HK-hjartað slær enn Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. desember 2014 08:00 Lárus Helgi Ólafsson situr svekktur eftir einn af fjórtán tapleikjum HK í Olís-deildinni í vetur. Vísir/Andri Marinó „Það vill enginn vera í neðsta sæti – við ætluðum okkur auðvitað meira,“ segir Arnþór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar HK, í samtali við Fréttablaðið, en HK-ingar fara inn í vetrarfríið í botnsæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti þegar ellefu leikir eru eftir. HK-ingar eru ekki óvanir því að vera í botnsæti Olís-deildarinnar, en þar hefur liðið verið allt árið, jafnt á síðasta tímabili sem og nú. Árangur þess er með eindæmum lélegur, en það er aðeins búið að vinna tvo deildarleiki af 24 á árinu og innbyrða sjö stig af 48. „Markmiðið er og var að enda á meðal átta efstu liðanna og komast í úrslitakeppnina. Það er enn þá nóg eftir af deildinni,“ segir Arnþór.Enginn krísufundur HK tapaði síðustu tíu leikjum sínum í Olís-deildinni á síðasta tímabili sem fram fóru á almanaksárinu 2014 og enduðu langneðstir á tímabilinu. Þar sem fjölgað var í deildinni sluppu þeir með skrekkinn og fengu tækifæri til að halda áfram í deild þeirra bestu. Þeir voru stórhuga í sumar; réðu Bjarka Sigurðsson sem þjálfara og fengu til sín ágæta leikmenn á borð við Guðna Má Kristinsson, Þorgrím Smára Ólafsson og Lárus Helga Ólafsson. Það hefur þó ekki dugað til. „Það er enginn að fara á taugum hjá HK. Það er enginn krísufundur í gangi eða neitt svoleiðis. En auðvitað vildum við meira og og við viljum meina að það búi meira í liðinu. Við munum vinna vel í ýmsum málum í fríinu,“ segir Arnþór, en á að bæta við leikmönnum áður en deildin hefst aftur eftir HM í Katar? „Það er lítið hægt að segja um það. Auðvitað skoðum við það ef eitthvað kemur upp, en það er ekkert á teikniborðinu að fara að hrúga inn leikmönnum. Við eigum leikmenn eins og Óðin Þór Ríkharðsson inni sem stóð sig gríðarlega vel áður en hann meiddist og svo kemur Atli Karl vonandi til baka úr náminu eftir áramót.“ Bjarki Sigurðsson hefur ekki náð mikið betri árangri en Samúel Ívar Árnason og Ágúst Þór Jóhannsson gerðu með HK-liðið á síðasta tímabili, en hann er öruggur í starfi um sinn. „Hans staða hefur ekkert verið rædd og það er enginn stjórnarfundur á döfinni fyrir áramót,“ segir Arnþór.Auðvitað ekki gaman Arnþór viðurkennir að það sé erfitt að horfa upp á liðið tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, en segir engan bilbug á sér eða HK-ingum að finna. „Auðvitað er þetta ekkert gaman til lengdar. Það þarf engan rosalegan stærðfræðing til þess að sjá það. Hjartað er samt alveg nógu stórt til að ráða við þetta. HK-hjartað slær enn. Maður hefur gengið í gegnum rosalega góða tíma með liðinu. Maður þarf að fara í gegnum bæði sæta og súra tíma,“ segir hann. Arnþór telur HK-liðið nógu gott til að halda sér uppi fái það Atla Karl til baka og verði liðið tiltölulega meiðslafrítt á nýju ári. „Ég tel það, já. Ég vil meina að við séum með gott handboltalið. Við unnum Aftureldingu og höfum átt flotta leiki gegn toppliðunum. Það eru miklir hæfileikar í liðinu en það er eitthvað andlegt að trufla menn sem við þurfum að vinna í.“ Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
„Það vill enginn vera í neðsta sæti – við ætluðum okkur auðvitað meira,“ segir Arnþór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar HK, í samtali við Fréttablaðið, en HK-ingar fara inn í vetrarfríið í botnsæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti þegar ellefu leikir eru eftir. HK-ingar eru ekki óvanir því að vera í botnsæti Olís-deildarinnar, en þar hefur liðið verið allt árið, jafnt á síðasta tímabili sem og nú. Árangur þess er með eindæmum lélegur, en það er aðeins búið að vinna tvo deildarleiki af 24 á árinu og innbyrða sjö stig af 48. „Markmiðið er og var að enda á meðal átta efstu liðanna og komast í úrslitakeppnina. Það er enn þá nóg eftir af deildinni,“ segir Arnþór.Enginn krísufundur HK tapaði síðustu tíu leikjum sínum í Olís-deildinni á síðasta tímabili sem fram fóru á almanaksárinu 2014 og enduðu langneðstir á tímabilinu. Þar sem fjölgað var í deildinni sluppu þeir með skrekkinn og fengu tækifæri til að halda áfram í deild þeirra bestu. Þeir voru stórhuga í sumar; réðu Bjarka Sigurðsson sem þjálfara og fengu til sín ágæta leikmenn á borð við Guðna Má Kristinsson, Þorgrím Smára Ólafsson og Lárus Helga Ólafsson. Það hefur þó ekki dugað til. „Það er enginn að fara á taugum hjá HK. Það er enginn krísufundur í gangi eða neitt svoleiðis. En auðvitað vildum við meira og og við viljum meina að það búi meira í liðinu. Við munum vinna vel í ýmsum málum í fríinu,“ segir Arnþór, en á að bæta við leikmönnum áður en deildin hefst aftur eftir HM í Katar? „Það er lítið hægt að segja um það. Auðvitað skoðum við það ef eitthvað kemur upp, en það er ekkert á teikniborðinu að fara að hrúga inn leikmönnum. Við eigum leikmenn eins og Óðin Þór Ríkharðsson inni sem stóð sig gríðarlega vel áður en hann meiddist og svo kemur Atli Karl vonandi til baka úr náminu eftir áramót.“ Bjarki Sigurðsson hefur ekki náð mikið betri árangri en Samúel Ívar Árnason og Ágúst Þór Jóhannsson gerðu með HK-liðið á síðasta tímabili, en hann er öruggur í starfi um sinn. „Hans staða hefur ekkert verið rædd og það er enginn stjórnarfundur á döfinni fyrir áramót,“ segir Arnþór.Auðvitað ekki gaman Arnþór viðurkennir að það sé erfitt að horfa upp á liðið tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, en segir engan bilbug á sér eða HK-ingum að finna. „Auðvitað er þetta ekkert gaman til lengdar. Það þarf engan rosalegan stærðfræðing til þess að sjá það. Hjartað er samt alveg nógu stórt til að ráða við þetta. HK-hjartað slær enn. Maður hefur gengið í gegnum rosalega góða tíma með liðinu. Maður þarf að fara í gegnum bæði sæta og súra tíma,“ segir hann. Arnþór telur HK-liðið nógu gott til að halda sér uppi fái það Atla Karl til baka og verði liðið tiltölulega meiðslafrítt á nýju ári. „Ég tel það, já. Ég vil meina að við séum með gott handboltalið. Við unnum Aftureldingu og höfum átt flotta leiki gegn toppliðunum. Það eru miklir hæfileikar í liðinu en það er eitthvað andlegt að trufla menn sem við þurfum að vinna í.“
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira