Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 10. desember 2014 07:00 Ríkissjóður Íslands er nú loks farinn að skila afgangi hafandi verið rekinn með halla í hálfan áratug frá árinu 2008. Skuldirnar sem söfnuðust á þeim tíma sliga nú ríkissjóð og er svo komið að vaxtagreiðslur eru orðnar meðal þriggja stærstu útgjaldaliða ríkisins. Árlega jafngilda þær nánast öllum viðbótarskatttekjum sem innheimtar eru af fyrirtækjum og heimilum vegna skattahækkana síðustu ára, ríflega 80 milljörðum króna. Þrátt fyrir alvarlega skuldastöðu ríkissjóðs er ekki að merkja hjá núverandi stjórnvöldum metnaðarfull áform um að grynnka á þessum skuldum. Þvert á móti gerir langtímaáætlun stjórnvalda ráð fyrir að skuldahlutfallið lækki aðallega samfara verðbólgu og hagvexti frekar en með beinni niðurgreiðslu skulda. Sú stefna veldur því að vaxtakostnaður verður áfram dragbítur á ríkissjóði og gerir stjórnvöldum erfitt um vik að lækka álögur og auka samkeppnishæfni innlendra aðila. Einhver þarf að borga. Íslenskt fjármálakerfi hefur ekki farið varhluta af auknum skatta- og gjaldaálögum síðastliðinna ára. Regluverkið í kringum það hefur á sama tíma verið aukið og auknar kröfur um eiginfjárbindingu hafa aukið fjármögnunarkostnað íslenskra fjármálafyrirtækja. Vissulega má færa rök fyrir því að bankastofnanir greiði fyrir t.a.m. ríkisábyrgð innlána á meðan hún er til staðar en slík skattheimta þarf að vera í samræmi við þann opinbera stuðning sem þær hljóta. Einnig væri eðlilegt að slíkur stuðningur væri valkvæður og bankastofnanir hefðu val um hvort þær starfi í skjóli slíkrar ábyrgðar. En er það svo að á meðan að bankarnir borga meira að þá borgi fólkið í landinu minna? Það liggur í hlutarins eðli að fyrirtækin sjálf bera ekki kostnaðinn. Við skattleggjum hvorki hús né borð né stóla. Kostnaðurinn er alltaf borinn af einstaklingum, eigendum, launþegum eða viðskiptavinum og spurningin er einungis hvernig kostnaðurinn dreifist. Til skemmri tíma geta auknar álögur komið fram í minni arðsemi og eigendur þannig borið kostnaðinn. Slíkt er þó ekki jafnvægisástand en á endanum munu allar varanlegar álögur á bankastofnanir skila sér í auknum vaxtamun og þ.a.l. í lakari vaxtakjörum fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Viðskiptavinir bera því ávallt stóran hluta þess kostnaðar sem lagður er á fyrirtækin. Þrátt fyrir að vaxtamunur íslenskra banka hafi lækkað síðustu misserin, m.a. vegna minnkandi verðbólgu, þá er vaxtamunur þeirra enn mikill í alþjóðlegum samanburði. Álagður vaxtamunur veitir sterka vísbendingu um samkeppnishæfni bankanna en margar ástæður eru fyrir því hve mikill hann er hér á landi, og flestar þeirra „sér-íslenskar“. Smæð bankakerfisins, tilkoma fjármagnshafta, mikil eiginfjárbinding, óstöðugt efnahagsumhverfi og mikil skattbyrði í samanburði við önnur lönd er allt til þess fallið að auka vaxtamun, þó ekki sé einungis við ytri þætti að sakast. Rekstrarkostnaður íslensku bankanna er einnig hár, hærri en almennt er hjá erlendum bönkum svipuðum að stærð. Það skyldi því engan undra að erlendir bankar séu orðnir nokkuð fyrirferðarmiklir í útlánum til innlendra fyrirtækja og að þeir séu enn að sækja í sig veðrið. Að vissu leyti er jákvætt að erlendir lánamarkaðir skuli á ný vera að opnast innlendum fyrirtækjum en um leið er mikilvægt að hafa í huga að á meðan að íslenskir bankar búa ekki við sömu starfsskilyrði og erlendir samkeppnisaðilar þá munu þeir ávallt eiga á brattann að sækja. Að öðru óbreyttu er því fyrirséð að útlánamarkaður muni breytast á komandi árum. Sé ætlunin að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja þarf að finna leiðir til að minnka álögur á innlenda starfsemi. Nauðsynlegt er að rjúfa vítahring mikillar skuldsetningar og íþyngjandi vaxtakostnaðar og til þess þarf tvennt að eiga sér stað. Í fyrsta lagi þarf að koma böndum á ríkisútgjöld og nýta svigrúmið sem af því myndast til niðurgreiðslu skulda. Það eitt dugir þó ekki til og þarf í öðru lagi að selja ríkiseignir. Fjármálaráðherra hefur nú þegar boðað sölu á 30% eignarhlut í Landsbankanum en með hliðsjón af skuldsetningu ríkissjóðs yrði það einungis dropi í hafið. Nauðsynlegt er að ganga lengra og t.a.m. endurgreiða gjaldeyrisforðalánin að hluta og huga að sölu á eignarhlut í Landsvirkjun. Allt er þetta samhangandi. Verði ekkert aðhafst til að lækka skuldir ríkissjóðs mun áfram þurfa að skattleggja fólk og fyrirtæki til að standa undir þeim kostnaði. Þeir peningar munu þó ekki falla af himnum ofan heldur mun álagningin skila sér í hærra verði til neytenda. Fyrirtækin verða ósamkeppnishæf og við fáum að borga! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ríkissjóður Íslands er nú loks farinn að skila afgangi hafandi verið rekinn með halla í hálfan áratug frá árinu 2008. Skuldirnar sem söfnuðust á þeim tíma sliga nú ríkissjóð og er svo komið að vaxtagreiðslur eru orðnar meðal þriggja stærstu útgjaldaliða ríkisins. Árlega jafngilda þær nánast öllum viðbótarskatttekjum sem innheimtar eru af fyrirtækjum og heimilum vegna skattahækkana síðustu ára, ríflega 80 milljörðum króna. Þrátt fyrir alvarlega skuldastöðu ríkissjóðs er ekki að merkja hjá núverandi stjórnvöldum metnaðarfull áform um að grynnka á þessum skuldum. Þvert á móti gerir langtímaáætlun stjórnvalda ráð fyrir að skuldahlutfallið lækki aðallega samfara verðbólgu og hagvexti frekar en með beinni niðurgreiðslu skulda. Sú stefna veldur því að vaxtakostnaður verður áfram dragbítur á ríkissjóði og gerir stjórnvöldum erfitt um vik að lækka álögur og auka samkeppnishæfni innlendra aðila. Einhver þarf að borga. Íslenskt fjármálakerfi hefur ekki farið varhluta af auknum skatta- og gjaldaálögum síðastliðinna ára. Regluverkið í kringum það hefur á sama tíma verið aukið og auknar kröfur um eiginfjárbindingu hafa aukið fjármögnunarkostnað íslenskra fjármálafyrirtækja. Vissulega má færa rök fyrir því að bankastofnanir greiði fyrir t.a.m. ríkisábyrgð innlána á meðan hún er til staðar en slík skattheimta þarf að vera í samræmi við þann opinbera stuðning sem þær hljóta. Einnig væri eðlilegt að slíkur stuðningur væri valkvæður og bankastofnanir hefðu val um hvort þær starfi í skjóli slíkrar ábyrgðar. En er það svo að á meðan að bankarnir borga meira að þá borgi fólkið í landinu minna? Það liggur í hlutarins eðli að fyrirtækin sjálf bera ekki kostnaðinn. Við skattleggjum hvorki hús né borð né stóla. Kostnaðurinn er alltaf borinn af einstaklingum, eigendum, launþegum eða viðskiptavinum og spurningin er einungis hvernig kostnaðurinn dreifist. Til skemmri tíma geta auknar álögur komið fram í minni arðsemi og eigendur þannig borið kostnaðinn. Slíkt er þó ekki jafnvægisástand en á endanum munu allar varanlegar álögur á bankastofnanir skila sér í auknum vaxtamun og þ.a.l. í lakari vaxtakjörum fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Viðskiptavinir bera því ávallt stóran hluta þess kostnaðar sem lagður er á fyrirtækin. Þrátt fyrir að vaxtamunur íslenskra banka hafi lækkað síðustu misserin, m.a. vegna minnkandi verðbólgu, þá er vaxtamunur þeirra enn mikill í alþjóðlegum samanburði. Álagður vaxtamunur veitir sterka vísbendingu um samkeppnishæfni bankanna en margar ástæður eru fyrir því hve mikill hann er hér á landi, og flestar þeirra „sér-íslenskar“. Smæð bankakerfisins, tilkoma fjármagnshafta, mikil eiginfjárbinding, óstöðugt efnahagsumhverfi og mikil skattbyrði í samanburði við önnur lönd er allt til þess fallið að auka vaxtamun, þó ekki sé einungis við ytri þætti að sakast. Rekstrarkostnaður íslensku bankanna er einnig hár, hærri en almennt er hjá erlendum bönkum svipuðum að stærð. Það skyldi því engan undra að erlendir bankar séu orðnir nokkuð fyrirferðarmiklir í útlánum til innlendra fyrirtækja og að þeir séu enn að sækja í sig veðrið. Að vissu leyti er jákvætt að erlendir lánamarkaðir skuli á ný vera að opnast innlendum fyrirtækjum en um leið er mikilvægt að hafa í huga að á meðan að íslenskir bankar búa ekki við sömu starfsskilyrði og erlendir samkeppnisaðilar þá munu þeir ávallt eiga á brattann að sækja. Að öðru óbreyttu er því fyrirséð að útlánamarkaður muni breytast á komandi árum. Sé ætlunin að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja þarf að finna leiðir til að minnka álögur á innlenda starfsemi. Nauðsynlegt er að rjúfa vítahring mikillar skuldsetningar og íþyngjandi vaxtakostnaðar og til þess þarf tvennt að eiga sér stað. Í fyrsta lagi þarf að koma böndum á ríkisútgjöld og nýta svigrúmið sem af því myndast til niðurgreiðslu skulda. Það eitt dugir þó ekki til og þarf í öðru lagi að selja ríkiseignir. Fjármálaráðherra hefur nú þegar boðað sölu á 30% eignarhlut í Landsbankanum en með hliðsjón af skuldsetningu ríkissjóðs yrði það einungis dropi í hafið. Nauðsynlegt er að ganga lengra og t.a.m. endurgreiða gjaldeyrisforðalánin að hluta og huga að sölu á eignarhlut í Landsvirkjun. Allt er þetta samhangandi. Verði ekkert aðhafst til að lækka skuldir ríkissjóðs mun áfram þurfa að skattleggja fólk og fyrirtæki til að standa undir þeim kostnaði. Þeir peningar munu þó ekki falla af himnum ofan heldur mun álagningin skila sér í hærra verði til neytenda. Fyrirtækin verða ósamkeppnishæf og við fáum að borga!
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar