Þúsundir fjölskyldna fá aðstoð til jólahalds Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. desember 2014 08:45 Starfskonur Mæðrastyrksnefndar undirbúa jólaúthlutun á Korputorgi. Ragnhildur Guðmundsdóttir, sem er í miðið, segir marga eiga við verulega erfiðleika að etja. fréttablaðið/gva Nokkur þúsund fjölskyldur hafa nú þegar sótt um aðstoð hjá hjálparsamtökum á höfuðborgarsvæðinu vegna hátíðahalds um jólin. Í fyrra fengu um fimm þúsund fjölskyldur svokallaða jólaaðstoð og gera samtökin ráð fyrir svipuðum fjölda nú. „Í fyrra fengu á þriðja þúsund fjölskyldur jólaaðstoð hjá okkur. Þær verða ekki færri í ár. Mér sýnist að þetta verði ívið meira en verið hefur en við erum enn að taka við umsóknum. Það bætist alltaf við síðustu dagana fyrir jól og við reynum að leysa úr því,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar er í formi matar og börn fá smágjafir, að sögn Ragnhildar. „Það eru margir sem hugsa til okkar á þessum tíma og fyrir jól koma oft stórar pakkningar af ýmiss konar gjafavöru.“ Ragnhildur tekur það fram að sér virðist samfélagið vera að breytast. „Það eru hlutir að gerast sem taka þarf föstum tökum. Það eru margir sem eiga við verulega erfiðleika að etja og eru illa í stakk búnir til að takast á við áföll.“Ásgerður Jóna flosadóttirÁsgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir umsóknir um jólaaðstoð streyma inn. „Um 1.600 til 1.700 fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi fengu sérstaka aðstoð vegna jólahátíðarinnar hjá okkur í fyrra. Nú þegar hafa borist yfir 1.300 umsóknir og þær halda áfram að streyma inn þótt síðasti umsóknardagur hafi verið síðastliðinn föstudag. Hingað hringir fólk grátandi, bæði konur og karlar. Fólk reynir fram á síðustu stundu að bjarga sér sjálft en svo sér það að það getur það ekki. Þá er gott að geta gripið fólkið og við gerum það.“ Aðstoðin sem Fjölskylduhjálp Íslands veitir er í formi jólamatar, að sögn Ásgerðar. Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn í Reykjavík hafa ákveðið að starfa saman að jólaaðstoð við efnalitlar barnafjölskyldur í borginni í ár. „Þar sem önnur hjálparsamtök eru að störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum við afmarkað okkur við barnafjölskyldur en úti á landi geta allir sótt um aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. Rúmlega 1.400 fjölskyldur fengu jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í fyrra. „Við erum ekki búin að fara yfir allar umsóknir sem borist hafa núna en það er tilfinning okkar að fjöldinn verði ekki meiri í ár. Vonandi verður hann minni.“ Hjá Hjálparstarfinu er aðstoðin í formi inneignarkorts sem hægt er að nota í matvöruverslunum. „Fólk fær kort og þarf ekki að standa í röð eftir aðstoð. Það er meiri mannvirðing í því að fólk fari að versla eins og allir aðrir,“ segir Bjarni. Jólafréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Nokkur þúsund fjölskyldur hafa nú þegar sótt um aðstoð hjá hjálparsamtökum á höfuðborgarsvæðinu vegna hátíðahalds um jólin. Í fyrra fengu um fimm þúsund fjölskyldur svokallaða jólaaðstoð og gera samtökin ráð fyrir svipuðum fjölda nú. „Í fyrra fengu á þriðja þúsund fjölskyldur jólaaðstoð hjá okkur. Þær verða ekki færri í ár. Mér sýnist að þetta verði ívið meira en verið hefur en við erum enn að taka við umsóknum. Það bætist alltaf við síðustu dagana fyrir jól og við reynum að leysa úr því,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar er í formi matar og börn fá smágjafir, að sögn Ragnhildar. „Það eru margir sem hugsa til okkar á þessum tíma og fyrir jól koma oft stórar pakkningar af ýmiss konar gjafavöru.“ Ragnhildur tekur það fram að sér virðist samfélagið vera að breytast. „Það eru hlutir að gerast sem taka þarf föstum tökum. Það eru margir sem eiga við verulega erfiðleika að etja og eru illa í stakk búnir til að takast á við áföll.“Ásgerður Jóna flosadóttirÁsgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir umsóknir um jólaaðstoð streyma inn. „Um 1.600 til 1.700 fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi fengu sérstaka aðstoð vegna jólahátíðarinnar hjá okkur í fyrra. Nú þegar hafa borist yfir 1.300 umsóknir og þær halda áfram að streyma inn þótt síðasti umsóknardagur hafi verið síðastliðinn föstudag. Hingað hringir fólk grátandi, bæði konur og karlar. Fólk reynir fram á síðustu stundu að bjarga sér sjálft en svo sér það að það getur það ekki. Þá er gott að geta gripið fólkið og við gerum það.“ Aðstoðin sem Fjölskylduhjálp Íslands veitir er í formi jólamatar, að sögn Ásgerðar. Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn í Reykjavík hafa ákveðið að starfa saman að jólaaðstoð við efnalitlar barnafjölskyldur í borginni í ár. „Þar sem önnur hjálparsamtök eru að störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum við afmarkað okkur við barnafjölskyldur en úti á landi geta allir sótt um aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. Rúmlega 1.400 fjölskyldur fengu jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í fyrra. „Við erum ekki búin að fara yfir allar umsóknir sem borist hafa núna en það er tilfinning okkar að fjöldinn verði ekki meiri í ár. Vonandi verður hann minni.“ Hjá Hjálparstarfinu er aðstoðin í formi inneignarkorts sem hægt er að nota í matvöruverslunum. „Fólk fær kort og þarf ekki að standa í röð eftir aðstoð. Það er meiri mannvirðing í því að fólk fari að versla eins og allir aðrir,“ segir Bjarni.
Jólafréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira