Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Svavar Hávarðsson skrifar 5. nóvember 2014 00:01 Haraldur Briem „Það er í okkar augum mikilvægt að gera heilsufarskönnun til að átta okkur á því hvort mengunin frá eldgosinu hefur áhrif til lengri og skemmri tíma,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um rannsókn sem nú er á teikniborðinu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Fyrirfram telur Haraldur að áhrifin séu ekki mikil eða alvarleg, nema fyrir þá sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma. Hins vegar sé á litlu að byggja þar sem þetta hefur lítt verið kannað. „Þó há gildi mælist í stuttan tíma þá sýnist okkur að þetta eigi ekki að hafa varanleg áhrif á nokkurn hátt. En þetta verðum við að vita fyrir víst,“ segir Haraldur og vísar til þess að könnun sem þessi hafi áður verið framkvæmd hér nýlega. Strax í upphafi eldgoss í Eyjafjallajökli vorið 2010 voru 207 íbúar á bæjum sunnan við jökulinn rannsakaðir af læknum með öndunarmælingum meðal annars. Rannsakaðir voru 100 karlar og 107 konur. Af þessum 207 voru 40 börn. Niðurstaðan varð að engin merki voru um alvarleg heilsufarsáhrif, en skammtímaáhrif voru nokkur hjá þeim sem veikastir voru fyrir. Viðbrögð vegna eldgosa norðan Vatnajökuls og kostnaður ríkissjóðs var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Þar var samþykkt að veita tæpum 700 milljónum króna til þeirra lykilstofnana sem bera hitann og þungann af aðgerðum vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul. Rannsókn landlæknis er innan þessara fjárheimilda, en erindi embættisins um sex mánaða rannsókn var samþykkt – en um eftirlit vegna áhrifa gasmengunar á heilsufar almennings er að ræða. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins kemur fram að veittar verða 329 milljónir til lykilstofnana vegna aðgerða í ágúst og september. Fyrir þá þrjá mánuði sem út af standa til áramóta eru 358 milljónir til viðbótar eyrnamerktar – til að bregðast við því ef ástandið á gosstöðvunum helst óbreytt. Féð verður nýtt samkvæmt tillögum samráðshóps vegna eldgossins og ríkisstjórnar, eftir atvikum. Innan þessara fjárheimilda er fjölgun nettengdra mengunarmæla sem mæla styrk brennisteinsdíoxíðs sem mjög gerir vart við sig víða um land, en einnig er lagt til að hefja mælingar á styrk brennisteinssýru.svavar@frettabladid.is Bárðarbunga Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Það er í okkar augum mikilvægt að gera heilsufarskönnun til að átta okkur á því hvort mengunin frá eldgosinu hefur áhrif til lengri og skemmri tíma,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um rannsókn sem nú er á teikniborðinu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Fyrirfram telur Haraldur að áhrifin séu ekki mikil eða alvarleg, nema fyrir þá sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma. Hins vegar sé á litlu að byggja þar sem þetta hefur lítt verið kannað. „Þó há gildi mælist í stuttan tíma þá sýnist okkur að þetta eigi ekki að hafa varanleg áhrif á nokkurn hátt. En þetta verðum við að vita fyrir víst,“ segir Haraldur og vísar til þess að könnun sem þessi hafi áður verið framkvæmd hér nýlega. Strax í upphafi eldgoss í Eyjafjallajökli vorið 2010 voru 207 íbúar á bæjum sunnan við jökulinn rannsakaðir af læknum með öndunarmælingum meðal annars. Rannsakaðir voru 100 karlar og 107 konur. Af þessum 207 voru 40 börn. Niðurstaðan varð að engin merki voru um alvarleg heilsufarsáhrif, en skammtímaáhrif voru nokkur hjá þeim sem veikastir voru fyrir. Viðbrögð vegna eldgosa norðan Vatnajökuls og kostnaður ríkissjóðs var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Þar var samþykkt að veita tæpum 700 milljónum króna til þeirra lykilstofnana sem bera hitann og þungann af aðgerðum vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul. Rannsókn landlæknis er innan þessara fjárheimilda, en erindi embættisins um sex mánaða rannsókn var samþykkt – en um eftirlit vegna áhrifa gasmengunar á heilsufar almennings er að ræða. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins kemur fram að veittar verða 329 milljónir til lykilstofnana vegna aðgerða í ágúst og september. Fyrir þá þrjá mánuði sem út af standa til áramóta eru 358 milljónir til viðbótar eyrnamerktar – til að bregðast við því ef ástandið á gosstöðvunum helst óbreytt. Féð verður nýtt samkvæmt tillögum samráðshóps vegna eldgossins og ríkisstjórnar, eftir atvikum. Innan þessara fjárheimilda er fjölgun nettengdra mengunarmæla sem mæla styrk brennisteinsdíoxíðs sem mjög gerir vart við sig víða um land, en einnig er lagt til að hefja mælingar á styrk brennisteinssýru.svavar@frettabladid.is
Bárðarbunga Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira