Húsum okkur upp með skynseminni Eygló Harðardóttir skrifar 22. október 2014 08:41 Enn fjölgar sveitarfélögum sem telja skort á leiguhúsnæði. Á höfuðborgarsvæðinu telur aðeins Garðabær að framboð leiguíbúða í sveitarfélaginu sé nóg. Samtímis eru um 1.800 manns á biðlista hjá sjö stærstu sveitarfélögunum, þorrinn á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu eftir að ég tók við ráðherraembætti minnti ég á júlísamkomulag aðila vinnumarkaðarins frá 1965 um stórátak til að leysa brýnan húsnæðisskort. Samkomulagið var liður í lausn erfiðrar vinnudeilu og var samið um byggingu 1.250 íbúða fyrir lágtekjufólk í Reykjavík. Benti ég á að í aðdraganda erfiðra kjarasamninga gætu samningar af þessum toga reynst skynsamlegir. Verkalýðshreyfingin hefur nokkra reynslu af samkomulagi við atvinnurekendur um framlög í fræðslusjóði, orlofssjóði og sjúkrasjóði og síðast árið 2011 náðist samkomulag við atvinnurekendur um að þeir greiddu árlega rúman einn milljarð króna í starfsendurhæfingarsjóði. Hvers vegna ekki að semja við atvinnurekendur um sérstakt framlag í húsnæðissjóði á vegum verkalýðsfélaganna til uppbyggingar leiguhúsnæðis fyrir félagsmenn? Í tillögum um framtíðarskipan húsnæðismála eru gerðar ýmsar tillögur til að liðka fyrir starfsemi húsnæðisfélaga sem byggja eða kaupa íbúðir til langtímaleigu til að lækka kostnað og auka hagkvæmni, meðal annars að vaxtaniðurgreiðslum verði breytt í stofnstyrki og með skattaívilnunum fyrir félögin. Unnið er að fjórum frumvörpum í velferðarráðuneytinu fyrir yfirstandandi þing sem öll styðja við þessar hugmyndir um nýtt júlísamkomulag. Þessu til viðbótar má benda á að lífeyrissjóðirnir fjármagna stóran hluta húsnæðislána og í stjórnum þeirra sitja fulltrúar launafólks og atvinnurekenda. Því ætti að vera lag til að semja um hagstæða fjármögnun í þágu launafólks. Í mínum huga er enginn betur til þess fallinn að stofna og reka leigufélög án gróðasjónarmiða fyrir almenning í landinu en verkalýðsfélögin sjálf, ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er hvað mest. Þau hafa reynsluna, þau hafa árum saman rekið leigufélög í gegnum orlofssjóðina og þekkja hvernig á að standa að þessu. Í dag koma saman fulltrúar verkalýðsfélaganna um allt land á ársfund ASÍ, kjósa sér forseta og marka stefnuna í aðdraganda kjarasamninga. Ég trúi því og treysti að niðurstaðan verði í þágu framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Enn fjölgar sveitarfélögum sem telja skort á leiguhúsnæði. Á höfuðborgarsvæðinu telur aðeins Garðabær að framboð leiguíbúða í sveitarfélaginu sé nóg. Samtímis eru um 1.800 manns á biðlista hjá sjö stærstu sveitarfélögunum, þorrinn á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu eftir að ég tók við ráðherraembætti minnti ég á júlísamkomulag aðila vinnumarkaðarins frá 1965 um stórátak til að leysa brýnan húsnæðisskort. Samkomulagið var liður í lausn erfiðrar vinnudeilu og var samið um byggingu 1.250 íbúða fyrir lágtekjufólk í Reykjavík. Benti ég á að í aðdraganda erfiðra kjarasamninga gætu samningar af þessum toga reynst skynsamlegir. Verkalýðshreyfingin hefur nokkra reynslu af samkomulagi við atvinnurekendur um framlög í fræðslusjóði, orlofssjóði og sjúkrasjóði og síðast árið 2011 náðist samkomulag við atvinnurekendur um að þeir greiddu árlega rúman einn milljarð króna í starfsendurhæfingarsjóði. Hvers vegna ekki að semja við atvinnurekendur um sérstakt framlag í húsnæðissjóði á vegum verkalýðsfélaganna til uppbyggingar leiguhúsnæðis fyrir félagsmenn? Í tillögum um framtíðarskipan húsnæðismála eru gerðar ýmsar tillögur til að liðka fyrir starfsemi húsnæðisfélaga sem byggja eða kaupa íbúðir til langtímaleigu til að lækka kostnað og auka hagkvæmni, meðal annars að vaxtaniðurgreiðslum verði breytt í stofnstyrki og með skattaívilnunum fyrir félögin. Unnið er að fjórum frumvörpum í velferðarráðuneytinu fyrir yfirstandandi þing sem öll styðja við þessar hugmyndir um nýtt júlísamkomulag. Þessu til viðbótar má benda á að lífeyrissjóðirnir fjármagna stóran hluta húsnæðislána og í stjórnum þeirra sitja fulltrúar launafólks og atvinnurekenda. Því ætti að vera lag til að semja um hagstæða fjármögnun í þágu launafólks. Í mínum huga er enginn betur til þess fallinn að stofna og reka leigufélög án gróðasjónarmiða fyrir almenning í landinu en verkalýðsfélögin sjálf, ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er hvað mest. Þau hafa reynsluna, þau hafa árum saman rekið leigufélög í gegnum orlofssjóðina og þekkja hvernig á að standa að þessu. Í dag koma saman fulltrúar verkalýðsfélaganna um allt land á ársfund ASÍ, kjósa sér forseta og marka stefnuna í aðdraganda kjarasamninga. Ég trúi því og treysti að niðurstaðan verði í þágu framtíðarinnar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun