Tarantino hættir eftir tíu myndir 13. nóvember 2014 16:30 Tarantino og Travolta Leikstjórinn ætlar að gera tvær myndir í viðbót fyrir utan þá nýjustu, The Hateful Eight. Vísir/Getty Quentin Tarantino segist ætla að hætta að leikstýra eftir að hann lýkur við sína tíundu kvikmynd. „Maður á ekki að vera uppi á sviði þangað til fólk grátbiður mann að fara í burtu,“ sagði Tarantino við áhorfendur á kvikmyndaráðstefnunni American Film Market í Santa Monica. Hann er þessa dagana að kynna sína nýjustu mynd, vestrann The Hateful Eight, sem verður frumsýndur á næsta ári. „Ég geri tvær í viðbót á eftir þessari. Mér finnst það góð tilhugsun að hætta eftir tíu myndir. Þetta er ekki fastneglt en ég stefni að þessu,“ sagði hinn 51 árs leikstjóri. Hann bætti við að leikstjórn væri fyrir ungt fólk og hann ætlaði að semja leikrit og bækur í staðinn. „Ég hef gaman af þeirri tilhugsun að áhorfendur vilji fá aðeins meira. Mér finnst að ungt fólk eigi að vera í leikstjórn og ég er skotinn í þeirri hugmynd að naflastrengur verði á milli fyrstu og síðustu myndarinnar minnar. Ég er ekki að reyna að gera lítið úr neinum sem hefur aðra skoðun, en ég vil hætta á meðan ég er enn sterkur.“ Þeir sem voru með honum á ráðstefnunni gerðu dálítið grín að honum, þar á meðal leikarinn Samuel L. Jackson. „Hvað ætlar Quentin að gera við sjálfan sig ef hann ætlar að standa við þetta?“ sagði Jackson, sem hefur starfað með Tarantino í myndum á borð við Pulp Ficton og Jackie Brown. Leikstjórinn ætlaði í janúar að hætta við að gera The Hateful Eight eftir að handriti myndarinnar var lekið á netið. Síðar meir hætti hann við og ákvað að búa myndina til, aðdáendum hans til mikillar ánægju. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Quentin Tarantino segist ætla að hætta að leikstýra eftir að hann lýkur við sína tíundu kvikmynd. „Maður á ekki að vera uppi á sviði þangað til fólk grátbiður mann að fara í burtu,“ sagði Tarantino við áhorfendur á kvikmyndaráðstefnunni American Film Market í Santa Monica. Hann er þessa dagana að kynna sína nýjustu mynd, vestrann The Hateful Eight, sem verður frumsýndur á næsta ári. „Ég geri tvær í viðbót á eftir þessari. Mér finnst það góð tilhugsun að hætta eftir tíu myndir. Þetta er ekki fastneglt en ég stefni að þessu,“ sagði hinn 51 árs leikstjóri. Hann bætti við að leikstjórn væri fyrir ungt fólk og hann ætlaði að semja leikrit og bækur í staðinn. „Ég hef gaman af þeirri tilhugsun að áhorfendur vilji fá aðeins meira. Mér finnst að ungt fólk eigi að vera í leikstjórn og ég er skotinn í þeirri hugmynd að naflastrengur verði á milli fyrstu og síðustu myndarinnar minnar. Ég er ekki að reyna að gera lítið úr neinum sem hefur aðra skoðun, en ég vil hætta á meðan ég er enn sterkur.“ Þeir sem voru með honum á ráðstefnunni gerðu dálítið grín að honum, þar á meðal leikarinn Samuel L. Jackson. „Hvað ætlar Quentin að gera við sjálfan sig ef hann ætlar að standa við þetta?“ sagði Jackson, sem hefur starfað með Tarantino í myndum á borð við Pulp Ficton og Jackie Brown. Leikstjórinn ætlaði í janúar að hætta við að gera The Hateful Eight eftir að handriti myndarinnar var lekið á netið. Síðar meir hætti hann við og ákvað að búa myndina til, aðdáendum hans til mikillar ánægju.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira