Gunnar Steinn: Ég þekki bakdyrnar vel Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. desember 2014 06:30 Eftir góð ár í Frakklandi er Gunnar Steinn farinn að fóta sig í deild þeirra bestu. Hann segist vera á réttri leið og sér ekki eftir því að hafa söðlað um. Vísir/Getty „Það hefur komið öllum á óvart hvað okkur hefur gengið vel. Ég heyrði það bara eftir á að menn héldu að við yrðum við botninn í vetur,“ segir Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach. Eftir góð ár í Frakklandi hjá Nantes söðlaði Gunnar um síðasta sumar og gekk í raðir þýska félagsins, sem er ekki ókunnugt því að hafa Íslendinga innan sinna vébanda. Gummersbach er ekki að skrapa botninn heldur er liðið í 7. sæti en pakkinn í kringum liðið er reyndar þéttur og þarf ekki mikið til til þess að lenda ofar eða neðar. „Við erum með næstyngsta liðið í deildinni. Við erum með marga, nýja unga stráka sem eru hörkugóðir. Þeir hafa komið mörgum á óvart. Við komum fimm nýir inn í liðið en það er nánast sama byrjunarlið og í fyrra. Þó svo ég sé aðeins 27 ára gamall þá er ég með eldri mönnum í liðinu.“Ótrúlega sterkir strákar Það er nokkuð um rétt rúmlega tvítuga stráka í liði Gummersbach og Gunnar Steinn segir að það sé mikill munur á þýsku strákunum og þeim íslensku á þessum aldri. „Þýsku strákarnir eru helmingi sterkari. Þeir eru svakalega öflugir. Við erum með strák fæddan 1994 sem spilar fyrir miðri vörn hjá okkur og er hrikalega sterkur. Hann lyftir helmingi þyngri lóðum en ég á lyftingaæfingum. Að sama skapi eru þessir strákar kannski ekki jafn teknískir og strákarnir í Skandinavíu.“ Þýska deildin er sú sterkasta í heimi og Gunnar Steinn er smám saman að aðlagast því. „Ég hef lent í því að spila gegn liðum þar sem ég þekki ekki eitt einasta nafn en leikmennirnir eru samt mjög öflugir. Flestir leikir eru hörkuleikir og ekki hægt að slá neitt af. Bara aldrei. Leikurinn hér er mun taktískari en í Frakklandi þar sem spilið er frjálsara. Það hentar mér betur að spila taktískari bolta. Svo er miklu meira æft hér í Þýskalandi en í Frakklandi. Til að mynda útihlaup og annað sem tíðkast ekki í Frakklandi. Þar af leiðandi hef ég aldrei verið í betra formi en núna.“vísir/gettyLeggur mikið upp Gunnar Steinn hefur ekki skorað mikið fyrir Gummersbach. Hans hlutverk í liðinu er líka frekar að koma skyttum þess í færi. „Ég fæ að spila í hverjum leik. Mjög oft spila ég hálfan leik á móti þeim manni sem spilar á móti mér. Svo fæ ég vonandi að spila meira eftir því sem líður á tímabilið. Enginn spilar í 60 mínútur hjá okkur,“ segir Gunnar Steinn, en þótt hann skori ekki mikið er hann í topp 40 yfir þá leikmenn deildarinnar sem gefa flestar stoðsendingar. „Það er örugglega ágætt hjá mér miðað við mínútur. Við erum með góðar skyttur og ég á að leggja upp fyrir þá. Ég mætti samt alveg taka meira af skarið sjálfur. Ég held að það muni koma hjá mér.“ Miðjumaðurinn er á því að það hafi gert sér gott að skipta um umhverfi og fara í sterkari deild. Það sé að gera hann að sterkari leikmanni. „Það er líka jákvætt að ég spila alltaf í vörninni hérna líka og er að bæta mig þar. Ég held að núna séu kannski liðnir þeir mánuðir sem þurfti til að aðlagast öllu. Eins og áður segir hef ég aldrei verið í betra formi og því bjartsýnn á að sjá framfarir á seinni hluta tímabilsins. Ég fæ traust frá þjálfaranum og í raun er allt til staðar svo ég geti náð frekari framförum. Ég hef líka þroskast mikið sem handboltamaður.“ Nýtti tækifærið vel Það kom mörgum þægilega á óvart hversu sterkur Gunnar kom inn í landsliðið á síðasta EM þar sem Ísland varð í fimmta sæti þrátt fyrir mikil meiðslavandræði. „Ég laumaði mér bakdyramegin inn í liðið á mótinu og um leið var draumur að rætast hjá mér að spila á stórmóti. Ég var ákveðinn í að nýta það tækifæri og það gekk nokkuð vel,“ segir Gunnar Steinn, en hann fékk ekki mörg tækifæri það sem eftir lifði ársins. „Ég hef ekki spilað margar mínútur síðan. Það er alltaf erfitt að koma inn í fimm mínútur í senn. Maður breytir ekki miklu þá. Það var talsvert um mikilvæga leiki þar sem spilað var á átta til níu reynslumeiri mönnum.“Svartsýnn á að komast til Katar Gunnar Steinn er í 28 manna hópnum sem Aron Kristjánsson getur valið úr fyrir HM-hópinn sinn, en Gunnar á ekkert endilega von á því að komast í æfingahópinn. „Ég hef ekkert heyrt frá Aroni enn þannig að ég er frekar svartsýnn. Það yrði auðvitað svekkjandi að komast ekki í hópinn enda hef ég metnað til þess að vera í honum. Ég verð þá bara að taka því eins og maður og verð tilbúinn að hoppa inn ef þess þarf og er óskað. Ég þekki bakdyrnar vel,“ sagði Gunnar léttur. „Ef ég held áfram að bæta mig hér þá veit ég að ég á möguleika. Ég sé ekkert eftir því að hafa valið að fara til Þýskalands. Það var draumur að spila í deild þeirra bestu og ég er að lifa þann draum.“ Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00 Brand: Dagur verður dæmdur af árangrinum Vill að þýska landsliðið komist að minnsta kosti í 8-liða úrslit HM í Katar. 15. desember 2014 11:00 Fara Erlingur og Binni læknir ekki með á HM? Erlingur Richardsson, nýráðinn sem næsti þjálfari Füchse Berlin, er ekki á lista yfir þjálfarateymi Íslands sem fer á HM í Katar. 15. desember 2014 14:46 Íslendingar þjálfa sjö af sextán í HM-hóp Svía Svíar eru vanir því að vera ekkert að bíða með að velja lokahópa sína fyrir stórmót í handbolta og það er engin breyting á því fyrir Heimsmeistaramótið í Katar. 15. desember 2014 17:30 Þessir berjast um farseðlana til Katar Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða 28 leikmenn koma til greina í hópinn fyrir HM í Katar. 15. desember 2014 14:26 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
„Það hefur komið öllum á óvart hvað okkur hefur gengið vel. Ég heyrði það bara eftir á að menn héldu að við yrðum við botninn í vetur,“ segir Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach. Eftir góð ár í Frakklandi hjá Nantes söðlaði Gunnar um síðasta sumar og gekk í raðir þýska félagsins, sem er ekki ókunnugt því að hafa Íslendinga innan sinna vébanda. Gummersbach er ekki að skrapa botninn heldur er liðið í 7. sæti en pakkinn í kringum liðið er reyndar þéttur og þarf ekki mikið til til þess að lenda ofar eða neðar. „Við erum með næstyngsta liðið í deildinni. Við erum með marga, nýja unga stráka sem eru hörkugóðir. Þeir hafa komið mörgum á óvart. Við komum fimm nýir inn í liðið en það er nánast sama byrjunarlið og í fyrra. Þó svo ég sé aðeins 27 ára gamall þá er ég með eldri mönnum í liðinu.“Ótrúlega sterkir strákar Það er nokkuð um rétt rúmlega tvítuga stráka í liði Gummersbach og Gunnar Steinn segir að það sé mikill munur á þýsku strákunum og þeim íslensku á þessum aldri. „Þýsku strákarnir eru helmingi sterkari. Þeir eru svakalega öflugir. Við erum með strák fæddan 1994 sem spilar fyrir miðri vörn hjá okkur og er hrikalega sterkur. Hann lyftir helmingi þyngri lóðum en ég á lyftingaæfingum. Að sama skapi eru þessir strákar kannski ekki jafn teknískir og strákarnir í Skandinavíu.“ Þýska deildin er sú sterkasta í heimi og Gunnar Steinn er smám saman að aðlagast því. „Ég hef lent í því að spila gegn liðum þar sem ég þekki ekki eitt einasta nafn en leikmennirnir eru samt mjög öflugir. Flestir leikir eru hörkuleikir og ekki hægt að slá neitt af. Bara aldrei. Leikurinn hér er mun taktískari en í Frakklandi þar sem spilið er frjálsara. Það hentar mér betur að spila taktískari bolta. Svo er miklu meira æft hér í Þýskalandi en í Frakklandi. Til að mynda útihlaup og annað sem tíðkast ekki í Frakklandi. Þar af leiðandi hef ég aldrei verið í betra formi en núna.“vísir/gettyLeggur mikið upp Gunnar Steinn hefur ekki skorað mikið fyrir Gummersbach. Hans hlutverk í liðinu er líka frekar að koma skyttum þess í færi. „Ég fæ að spila í hverjum leik. Mjög oft spila ég hálfan leik á móti þeim manni sem spilar á móti mér. Svo fæ ég vonandi að spila meira eftir því sem líður á tímabilið. Enginn spilar í 60 mínútur hjá okkur,“ segir Gunnar Steinn, en þótt hann skori ekki mikið er hann í topp 40 yfir þá leikmenn deildarinnar sem gefa flestar stoðsendingar. „Það er örugglega ágætt hjá mér miðað við mínútur. Við erum með góðar skyttur og ég á að leggja upp fyrir þá. Ég mætti samt alveg taka meira af skarið sjálfur. Ég held að það muni koma hjá mér.“ Miðjumaðurinn er á því að það hafi gert sér gott að skipta um umhverfi og fara í sterkari deild. Það sé að gera hann að sterkari leikmanni. „Það er líka jákvætt að ég spila alltaf í vörninni hérna líka og er að bæta mig þar. Ég held að núna séu kannski liðnir þeir mánuðir sem þurfti til að aðlagast öllu. Eins og áður segir hef ég aldrei verið í betra formi og því bjartsýnn á að sjá framfarir á seinni hluta tímabilsins. Ég fæ traust frá þjálfaranum og í raun er allt til staðar svo ég geti náð frekari framförum. Ég hef líka þroskast mikið sem handboltamaður.“ Nýtti tækifærið vel Það kom mörgum þægilega á óvart hversu sterkur Gunnar kom inn í landsliðið á síðasta EM þar sem Ísland varð í fimmta sæti þrátt fyrir mikil meiðslavandræði. „Ég laumaði mér bakdyramegin inn í liðið á mótinu og um leið var draumur að rætast hjá mér að spila á stórmóti. Ég var ákveðinn í að nýta það tækifæri og það gekk nokkuð vel,“ segir Gunnar Steinn, en hann fékk ekki mörg tækifæri það sem eftir lifði ársins. „Ég hef ekki spilað margar mínútur síðan. Það er alltaf erfitt að koma inn í fimm mínútur í senn. Maður breytir ekki miklu þá. Það var talsvert um mikilvæga leiki þar sem spilað var á átta til níu reynslumeiri mönnum.“Svartsýnn á að komast til Katar Gunnar Steinn er í 28 manna hópnum sem Aron Kristjánsson getur valið úr fyrir HM-hópinn sinn, en Gunnar á ekkert endilega von á því að komast í æfingahópinn. „Ég hef ekkert heyrt frá Aroni enn þannig að ég er frekar svartsýnn. Það yrði auðvitað svekkjandi að komast ekki í hópinn enda hef ég metnað til þess að vera í honum. Ég verð þá bara að taka því eins og maður og verð tilbúinn að hoppa inn ef þess þarf og er óskað. Ég þekki bakdyrnar vel,“ sagði Gunnar léttur. „Ef ég held áfram að bæta mig hér þá veit ég að ég á möguleika. Ég sé ekkert eftir því að hafa valið að fara til Þýskalands. Það var draumur að spila í deild þeirra bestu og ég er að lifa þann draum.“
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00 Brand: Dagur verður dæmdur af árangrinum Vill að þýska landsliðið komist að minnsta kosti í 8-liða úrslit HM í Katar. 15. desember 2014 11:00 Fara Erlingur og Binni læknir ekki með á HM? Erlingur Richardsson, nýráðinn sem næsti þjálfari Füchse Berlin, er ekki á lista yfir þjálfarateymi Íslands sem fer á HM í Katar. 15. desember 2014 14:46 Íslendingar þjálfa sjö af sextán í HM-hóp Svía Svíar eru vanir því að vera ekkert að bíða með að velja lokahópa sína fyrir stórmót í handbolta og það er engin breyting á því fyrir Heimsmeistaramótið í Katar. 15. desember 2014 17:30 Þessir berjast um farseðlana til Katar Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða 28 leikmenn koma til greina í hópinn fyrir HM í Katar. 15. desember 2014 14:26 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Dagur: Maður fær bara kjánahroll Dagur Sigurðsson hefur farið vel af stað í starfi sínu sem þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir miklar annir en hann stendur einnig í ströngu sem þjálfari Füchse Berlin. Hann er spenntur fyrir Íslandsför landsliðsins. 15. desember 2014 07:00
Brand: Dagur verður dæmdur af árangrinum Vill að þýska landsliðið komist að minnsta kosti í 8-liða úrslit HM í Katar. 15. desember 2014 11:00
Fara Erlingur og Binni læknir ekki með á HM? Erlingur Richardsson, nýráðinn sem næsti þjálfari Füchse Berlin, er ekki á lista yfir þjálfarateymi Íslands sem fer á HM í Katar. 15. desember 2014 14:46
Íslendingar þjálfa sjö af sextán í HM-hóp Svía Svíar eru vanir því að vera ekkert að bíða með að velja lokahópa sína fyrir stórmót í handbolta og það er engin breyting á því fyrir Heimsmeistaramótið í Katar. 15. desember 2014 17:30
Þessir berjast um farseðlana til Katar Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag hvaða 28 leikmenn koma til greina í hópinn fyrir HM í Katar. 15. desember 2014 14:26