Mikilvægi Ríkisútvarpsins Katrín Jakobsdóttir skrifar 11. desember 2014 07:00 Undanfarna daga hefur staðið mikill styrr um Ríkisútvarpið. Núverandi ríkisstjórn kaus að breyta lögum árið 2013 þar sem boðuð var lækkun á útvarpsgjaldinu og komið í veg fyrir að það rynni óskert til Ríkisútvarpsins. Nú virðist stjórnarmeirihlutinn ætla sér að hrinda þessari lækkun í framkvæmd án þess að nokkur þarfagreining eða faglegar ástæður liggi þar að baki þó að fallist hafi verið á að hið lægra gjald renni óskert til útvarpsins. Útvarpsgjaldið á Íslandi er ekki hátt í alþjóðlegum samanburði þó að við séum fámenn þjóð, lægra í krónum talið en í Noregi og á Bretlandi, og sú ákvörðun stjórnvalda að lækka það virðist fyrst og fremst ráðast af einhverjum ranghugmyndum um að RÚV sé ofhaldið. Staðreyndin er sú að starfsmönnum á RÚV hefur fækkað um tæpan þriðjung frá árinu 2008 og starfsemin verið endurskipulögð með mikilli hagræðingu. Engin fagleg rök eru fyrir lækkuninni og ljóst að hún mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi Ríkisútvarpsins til hins verra. Enn dapurlegra er að þessar fyrirætlanir koma beint ofan í metnaðarfulla framtíðarsýn stjórnenda útvarpsins. Þar eru höfuðatriðin að efla þjónustu við landsbyggðina og auka svæðismiðlun, efla innlenda dagskrárgerð, sérstaklega fyrir börn og ungmenni og gera átak í safnamálum útvarpsins en í geymslum þess leynast mikil menningarverðmæti. Á Íslandi býr 320 þúsund manna þjóð sem á allt sitt undir því hvernig við hlúum að sögu okkar og menningu. Þar er tungumálið lykilþáttur. Ríkisútvarpið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þeim málum og því nauðsynlegt að við sinnum öllum þeim þáttum sem birtast í framtíðarsýn útvarpsins. Þetta hlutverk RÚV er þeim mun mikilvægara ef ríkisstjórnin hyggst virkilega halda áfram á sömu vegferð í menningarmálum almennt, hækka skatta á tónlist og bækur og hunsa tillögur um að efla notkun íslenskrar tungu í stafrænum heimi. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að almannaútvarpið verði skorið svo niður að það hafi engin tök á að sinna hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. Það er útlátalítið fyrir meirihlutann að styðja við Ríkisútvarpið. Það eina sem þarf er að falla frá lækkun útvarpsgjaldsins og standa við það sem áður hefur verið samþykkt; að það renni óskert til útvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur staðið mikill styrr um Ríkisútvarpið. Núverandi ríkisstjórn kaus að breyta lögum árið 2013 þar sem boðuð var lækkun á útvarpsgjaldinu og komið í veg fyrir að það rynni óskert til Ríkisútvarpsins. Nú virðist stjórnarmeirihlutinn ætla sér að hrinda þessari lækkun í framkvæmd án þess að nokkur þarfagreining eða faglegar ástæður liggi þar að baki þó að fallist hafi verið á að hið lægra gjald renni óskert til útvarpsins. Útvarpsgjaldið á Íslandi er ekki hátt í alþjóðlegum samanburði þó að við séum fámenn þjóð, lægra í krónum talið en í Noregi og á Bretlandi, og sú ákvörðun stjórnvalda að lækka það virðist fyrst og fremst ráðast af einhverjum ranghugmyndum um að RÚV sé ofhaldið. Staðreyndin er sú að starfsmönnum á RÚV hefur fækkað um tæpan þriðjung frá árinu 2008 og starfsemin verið endurskipulögð með mikilli hagræðingu. Engin fagleg rök eru fyrir lækkuninni og ljóst að hún mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi Ríkisútvarpsins til hins verra. Enn dapurlegra er að þessar fyrirætlanir koma beint ofan í metnaðarfulla framtíðarsýn stjórnenda útvarpsins. Þar eru höfuðatriðin að efla þjónustu við landsbyggðina og auka svæðismiðlun, efla innlenda dagskrárgerð, sérstaklega fyrir börn og ungmenni og gera átak í safnamálum útvarpsins en í geymslum þess leynast mikil menningarverðmæti. Á Íslandi býr 320 þúsund manna þjóð sem á allt sitt undir því hvernig við hlúum að sögu okkar og menningu. Þar er tungumálið lykilþáttur. Ríkisútvarpið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þeim málum og því nauðsynlegt að við sinnum öllum þeim þáttum sem birtast í framtíðarsýn útvarpsins. Þetta hlutverk RÚV er þeim mun mikilvægara ef ríkisstjórnin hyggst virkilega halda áfram á sömu vegferð í menningarmálum almennt, hækka skatta á tónlist og bækur og hunsa tillögur um að efla notkun íslenskrar tungu í stafrænum heimi. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að almannaútvarpið verði skorið svo niður að það hafi engin tök á að sinna hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. Það er útlátalítið fyrir meirihlutann að styðja við Ríkisútvarpið. Það eina sem þarf er að falla frá lækkun útvarpsgjaldsins og standa við það sem áður hefur verið samþykkt; að það renni óskert til útvarpsins.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun