Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Svavar Hávarðsson skrifar 5. nóvember 2014 00:01 Haraldur Briem „Það er í okkar augum mikilvægt að gera heilsufarskönnun til að átta okkur á því hvort mengunin frá eldgosinu hefur áhrif til lengri og skemmri tíma,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um rannsókn sem nú er á teikniborðinu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Fyrirfram telur Haraldur að áhrifin séu ekki mikil eða alvarleg, nema fyrir þá sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma. Hins vegar sé á litlu að byggja þar sem þetta hefur lítt verið kannað. „Þó há gildi mælist í stuttan tíma þá sýnist okkur að þetta eigi ekki að hafa varanleg áhrif á nokkurn hátt. En þetta verðum við að vita fyrir víst,“ segir Haraldur og vísar til þess að könnun sem þessi hafi áður verið framkvæmd hér nýlega. Strax í upphafi eldgoss í Eyjafjallajökli vorið 2010 voru 207 íbúar á bæjum sunnan við jökulinn rannsakaðir af læknum með öndunarmælingum meðal annars. Rannsakaðir voru 100 karlar og 107 konur. Af þessum 207 voru 40 börn. Niðurstaðan varð að engin merki voru um alvarleg heilsufarsáhrif, en skammtímaáhrif voru nokkur hjá þeim sem veikastir voru fyrir. Viðbrögð vegna eldgosa norðan Vatnajökuls og kostnaður ríkissjóðs var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Þar var samþykkt að veita tæpum 700 milljónum króna til þeirra lykilstofnana sem bera hitann og þungann af aðgerðum vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul. Rannsókn landlæknis er innan þessara fjárheimilda, en erindi embættisins um sex mánaða rannsókn var samþykkt – en um eftirlit vegna áhrifa gasmengunar á heilsufar almennings er að ræða. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins kemur fram að veittar verða 329 milljónir til lykilstofnana vegna aðgerða í ágúst og september. Fyrir þá þrjá mánuði sem út af standa til áramóta eru 358 milljónir til viðbótar eyrnamerktar – til að bregðast við því ef ástandið á gosstöðvunum helst óbreytt. Féð verður nýtt samkvæmt tillögum samráðshóps vegna eldgossins og ríkisstjórnar, eftir atvikum. Innan þessara fjárheimilda er fjölgun nettengdra mengunarmæla sem mæla styrk brennisteinsdíoxíðs sem mjög gerir vart við sig víða um land, en einnig er lagt til að hefja mælingar á styrk brennisteinssýru.svavar@frettabladid.is Bárðarbunga Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
„Það er í okkar augum mikilvægt að gera heilsufarskönnun til að átta okkur á því hvort mengunin frá eldgosinu hefur áhrif til lengri og skemmri tíma,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um rannsókn sem nú er á teikniborðinu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Fyrirfram telur Haraldur að áhrifin séu ekki mikil eða alvarleg, nema fyrir þá sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma. Hins vegar sé á litlu að byggja þar sem þetta hefur lítt verið kannað. „Þó há gildi mælist í stuttan tíma þá sýnist okkur að þetta eigi ekki að hafa varanleg áhrif á nokkurn hátt. En þetta verðum við að vita fyrir víst,“ segir Haraldur og vísar til þess að könnun sem þessi hafi áður verið framkvæmd hér nýlega. Strax í upphafi eldgoss í Eyjafjallajökli vorið 2010 voru 207 íbúar á bæjum sunnan við jökulinn rannsakaðir af læknum með öndunarmælingum meðal annars. Rannsakaðir voru 100 karlar og 107 konur. Af þessum 207 voru 40 börn. Niðurstaðan varð að engin merki voru um alvarleg heilsufarsáhrif, en skammtímaáhrif voru nokkur hjá þeim sem veikastir voru fyrir. Viðbrögð vegna eldgosa norðan Vatnajökuls og kostnaður ríkissjóðs var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Þar var samþykkt að veita tæpum 700 milljónum króna til þeirra lykilstofnana sem bera hitann og þungann af aðgerðum vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul. Rannsókn landlæknis er innan þessara fjárheimilda, en erindi embættisins um sex mánaða rannsókn var samþykkt – en um eftirlit vegna áhrifa gasmengunar á heilsufar almennings er að ræða. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins kemur fram að veittar verða 329 milljónir til lykilstofnana vegna aðgerða í ágúst og september. Fyrir þá þrjá mánuði sem út af standa til áramóta eru 358 milljónir til viðbótar eyrnamerktar – til að bregðast við því ef ástandið á gosstöðvunum helst óbreytt. Féð verður nýtt samkvæmt tillögum samráðshóps vegna eldgossins og ríkisstjórnar, eftir atvikum. Innan þessara fjárheimilda er fjölgun nettengdra mengunarmæla sem mæla styrk brennisteinsdíoxíðs sem mjög gerir vart við sig víða um land, en einnig er lagt til að hefja mælingar á styrk brennisteinssýru.svavar@frettabladid.is
Bárðarbunga Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent