Milliríkjasamvinna og sjálfsmörk Einar Benediktsson skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Mikið var um að vera nýlega vegna funda þjóðaleiðtoga um efnahagssamvinnu í Asíu. Fyrst var það vegna Kyrrahafsefnahagssamvinnunnar (APEC) í Kína, því næst sams konar toppfunda Suðaustur-Asíubandalagsins (ASEAN) og Austur-Asíubandalagsins (EAS) í Burma og síðast en ekki síst leiðtogafundar helstu iðnríkja heims (G-20) í Ástralíu. Að sjálfsögðu hafa slíkir fundir pólitíska þýðingu um staðfestu ákvarðana um frjáls viðskipti og reyndar ekki síður vegna samráðs utan dagskrár. Þess var vissulega þörf á þessum síðustu og verstu tímum átaka, sundrungar og óvissu. Á G-20-fundinum í Brisbane þótti það því mjög til tíðinda að Angela Merkel og Vladimír Pútín áttu tveggja manna tal í einar fjórar klukkustundir. Engir aðstoðarmenn, fundarritarar eða túlkar voru þar viðstaddir enda kann Þýskalandskanslari rússnesku og Rússlandsforseti þýsku. Ekkert var tilkynnt um árangur eða vöntun slíks í Úkraínudeilunni eða öðrum samskiptaárekstrum við Rússa og þá fyrst og fremst vegna ógnar af aukinni hervæðingu með kjarnavopnum. Um þau mál kallar heimsbyggðin á viðræður þeirra sem málum ráða. Þannig opin samskipti voru í vaxandi mæli á milli NATO og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins og beint símsamband mátti virkja milli leiðtoga í Washington og Moskvu, m.a. til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð af slysni. Vegna fundar APEC í Beijing áttu Xi Jinping og Barack Obama viðræður sem vonandi léttir pólitísku spennu vegna yfirgangs Kínverja við strandríkin Filippseyjar, Víetnam og Japan. Þetta snertir olíulindir í Suður-Kínahafi en risaolíufyrirtæki þeirra, CNOOC, hefur þar verið að verki boðflennu. Sagnfræðingar segja þetta venjulega árekstra nýs valdaríkis við heimsveldi sem fyrir voru, einkum á 20. öld. En er ekki staðan nú, að kínverskir leiðtogar boða nýtt fyrirkomulag heimsmála stórveldasambúðar (e. major-country relationship) þar sem þeir ráða væntanlega einir og afskiptalaust öllu sem þá skiptir máli. Og þá væntanlega að þeir hafi frjálsar hendur til umsvifa vegna nýtingar hráefna og orku víða um heim. Til landtöku þeirra í Afríku hafa flust milljón Kínverjar á einum áratug og þeir virðast ætla sér svipað hlutverk á Grænlandi og hafsvæði þess og okkar, með Ísland að bækistöð. Var það ekki misráðið mjög að gera fyrstir Evrópuþjóða fríverslunarsamning við Kína, að hleypa CNOOC sem ráðandi hluthafa í olíuleit á okkar eigin Drekasvæði og láta sem ekkert sé yfir duldum áformum um risahöfn í Finnafirði? Með forsetann í fararbroddi var farið offari í opinberum heimsóknum júbelerandi nýfenginni vináttu við 1,3 milljarða ágætisfólks þar eystra, eins og helst ætti við um fíl og mýflugu. Í Kínasamskiptunum er búið að gera hættulega mörg sjálfsmörk og því verður að hefja nýja sókn að réttu marki. Góð tíðindi frá Brisbane voru af leiðtogafundi Bandaríkjanna og ESB um um hinn víðtæka fyrirhugaða samning þeirra aðila um viðskipti og fjárfestingar – Transatlantic Trade and Investment Pact. Herða skal á að ljúka samningum á næsta ári. Aðild Íslands að þessum svokallaða TTIP-samningi er stórhagsmunamál. Í þessum löndum er nær allur markaður okkar á vörum og þjónustu. Tollfrelsi í viðskiptum við Bandaríkin er þýðingarmikið en nú er það meginatriðið að reglugerðir og staðlar séu svo samræmd að hamli ekki viðskiptum. Greitt verður fyrir fjármála- og bankaþjónustu og fyrirhuguð er vernd fyrir fjárfesta. Markvert við þennan samning eru þau nýmæli að honum er sérstaklega ætlað að mæta hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Og þá er komið að einu lykilatriði íslenskrar hagsmunagæslu. Sem umsækjandi um aðild að ESB, gætum við strax farið að undirbúa þátttöku í TTIP. Af þeirri og fleiri ástæðum er slit aðildarviðræðnanna við ESB alvarlegasta sjálfsmarkið. Þeim málum verður ekki sinnt frá hliðarlínunni EFTA. Annað lykilatriði er að efla varnar- og öryggissamvinnuna við Bandaríkin og Norðurlöndin sem sinna hér loftrýmisgæslu Frá Noregi berast þau tíðindi að vegna aukinnar ógnar af hryðjuverkum hafi dómsmálaráðherrann ákveðið, að lögreglan skuli bera skotvopn daglega. Hvert er annars hættumatið á Íslandi, ef eitthvað er? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Olíuleit á Drekasvæði Utanríkismál Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mikið var um að vera nýlega vegna funda þjóðaleiðtoga um efnahagssamvinnu í Asíu. Fyrst var það vegna Kyrrahafsefnahagssamvinnunnar (APEC) í Kína, því næst sams konar toppfunda Suðaustur-Asíubandalagsins (ASEAN) og Austur-Asíubandalagsins (EAS) í Burma og síðast en ekki síst leiðtogafundar helstu iðnríkja heims (G-20) í Ástralíu. Að sjálfsögðu hafa slíkir fundir pólitíska þýðingu um staðfestu ákvarðana um frjáls viðskipti og reyndar ekki síður vegna samráðs utan dagskrár. Þess var vissulega þörf á þessum síðustu og verstu tímum átaka, sundrungar og óvissu. Á G-20-fundinum í Brisbane þótti það því mjög til tíðinda að Angela Merkel og Vladimír Pútín áttu tveggja manna tal í einar fjórar klukkustundir. Engir aðstoðarmenn, fundarritarar eða túlkar voru þar viðstaddir enda kann Þýskalandskanslari rússnesku og Rússlandsforseti þýsku. Ekkert var tilkynnt um árangur eða vöntun slíks í Úkraínudeilunni eða öðrum samskiptaárekstrum við Rússa og þá fyrst og fremst vegna ógnar af aukinni hervæðingu með kjarnavopnum. Um þau mál kallar heimsbyggðin á viðræður þeirra sem málum ráða. Þannig opin samskipti voru í vaxandi mæli á milli NATO og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins og beint símsamband mátti virkja milli leiðtoga í Washington og Moskvu, m.a. til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð af slysni. Vegna fundar APEC í Beijing áttu Xi Jinping og Barack Obama viðræður sem vonandi léttir pólitísku spennu vegna yfirgangs Kínverja við strandríkin Filippseyjar, Víetnam og Japan. Þetta snertir olíulindir í Suður-Kínahafi en risaolíufyrirtæki þeirra, CNOOC, hefur þar verið að verki boðflennu. Sagnfræðingar segja þetta venjulega árekstra nýs valdaríkis við heimsveldi sem fyrir voru, einkum á 20. öld. En er ekki staðan nú, að kínverskir leiðtogar boða nýtt fyrirkomulag heimsmála stórveldasambúðar (e. major-country relationship) þar sem þeir ráða væntanlega einir og afskiptalaust öllu sem þá skiptir máli. Og þá væntanlega að þeir hafi frjálsar hendur til umsvifa vegna nýtingar hráefna og orku víða um heim. Til landtöku þeirra í Afríku hafa flust milljón Kínverjar á einum áratug og þeir virðast ætla sér svipað hlutverk á Grænlandi og hafsvæði þess og okkar, með Ísland að bækistöð. Var það ekki misráðið mjög að gera fyrstir Evrópuþjóða fríverslunarsamning við Kína, að hleypa CNOOC sem ráðandi hluthafa í olíuleit á okkar eigin Drekasvæði og láta sem ekkert sé yfir duldum áformum um risahöfn í Finnafirði? Með forsetann í fararbroddi var farið offari í opinberum heimsóknum júbelerandi nýfenginni vináttu við 1,3 milljarða ágætisfólks þar eystra, eins og helst ætti við um fíl og mýflugu. Í Kínasamskiptunum er búið að gera hættulega mörg sjálfsmörk og því verður að hefja nýja sókn að réttu marki. Góð tíðindi frá Brisbane voru af leiðtogafundi Bandaríkjanna og ESB um um hinn víðtæka fyrirhugaða samning þeirra aðila um viðskipti og fjárfestingar – Transatlantic Trade and Investment Pact. Herða skal á að ljúka samningum á næsta ári. Aðild Íslands að þessum svokallaða TTIP-samningi er stórhagsmunamál. Í þessum löndum er nær allur markaður okkar á vörum og þjónustu. Tollfrelsi í viðskiptum við Bandaríkin er þýðingarmikið en nú er það meginatriðið að reglugerðir og staðlar séu svo samræmd að hamli ekki viðskiptum. Greitt verður fyrir fjármála- og bankaþjónustu og fyrirhuguð er vernd fyrir fjárfesta. Markvert við þennan samning eru þau nýmæli að honum er sérstaklega ætlað að mæta hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Og þá er komið að einu lykilatriði íslenskrar hagsmunagæslu. Sem umsækjandi um aðild að ESB, gætum við strax farið að undirbúa þátttöku í TTIP. Af þeirri og fleiri ástæðum er slit aðildarviðræðnanna við ESB alvarlegasta sjálfsmarkið. Þeim málum verður ekki sinnt frá hliðarlínunni EFTA. Annað lykilatriði er að efla varnar- og öryggissamvinnuna við Bandaríkin og Norðurlöndin sem sinna hér loftrýmisgæslu Frá Noregi berast þau tíðindi að vegna aukinnar ógnar af hryðjuverkum hafi dómsmálaráðherrann ákveðið, að lögreglan skuli bera skotvopn daglega. Hvert er annars hættumatið á Íslandi, ef eitthvað er?
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun