir voru stórhuga í sumar; réðu Bjarka Sigurðsson sem þjálfara og fengu til sín ágæta leikmenn á borð við Guðna Má Kristinsson, Þorgrím Smára Ólafsson og Lárus Helga Ólafsson. Það hefur þó ekki dugað til. „Það er enginn að fara á taugum hjá HK. Það er enginn krísufundur í gangi eða neitt svoleiðis. En auðvitað vildum við meira og og við viljum meina að það búi meira í liðinu. Við munum vinna vel í ýmsum málum í fríinu,“ segir Arnþór, en á að bæta við leikmönnum áður en deildin hefst aftur eftir HM í Katar? „Það er lítið hægt að segja um það. Auðvitað skoðum við það ef eitthvað kemur upp, en það er ekkert á teikniborðinu að fara að hrúga inn leikmönnum. Við eigum leikmenn eins og Óðin Þór Ríkharðsson inni sem stóð sig gríðarlega vel áður en hann meiddist og svo kemur Atli Karl vonandi til baka úr náminu eftir áramót.“ Bjarki Sigurðsson hefur ekki náð mikið betri árangri en Samúel Ívar Árnason og Ágúst Þór Jóhannsson gerðu með HK-liðið á síðasta tímabili, en hann er öruggur í starfi um sinn. „Hans staða hefur ekkert verið rædd og það er enginn stjórnarfundur á döfinni fyrir áramót,“ segir Arnþór.Auðvitað ekki gaman Arnþór viðurkennir að það sé erfitt að horfa upp á liðið tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, en segir engan bilbug á sér eða HK-ingum að finna. „Auðvitað er þetta ekkert gaman til lengdar. Það þarf engan rosalegan stærðfræðing til þess að sjá það. Hjartað er samt alveg nógu stórt til að ráða við þetta. HK-hjartað slær enn. Maður hefur gengið í gegnum rosalega góða tíma með liðinu. Maður þarf að fara í gegnum bæði sæta og súra tíma,“ segir hann. Arnþór telur HK-liðið nógu gott til að halda sér uppi fái það Atla Karl til baka og verði liðið tiltölulega meiðslafrítt á nýju ári. „Ég tel það, já. Ég vil meina að við séum með gott handboltalið. Við unnum Aftureldingu og höfum átt flotta leiki gegn toppliðunum. Það eru miklir hæfileikar í liðinu en það er eitthvað andlegt að trufla menn sem við þurfum að vinna í.“
Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni