Breski dreifingaraðilinn Arrow Films hefur tryggt sér réttinn á tryllinum Return to Sender með Rosamund Pike, Shiloh Fernandez og Nick Nolte í aðalhlutverkum.
Pike sló í gegn í mynd Davids Fincher, Gone Girl. Í Return to Sender leikur hún hjúkrunarfræðing í litlum bæ sem verður fyrir árás ókunnugs manni á heimili sínu.
Eftir að hann er handtekinn heimsækir hún hann í fangelsið og vingast við hann, gegn vilja föður síns.
Rosamund Pike í nýjum trylli
