Kraftajötunn nýtt andlit herrailms Freyr Bjarnason skrifar 29. nóvember 2014 08:00 Jötuninn er nýtt andlit ilmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Vísir/Valli „Ég held að ég sé ágætis andlit fyrir þennan ilm, sérstaklega af því að Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu og svo er ég kallaður The Mountain [Fjallið]. Það er skemmtileg tenging þar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson. Kraftajötuninn er nýtt andlit herrailmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Hingað til hefur Hafþór Júlíus verið þekktastur fyrir að murka lífið úr andstæðingum sínum í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en hefur nú vent kvæði sínu í kross. Spurður hvort ímynd hans sem kraftajötunn bíði ekki hnekki með því að vera andlit nýs ilmvatns segir hann: „Þó að maður sé að leika einhverja skepnu eða skrímsli þá er alltaf gott að koma því á framfæri að maður sé ekki þannig í raunveruleikanum. Ég vil að fólk viti að ég er ágætis náungi. Mér finnst þetta líka mjög góður ilmur, ég held að þetta sé jólagjöfin í ár.“ Herrailmurinn var fyrst settur á markað árið 2011 og þá var leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson andlit hans. „Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og hann umlykur mjög kraftmikil og karlmannleg orka. Þetta er ofboðslega orkumikill jökull,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá Gyðju Collection. „Það má því segja að það hafi hentað einkar vel að fá sterkasta mann í Evrópu til að vera andlit ilmsins hérlendis sem erlendis og ekki skemmir fyrir að hann er þekktur sem The Mountain og nú er hann orðin konungur jökulsins,“ segir hún um valið á Hafþóri. Myndataka fyrir herferðina fór fram í vikunni og gekk vonum framar. „Hann er mikill fagmaður að vinna með og algjörlega fullkomin í hlutverkið, sannur víkingur.“ Sigrún Lilja GuðjónsdóttirHefði verið geðveikt að leika í Bond Hafþór Júlíus kom til greina sem vondi karlinn í næstu James Bond-mynd, eins og greint hefur verið frá. „Það sem helst klikkaði hjá mér er að ég er nýr í þessum bransa,“ segir hann. „Ég á kannski eftir að verða eftirsóttur því það eru fáir í heiminum í þessum stærðarflokki. Stórar Hollywood-myndir eru farnar að hafa samband við mig og sýna mér áhuga. Það heldur kannski aftur af þeim að maður er ungur og hefur ekki mikla reynslu, þannig að árin vinna með mér,“ bætir hann við en tekur fram að hann hafi þegar þurft að hafna hlutverki í Hollywood-mynd vegna þess að hún passaði ekki inn í dagskrána hans. Kraftakarlinn fór út í prufur fyrir Bond og var í miklu sambandi við framleiðendurna. Hann segist ekki vera svekktur yfir því að hafa ekki hreppt hlutverkið. „Ég lít ekki á þetta þannig. Bara að þeir sýndu mér áhuga er geðveikt. Auðvitað hefði verið geðveikt að ná Bondinum, það hefði verið toppurinn á ferlinum.“ Aðspurður segist hann vilja mennta sig betur í leiklistinni, því hann vill geta gert hlutina „110 prósent“ ef hann landar hlutverki í stórri mynd. Game of Thrones Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
„Ég held að ég sé ágætis andlit fyrir þennan ilm, sérstaklega af því að Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu og svo er ég kallaður The Mountain [Fjallið]. Það er skemmtileg tenging þar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson. Kraftajötuninn er nýtt andlit herrailmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Hingað til hefur Hafþór Júlíus verið þekktastur fyrir að murka lífið úr andstæðingum sínum í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en hefur nú vent kvæði sínu í kross. Spurður hvort ímynd hans sem kraftajötunn bíði ekki hnekki með því að vera andlit nýs ilmvatns segir hann: „Þó að maður sé að leika einhverja skepnu eða skrímsli þá er alltaf gott að koma því á framfæri að maður sé ekki þannig í raunveruleikanum. Ég vil að fólk viti að ég er ágætis náungi. Mér finnst þetta líka mjög góður ilmur, ég held að þetta sé jólagjöfin í ár.“ Herrailmurinn var fyrst settur á markað árið 2011 og þá var leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson andlit hans. „Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og hann umlykur mjög kraftmikil og karlmannleg orka. Þetta er ofboðslega orkumikill jökull,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá Gyðju Collection. „Það má því segja að það hafi hentað einkar vel að fá sterkasta mann í Evrópu til að vera andlit ilmsins hérlendis sem erlendis og ekki skemmir fyrir að hann er þekktur sem The Mountain og nú er hann orðin konungur jökulsins,“ segir hún um valið á Hafþóri. Myndataka fyrir herferðina fór fram í vikunni og gekk vonum framar. „Hann er mikill fagmaður að vinna með og algjörlega fullkomin í hlutverkið, sannur víkingur.“ Sigrún Lilja GuðjónsdóttirHefði verið geðveikt að leika í Bond Hafþór Júlíus kom til greina sem vondi karlinn í næstu James Bond-mynd, eins og greint hefur verið frá. „Það sem helst klikkaði hjá mér er að ég er nýr í þessum bransa,“ segir hann. „Ég á kannski eftir að verða eftirsóttur því það eru fáir í heiminum í þessum stærðarflokki. Stórar Hollywood-myndir eru farnar að hafa samband við mig og sýna mér áhuga. Það heldur kannski aftur af þeim að maður er ungur og hefur ekki mikla reynslu, þannig að árin vinna með mér,“ bætir hann við en tekur fram að hann hafi þegar þurft að hafna hlutverki í Hollywood-mynd vegna þess að hún passaði ekki inn í dagskrána hans. Kraftakarlinn fór út í prufur fyrir Bond og var í miklu sambandi við framleiðendurna. Hann segist ekki vera svekktur yfir því að hafa ekki hreppt hlutverkið. „Ég lít ekki á þetta þannig. Bara að þeir sýndu mér áhuga er geðveikt. Auðvitað hefði verið geðveikt að ná Bondinum, það hefði verið toppurinn á ferlinum.“ Aðspurður segist hann vilja mennta sig betur í leiklistinni, því hann vill geta gert hlutina „110 prósent“ ef hann landar hlutverki í stórri mynd.
Game of Thrones Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira