Bræður spila saman á Airwaves Þórður Ingi Jónsson skrifar 16. október 2014 12:30 Unnar segir þá bræður vera hreinskilnari en gengur og gerist. Fréttablaðið/Daníel „Bræður geta verið hreinskilnari hver við annan,“ segir tónlistarmaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant. Hann kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni ásamt tveimur bræðrum sínum, þeim Guðmundi Óskari og Ólafi Rúnari. Fjórði bróðirinn, Einar, verður ekki með í þetta sinn því hann er staddur í Vestmannaeyjum þar sem bræðurnir ólust upp. Júníus sló í gegn í sumar með laginu Color Decay en Unnar segir tónlistina vera sér í blóð borna . „Það spila allir á hljóðfæri í fjölskyldunni. Mamma og pabbi eru líka tónlistarfólk þannig að það er enginn skilinn eftir.“ En mun hann einhvern tímann fá mömmu og pabba til að troða upp með sér? „Við gætum endurflutt eitthvað eftir Mamas & the Papas, eða The Manson Family,“ segir hann og hlær. Að sögn Unnars munu æfingar með bræðrunum tveimur hefjast fyrir alvöru í vikunni. Í hljómsveitinni eru einnig þeir Kristófer Rodriguez Svönuson og Árni Magnússon. Guðmundur spilar á gítar og hljóðgervla en Ólafur spilar á píanó og hljóðgervla. Júníus Meyvant treður upp alls sex sinnum á Airwaves, fjórum sinnum með hljómsveitinni en tvisvar verður Unnar einn á báti, bæði „on“ og „off-venue“. Unnar vinnur nú að fyrstu plötu sinni sem kemur út á næsta ári. „Þið munuð heyra einhver lög fyrir jól og í kringum Airwaves. Síðan kemur út plata í framhaldi af því,“ segir Unnar, sem er þegar búinn að semja allt efnið á plötunni. Airwaves Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
„Bræður geta verið hreinskilnari hver við annan,“ segir tónlistarmaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant. Hann kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni ásamt tveimur bræðrum sínum, þeim Guðmundi Óskari og Ólafi Rúnari. Fjórði bróðirinn, Einar, verður ekki með í þetta sinn því hann er staddur í Vestmannaeyjum þar sem bræðurnir ólust upp. Júníus sló í gegn í sumar með laginu Color Decay en Unnar segir tónlistina vera sér í blóð borna . „Það spila allir á hljóðfæri í fjölskyldunni. Mamma og pabbi eru líka tónlistarfólk þannig að það er enginn skilinn eftir.“ En mun hann einhvern tímann fá mömmu og pabba til að troða upp með sér? „Við gætum endurflutt eitthvað eftir Mamas & the Papas, eða The Manson Family,“ segir hann og hlær. Að sögn Unnars munu æfingar með bræðrunum tveimur hefjast fyrir alvöru í vikunni. Í hljómsveitinni eru einnig þeir Kristófer Rodriguez Svönuson og Árni Magnússon. Guðmundur spilar á gítar og hljóðgervla en Ólafur spilar á píanó og hljóðgervla. Júníus Meyvant treður upp alls sex sinnum á Airwaves, fjórum sinnum með hljómsveitinni en tvisvar verður Unnar einn á báti, bæði „on“ og „off-venue“. Unnar vinnur nú að fyrstu plötu sinni sem kemur út á næsta ári. „Þið munuð heyra einhver lög fyrir jól og í kringum Airwaves. Síðan kemur út plata í framhaldi af því,“ segir Unnar, sem er þegar búinn að semja allt efnið á plötunni.
Airwaves Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira