Túlkar hvert spark sem ánægju Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 00:01 Sigríður Eir segir að allir muni skilja ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Fréttablaðið/Ernir Sigríður Eir Zophoníasdóttir, söngkona og gítarleikari, hefur í nægu að snúast þessa dagana því auk tónleikahalds gengur hún með sitt fyrsta barn og er komin rúma 8 mánuði á leið. Sigríður Eir skipar ásamt Völu Höskuldsdóttur Hljómsveitina Evu sem spilar á þremur „off-venue“ viðburðum á Airwaves-hátíðinni sem fram fer í vikunni og gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“. Hljómsveitin Eva stefnir á að halda jólatónleika í Fríkirkjunni viku fyrir settan dag. „Stúlkan sem ég geng með er rosa glöð með þetta og sparkar alveg á fullu þegar ég er að spila. Það myndast einhver titringur í legvatninu þegar ég spila á gítarinn. Ég hef ákveðið að túlka spörkin sem ánægju frekar en mótmæli,“ segir Sigríður Eir hress í bragði en hún hefur þurft að laga spilamennskuna að auknu umfangi óléttubumbunnar og spilar því með gítarinn aðeins út á hlið. Sigríður Eir segir lítið stress fylgja tónleikunum þrátt fyrir að þeir séu á dagskrá svo stuttu fyrir settan dag: „Það munu allir skilja það ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Ég vona bara að ég verði ekki alveg að springa þegar það kemur að þessu. Við seljum enga miða í forsölu svo það verður enginn fyrir brjáluðum vonbrigðum.“Tók plötuna upp í Berufirði Hljómsveitin Eva gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“, og heldur af því tilefni útgáfutónleika 13. nóvember á Café Rósenberg. Platan var tekin upp í Berufirði á bænum Karlsstöðum en fjármögnun hennar fór að miklu leyti fram í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund. Airwaves Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Sigríður Eir Zophoníasdóttir, söngkona og gítarleikari, hefur í nægu að snúast þessa dagana því auk tónleikahalds gengur hún með sitt fyrsta barn og er komin rúma 8 mánuði á leið. Sigríður Eir skipar ásamt Völu Höskuldsdóttur Hljómsveitina Evu sem spilar á þremur „off-venue“ viðburðum á Airwaves-hátíðinni sem fram fer í vikunni og gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“. Hljómsveitin Eva stefnir á að halda jólatónleika í Fríkirkjunni viku fyrir settan dag. „Stúlkan sem ég geng með er rosa glöð með þetta og sparkar alveg á fullu þegar ég er að spila. Það myndast einhver titringur í legvatninu þegar ég spila á gítarinn. Ég hef ákveðið að túlka spörkin sem ánægju frekar en mótmæli,“ segir Sigríður Eir hress í bragði en hún hefur þurft að laga spilamennskuna að auknu umfangi óléttubumbunnar og spilar því með gítarinn aðeins út á hlið. Sigríður Eir segir lítið stress fylgja tónleikunum þrátt fyrir að þeir séu á dagskrá svo stuttu fyrir settan dag: „Það munu allir skilja það ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Ég vona bara að ég verði ekki alveg að springa þegar það kemur að þessu. Við seljum enga miða í forsölu svo það verður enginn fyrir brjáluðum vonbrigðum.“Tók plötuna upp í Berufirði Hljómsveitin Eva gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“, og heldur af því tilefni útgáfutónleika 13. nóvember á Café Rósenberg. Platan var tekin upp í Berufirði á bænum Karlsstöðum en fjármögnun hennar fór að miklu leyti fram í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund.
Airwaves Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira