Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 10. desember 2014 07:00 Ríkissjóður Íslands er nú loks farinn að skila afgangi hafandi verið rekinn með halla í hálfan áratug frá árinu 2008. Skuldirnar sem söfnuðust á þeim tíma sliga nú ríkissjóð og er svo komið að vaxtagreiðslur eru orðnar meðal þriggja stærstu útgjaldaliða ríkisins. Árlega jafngilda þær nánast öllum viðbótarskatttekjum sem innheimtar eru af fyrirtækjum og heimilum vegna skattahækkana síðustu ára, ríflega 80 milljörðum króna. Þrátt fyrir alvarlega skuldastöðu ríkissjóðs er ekki að merkja hjá núverandi stjórnvöldum metnaðarfull áform um að grynnka á þessum skuldum. Þvert á móti gerir langtímaáætlun stjórnvalda ráð fyrir að skuldahlutfallið lækki aðallega samfara verðbólgu og hagvexti frekar en með beinni niðurgreiðslu skulda. Sú stefna veldur því að vaxtakostnaður verður áfram dragbítur á ríkissjóði og gerir stjórnvöldum erfitt um vik að lækka álögur og auka samkeppnishæfni innlendra aðila. Einhver þarf að borga. Íslenskt fjármálakerfi hefur ekki farið varhluta af auknum skatta- og gjaldaálögum síðastliðinna ára. Regluverkið í kringum það hefur á sama tíma verið aukið og auknar kröfur um eiginfjárbindingu hafa aukið fjármögnunarkostnað íslenskra fjármálafyrirtækja. Vissulega má færa rök fyrir því að bankastofnanir greiði fyrir t.a.m. ríkisábyrgð innlána á meðan hún er til staðar en slík skattheimta þarf að vera í samræmi við þann opinbera stuðning sem þær hljóta. Einnig væri eðlilegt að slíkur stuðningur væri valkvæður og bankastofnanir hefðu val um hvort þær starfi í skjóli slíkrar ábyrgðar. En er það svo að á meðan að bankarnir borga meira að þá borgi fólkið í landinu minna? Það liggur í hlutarins eðli að fyrirtækin sjálf bera ekki kostnaðinn. Við skattleggjum hvorki hús né borð né stóla. Kostnaðurinn er alltaf borinn af einstaklingum, eigendum, launþegum eða viðskiptavinum og spurningin er einungis hvernig kostnaðurinn dreifist. Til skemmri tíma geta auknar álögur komið fram í minni arðsemi og eigendur þannig borið kostnaðinn. Slíkt er þó ekki jafnvægisástand en á endanum munu allar varanlegar álögur á bankastofnanir skila sér í auknum vaxtamun og þ.a.l. í lakari vaxtakjörum fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Viðskiptavinir bera því ávallt stóran hluta þess kostnaðar sem lagður er á fyrirtækin. Þrátt fyrir að vaxtamunur íslenskra banka hafi lækkað síðustu misserin, m.a. vegna minnkandi verðbólgu, þá er vaxtamunur þeirra enn mikill í alþjóðlegum samanburði. Álagður vaxtamunur veitir sterka vísbendingu um samkeppnishæfni bankanna en margar ástæður eru fyrir því hve mikill hann er hér á landi, og flestar þeirra „sér-íslenskar“. Smæð bankakerfisins, tilkoma fjármagnshafta, mikil eiginfjárbinding, óstöðugt efnahagsumhverfi og mikil skattbyrði í samanburði við önnur lönd er allt til þess fallið að auka vaxtamun, þó ekki sé einungis við ytri þætti að sakast. Rekstrarkostnaður íslensku bankanna er einnig hár, hærri en almennt er hjá erlendum bönkum svipuðum að stærð. Það skyldi því engan undra að erlendir bankar séu orðnir nokkuð fyrirferðarmiklir í útlánum til innlendra fyrirtækja og að þeir séu enn að sækja í sig veðrið. Að vissu leyti er jákvætt að erlendir lánamarkaðir skuli á ný vera að opnast innlendum fyrirtækjum en um leið er mikilvægt að hafa í huga að á meðan að íslenskir bankar búa ekki við sömu starfsskilyrði og erlendir samkeppnisaðilar þá munu þeir ávallt eiga á brattann að sækja. Að öðru óbreyttu er því fyrirséð að útlánamarkaður muni breytast á komandi árum. Sé ætlunin að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja þarf að finna leiðir til að minnka álögur á innlenda starfsemi. Nauðsynlegt er að rjúfa vítahring mikillar skuldsetningar og íþyngjandi vaxtakostnaðar og til þess þarf tvennt að eiga sér stað. Í fyrsta lagi þarf að koma böndum á ríkisútgjöld og nýta svigrúmið sem af því myndast til niðurgreiðslu skulda. Það eitt dugir þó ekki til og þarf í öðru lagi að selja ríkiseignir. Fjármálaráðherra hefur nú þegar boðað sölu á 30% eignarhlut í Landsbankanum en með hliðsjón af skuldsetningu ríkissjóðs yrði það einungis dropi í hafið. Nauðsynlegt er að ganga lengra og t.a.m. endurgreiða gjaldeyrisforðalánin að hluta og huga að sölu á eignarhlut í Landsvirkjun. Allt er þetta samhangandi. Verði ekkert aðhafst til að lækka skuldir ríkissjóðs mun áfram þurfa að skattleggja fólk og fyrirtæki til að standa undir þeim kostnaði. Þeir peningar munu þó ekki falla af himnum ofan heldur mun álagningin skila sér í hærra verði til neytenda. Fyrirtækin verða ósamkeppnishæf og við fáum að borga! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ríkissjóður Íslands er nú loks farinn að skila afgangi hafandi verið rekinn með halla í hálfan áratug frá árinu 2008. Skuldirnar sem söfnuðust á þeim tíma sliga nú ríkissjóð og er svo komið að vaxtagreiðslur eru orðnar meðal þriggja stærstu útgjaldaliða ríkisins. Árlega jafngilda þær nánast öllum viðbótarskatttekjum sem innheimtar eru af fyrirtækjum og heimilum vegna skattahækkana síðustu ára, ríflega 80 milljörðum króna. Þrátt fyrir alvarlega skuldastöðu ríkissjóðs er ekki að merkja hjá núverandi stjórnvöldum metnaðarfull áform um að grynnka á þessum skuldum. Þvert á móti gerir langtímaáætlun stjórnvalda ráð fyrir að skuldahlutfallið lækki aðallega samfara verðbólgu og hagvexti frekar en með beinni niðurgreiðslu skulda. Sú stefna veldur því að vaxtakostnaður verður áfram dragbítur á ríkissjóði og gerir stjórnvöldum erfitt um vik að lækka álögur og auka samkeppnishæfni innlendra aðila. Einhver þarf að borga. Íslenskt fjármálakerfi hefur ekki farið varhluta af auknum skatta- og gjaldaálögum síðastliðinna ára. Regluverkið í kringum það hefur á sama tíma verið aukið og auknar kröfur um eiginfjárbindingu hafa aukið fjármögnunarkostnað íslenskra fjármálafyrirtækja. Vissulega má færa rök fyrir því að bankastofnanir greiði fyrir t.a.m. ríkisábyrgð innlána á meðan hún er til staðar en slík skattheimta þarf að vera í samræmi við þann opinbera stuðning sem þær hljóta. Einnig væri eðlilegt að slíkur stuðningur væri valkvæður og bankastofnanir hefðu val um hvort þær starfi í skjóli slíkrar ábyrgðar. En er það svo að á meðan að bankarnir borga meira að þá borgi fólkið í landinu minna? Það liggur í hlutarins eðli að fyrirtækin sjálf bera ekki kostnaðinn. Við skattleggjum hvorki hús né borð né stóla. Kostnaðurinn er alltaf borinn af einstaklingum, eigendum, launþegum eða viðskiptavinum og spurningin er einungis hvernig kostnaðurinn dreifist. Til skemmri tíma geta auknar álögur komið fram í minni arðsemi og eigendur þannig borið kostnaðinn. Slíkt er þó ekki jafnvægisástand en á endanum munu allar varanlegar álögur á bankastofnanir skila sér í auknum vaxtamun og þ.a.l. í lakari vaxtakjörum fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Viðskiptavinir bera því ávallt stóran hluta þess kostnaðar sem lagður er á fyrirtækin. Þrátt fyrir að vaxtamunur íslenskra banka hafi lækkað síðustu misserin, m.a. vegna minnkandi verðbólgu, þá er vaxtamunur þeirra enn mikill í alþjóðlegum samanburði. Álagður vaxtamunur veitir sterka vísbendingu um samkeppnishæfni bankanna en margar ástæður eru fyrir því hve mikill hann er hér á landi, og flestar þeirra „sér-íslenskar“. Smæð bankakerfisins, tilkoma fjármagnshafta, mikil eiginfjárbinding, óstöðugt efnahagsumhverfi og mikil skattbyrði í samanburði við önnur lönd er allt til þess fallið að auka vaxtamun, þó ekki sé einungis við ytri þætti að sakast. Rekstrarkostnaður íslensku bankanna er einnig hár, hærri en almennt er hjá erlendum bönkum svipuðum að stærð. Það skyldi því engan undra að erlendir bankar séu orðnir nokkuð fyrirferðarmiklir í útlánum til innlendra fyrirtækja og að þeir séu enn að sækja í sig veðrið. Að vissu leyti er jákvætt að erlendir lánamarkaðir skuli á ný vera að opnast innlendum fyrirtækjum en um leið er mikilvægt að hafa í huga að á meðan að íslenskir bankar búa ekki við sömu starfsskilyrði og erlendir samkeppnisaðilar þá munu þeir ávallt eiga á brattann að sækja. Að öðru óbreyttu er því fyrirséð að útlánamarkaður muni breytast á komandi árum. Sé ætlunin að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja þarf að finna leiðir til að minnka álögur á innlenda starfsemi. Nauðsynlegt er að rjúfa vítahring mikillar skuldsetningar og íþyngjandi vaxtakostnaðar og til þess þarf tvennt að eiga sér stað. Í fyrsta lagi þarf að koma böndum á ríkisútgjöld og nýta svigrúmið sem af því myndast til niðurgreiðslu skulda. Það eitt dugir þó ekki til og þarf í öðru lagi að selja ríkiseignir. Fjármálaráðherra hefur nú þegar boðað sölu á 30% eignarhlut í Landsbankanum en með hliðsjón af skuldsetningu ríkissjóðs yrði það einungis dropi í hafið. Nauðsynlegt er að ganga lengra og t.a.m. endurgreiða gjaldeyrisforðalánin að hluta og huga að sölu á eignarhlut í Landsvirkjun. Allt er þetta samhangandi. Verði ekkert aðhafst til að lækka skuldir ríkissjóðs mun áfram þurfa að skattleggja fólk og fyrirtæki til að standa undir þeim kostnaði. Þeir peningar munu þó ekki falla af himnum ofan heldur mun álagningin skila sér í hærra verði til neytenda. Fyrirtækin verða ósamkeppnishæf og við fáum að borga!
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun