Sveppi á núlli þrátt fyrir vinsældir Freyr Bjarnason skrifar 21. nóvember 2014 09:00 Nýja Sveppamyndin hefur farið mjög vel af stað í kvikmyndahúsum landsins. „Við komum mögulega út á núlli,“ segir Bragi Þór Hinriksson leikstjóri ævintýramyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum. Myndin hefur verið á meðal þeirra vinsælustu á landinu síðan hún var frumsýnd í lok október og hafa 28 þúsund manns séð hana, sem er meira en á aðrar Sveppamyndir eftir svipaðan tíma. Allt stefnir því í að hún muni fari fram úr Algjörum Sveppa og dularfulla hótelherberginu frá árinu 2010 sem er vinsælasta Sveppamyndin til þessa með rúmlega 37 þúsund áhorfendur. Þrátt fyrir þennan góða árangur er ekkert víst að nýja myndin skili nokkrum hagnaði, að sögn Braga Þórs. Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á sjötíu milljónir króna. „Við fengum svo lágan styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og að ég held lægsta styrkinn á árinu,“ segir hann. Styrkurinn nam fimmtán milljónum króna en Bragi Þór segir að flestar myndir fái á bilinu þrjátíu til sextíu milljónir króna í styrk. „Við höfum aldrei fengið alvöru styrk. Við fengum tólf milljónir fyrir fyrstu myndina, fimmtán fyrir aðra og þrjátíu fyrir mynd númer þrjú en hún var langdýrust af þeim,“ segir hann og á við Algjöran Sveppa og töfraskápinn sem kostaði 129 milljónir króna. „Plönin okkar eru þannig að við borgum öllum öðrum fyrst og svo fáum við laun sjálfir í lokin, ef það gengur vel.“ Hingað til hefur aðsóknin einmitt verið nógu mikil til þess. Miðaverð á Algjöran Sveppa og Gói bjargar málunum er á bilinu 950 til 1.500 krónur. Spurður hversu marga áhorfendur þurfi til að Bragi Þór og Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, fái sjálfir laun sem framleiðendur segir hann að í kringum átján þúsund bíógesti þurfi til þess. „Ef við værum að fá undir tíu þúsund manna aðsókn fengjum við engin laun.“ Við framleiðslu myndarinnar hjálpaði til að Bragi Þór og Sveppi fengu miðatekjurnar borgaðar út fyrir fram hjá Sambíóunum. Sá peningur fór allur í framleiðsluna. „Dreifingaraðilinn tekur oft þátt í framleiðslunni á þennan hátt en það er allur gangur á því. Það er yfir höfuð bara erfitt að fjármagna myndir á Íslandi.“ Hvað framhaldið varðar segir Bragi Þór að ekkert hafi verið ákveðið með fleiri Sveppamyndir. „En við stefnum að því að gera bíómyndir í framtíðinni. Það eru margar hugmyndir í farvatninu.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Við komum mögulega út á núlli,“ segir Bragi Þór Hinriksson leikstjóri ævintýramyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum. Myndin hefur verið á meðal þeirra vinsælustu á landinu síðan hún var frumsýnd í lok október og hafa 28 þúsund manns séð hana, sem er meira en á aðrar Sveppamyndir eftir svipaðan tíma. Allt stefnir því í að hún muni fari fram úr Algjörum Sveppa og dularfulla hótelherberginu frá árinu 2010 sem er vinsælasta Sveppamyndin til þessa með rúmlega 37 þúsund áhorfendur. Þrátt fyrir þennan góða árangur er ekkert víst að nýja myndin skili nokkrum hagnaði, að sögn Braga Þórs. Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á sjötíu milljónir króna. „Við fengum svo lágan styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og að ég held lægsta styrkinn á árinu,“ segir hann. Styrkurinn nam fimmtán milljónum króna en Bragi Þór segir að flestar myndir fái á bilinu þrjátíu til sextíu milljónir króna í styrk. „Við höfum aldrei fengið alvöru styrk. Við fengum tólf milljónir fyrir fyrstu myndina, fimmtán fyrir aðra og þrjátíu fyrir mynd númer þrjú en hún var langdýrust af þeim,“ segir hann og á við Algjöran Sveppa og töfraskápinn sem kostaði 129 milljónir króna. „Plönin okkar eru þannig að við borgum öllum öðrum fyrst og svo fáum við laun sjálfir í lokin, ef það gengur vel.“ Hingað til hefur aðsóknin einmitt verið nógu mikil til þess. Miðaverð á Algjöran Sveppa og Gói bjargar málunum er á bilinu 950 til 1.500 krónur. Spurður hversu marga áhorfendur þurfi til að Bragi Þór og Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, fái sjálfir laun sem framleiðendur segir hann að í kringum átján þúsund bíógesti þurfi til þess. „Ef við værum að fá undir tíu þúsund manna aðsókn fengjum við engin laun.“ Við framleiðslu myndarinnar hjálpaði til að Bragi Þór og Sveppi fengu miðatekjurnar borgaðar út fyrir fram hjá Sambíóunum. Sá peningur fór allur í framleiðsluna. „Dreifingaraðilinn tekur oft þátt í framleiðslunni á þennan hátt en það er allur gangur á því. Það er yfir höfuð bara erfitt að fjármagna myndir á Íslandi.“ Hvað framhaldið varðar segir Bragi Þór að ekkert hafi verið ákveðið með fleiri Sveppamyndir. „En við stefnum að því að gera bíómyndir í framtíðinni. Það eru margar hugmyndir í farvatninu.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning