Vanhæfir stjórnendur fá liðstyrk Ögmundur Jónasson skrifar 26. september 2014 07:00 Á starfsferli mínum hef ég kynnst mörgum góðum forstöðumönnum stofnana ríkis og sveitarfélaga. Kæmu upp erfiðleikar í starfseminni þá voru þeir leystir. Ef erfiðleikarnir voru af mannavöldum, hefði til dæmis ráðist til starfa einstaklingur sem sinnti ekki starfi sínu eða réði ekki við það, var kannað hvað lægi að baki. Því aðeins var starfsmaður látinn víkja ef eðlilegar málefnalegar ástæður væru fyrir því og honum gert viðvart. Sem formaður BSRB í meira en tvo áratugi kynntist ég því vel hve þetta aðvörunarferli var mikilvægt. Bæði til þess að gefa starfsmanni sem átti brottrekstur yfir höfði sér færi á að svara fyrir sig og þá hugsanlega leiðrétta misskilning sem kynni að vera uppi – og ekki síst bæta sig í starfi ef á því var þörf.Eineltisforstjórar En það var ekki alltaf að forstöðumenn vildu láta leiðrétta misskilning. Til eru nefnilega þeir forstjórar sem sjálfir ráða ekki við starf sitt. Þetta eru einstaklingarnir sem beita geðþóttavaldi; eru eineltisforstjórar. Sumir eru svo smáir í sér að þeir þora ekki að ræða hreinskilnislega við starfsmann sem þeir vilja losna við. Þeir horfa öfundaraugum til fyrirtækja á markaði sem geta rekið starfsfólk og látið það snáfa samstundis burt. Þar þarf ekki að hafa áhyggjur af því að starfsmaður kunni að hafa verið hafður fyrir rangri sök. Eineltisforstjóri vill geta rekið einstakling sem er honum ekki að skapi, stendur uppi í hárinu á honum eða er honum andlegur ofjarl á vinnustaðnum. Nokkrum dæmum hef ég kynnst af brottrekstri einstaklinga sem forstjórar vildu losna við því þeir voru þeim ekki undirgefnir eða stóðu þeim framar og forstjórinn ekki maður til að taka því.Vilja geta rekið fólk Þessir vanhæfu forstjórar eru nú heldur betur komnir með liðstyrk. Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, þau Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, voru mætt á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að kalla eftir auknum heimildum til að reka fólk – skýringalaust. Guðlaugur Þór lýsti því yfir að kæmi ríkisstjórnin ekki fram með frumvarp þessa efnis, þá gerði hann það sjálfur. Fram kom í frásögn Fréttablaðsins að Guðlaugur Þór vilji að jafn auðvelt verði að reka fólk hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði. Þar hélt ég nú einmitt að væri pottur brotinn og ástæða til að styrkja réttarstöðu launafólks á almennum markaði fremur en leita fyrirmyndar þar sem réttarstaðan er lökust.Um biðlaun Nú er það svo, hvað sem líður þessum fullyrðingum, að auðvelt er að fækka ríkisstarfsmönnum, segja upp fólki ef fyrir því eru málefnalegar ástæður eða leggja niður störf, fá eða mörg, ef aðstæður krefjast. Þetta hafa forsvarsmenn BSRB og BHM rækilega tíundað í tengslum við þessa umræðu. Að þessu leyti er kerfið mjög sveigjanlegt. Dapurlegt er hins vegar til þess að hugsa hvernig réttarstaða starfsfólks hjá hinu opinbera hefur í tímans rás verið rýrð við slíkar aðstæður. Samkvæmt starfsmannalögum sem giltu fram á árið 1996 skyldi greiða einstaklingi svokölluð biðlaun þegar staða var lögð niður – sex mánaða eða tólf mánaða laun eftir starfsaldri viðkomandi – en frá og með miðju ári 1996 var þessi réttur afnuminn gagnvart öllum nýráðnum starfsmönnum nema embættismönnum sem samkvæmt þessum sömu lögum skyldu aðeins ráðnir til fimm ára í senn. Þeir skulu fá biðlaun við uppsögn verði þeim sagt upp innan fimm ára ráðningartímans. Verð ég ekki var við að mönnum finnist það ósanngjarnt og hefði ég viljað víkka þessa reglu út að nýju. Hef ég íhugað að flytja um það lagafrumvarp. Svo eru náttúrlega starfslokalaun þeirra sem eru af allt öðrum heimi, forstjórar gullmulningsvélanna. Þegar þeir víkja – eða er vikið úr starfi – þá er það nær undantekningalaust með úttroðna vasa af peningum. Ekki bið ég um þeirra réttlæti!Aðalatriði verða aukaatriði Þannig að Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem telja helstu vá Íslands vera starfsmannafjöldann á sjúkrahúsum, í skólum og löggæslunni, og hve torvelt það sé að reka fólkið sem þar starfar, geta huggað sig við að starfsmenn almannaþjónustunnar eru harla varnarlitlir þegar til kastanna kemur. Störfum á Landspítalanum var fækkað um 500 í kjölfar hrunsins! Það var vegna samdráttar og niðurskurðar en einnig margvíslegra tilfæringa. Enginn deilir lengur um að of hart var þar gengið fram enda bitnaði þetta á þjónustu og aðhlynningu við þurfandi fólk. Auk þess sem þetta skapaði of mikið álag á annað starfsfólk. Hið sama átti víðar við í almannaþjónustunni. Það virðist hins vegar aukaatriði hjá formanni og varaformanni fjárveitinganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ögmundur Jónasson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á starfsferli mínum hef ég kynnst mörgum góðum forstöðumönnum stofnana ríkis og sveitarfélaga. Kæmu upp erfiðleikar í starfseminni þá voru þeir leystir. Ef erfiðleikarnir voru af mannavöldum, hefði til dæmis ráðist til starfa einstaklingur sem sinnti ekki starfi sínu eða réði ekki við það, var kannað hvað lægi að baki. Því aðeins var starfsmaður látinn víkja ef eðlilegar málefnalegar ástæður væru fyrir því og honum gert viðvart. Sem formaður BSRB í meira en tvo áratugi kynntist ég því vel hve þetta aðvörunarferli var mikilvægt. Bæði til þess að gefa starfsmanni sem átti brottrekstur yfir höfði sér færi á að svara fyrir sig og þá hugsanlega leiðrétta misskilning sem kynni að vera uppi – og ekki síst bæta sig í starfi ef á því var þörf.Eineltisforstjórar En það var ekki alltaf að forstöðumenn vildu láta leiðrétta misskilning. Til eru nefnilega þeir forstjórar sem sjálfir ráða ekki við starf sitt. Þetta eru einstaklingarnir sem beita geðþóttavaldi; eru eineltisforstjórar. Sumir eru svo smáir í sér að þeir þora ekki að ræða hreinskilnislega við starfsmann sem þeir vilja losna við. Þeir horfa öfundaraugum til fyrirtækja á markaði sem geta rekið starfsfólk og látið það snáfa samstundis burt. Þar þarf ekki að hafa áhyggjur af því að starfsmaður kunni að hafa verið hafður fyrir rangri sök. Eineltisforstjóri vill geta rekið einstakling sem er honum ekki að skapi, stendur uppi í hárinu á honum eða er honum andlegur ofjarl á vinnustaðnum. Nokkrum dæmum hef ég kynnst af brottrekstri einstaklinga sem forstjórar vildu losna við því þeir voru þeim ekki undirgefnir eða stóðu þeim framar og forstjórinn ekki maður til að taka því.Vilja geta rekið fólk Þessir vanhæfu forstjórar eru nú heldur betur komnir með liðstyrk. Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, þau Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, voru mætt á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að kalla eftir auknum heimildum til að reka fólk – skýringalaust. Guðlaugur Þór lýsti því yfir að kæmi ríkisstjórnin ekki fram með frumvarp þessa efnis, þá gerði hann það sjálfur. Fram kom í frásögn Fréttablaðsins að Guðlaugur Þór vilji að jafn auðvelt verði að reka fólk hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði. Þar hélt ég nú einmitt að væri pottur brotinn og ástæða til að styrkja réttarstöðu launafólks á almennum markaði fremur en leita fyrirmyndar þar sem réttarstaðan er lökust.Um biðlaun Nú er það svo, hvað sem líður þessum fullyrðingum, að auðvelt er að fækka ríkisstarfsmönnum, segja upp fólki ef fyrir því eru málefnalegar ástæður eða leggja niður störf, fá eða mörg, ef aðstæður krefjast. Þetta hafa forsvarsmenn BSRB og BHM rækilega tíundað í tengslum við þessa umræðu. Að þessu leyti er kerfið mjög sveigjanlegt. Dapurlegt er hins vegar til þess að hugsa hvernig réttarstaða starfsfólks hjá hinu opinbera hefur í tímans rás verið rýrð við slíkar aðstæður. Samkvæmt starfsmannalögum sem giltu fram á árið 1996 skyldi greiða einstaklingi svokölluð biðlaun þegar staða var lögð niður – sex mánaða eða tólf mánaða laun eftir starfsaldri viðkomandi – en frá og með miðju ári 1996 var þessi réttur afnuminn gagnvart öllum nýráðnum starfsmönnum nema embættismönnum sem samkvæmt þessum sömu lögum skyldu aðeins ráðnir til fimm ára í senn. Þeir skulu fá biðlaun við uppsögn verði þeim sagt upp innan fimm ára ráðningartímans. Verð ég ekki var við að mönnum finnist það ósanngjarnt og hefði ég viljað víkka þessa reglu út að nýju. Hef ég íhugað að flytja um það lagafrumvarp. Svo eru náttúrlega starfslokalaun þeirra sem eru af allt öðrum heimi, forstjórar gullmulningsvélanna. Þegar þeir víkja – eða er vikið úr starfi – þá er það nær undantekningalaust með úttroðna vasa af peningum. Ekki bið ég um þeirra réttlæti!Aðalatriði verða aukaatriði Þannig að Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem telja helstu vá Íslands vera starfsmannafjöldann á sjúkrahúsum, í skólum og löggæslunni, og hve torvelt það sé að reka fólkið sem þar starfar, geta huggað sig við að starfsmenn almannaþjónustunnar eru harla varnarlitlir þegar til kastanna kemur. Störfum á Landspítalanum var fækkað um 500 í kjölfar hrunsins! Það var vegna samdráttar og niðurskurðar en einnig margvíslegra tilfæringa. Enginn deilir lengur um að of hart var þar gengið fram enda bitnaði þetta á þjónustu og aðhlynningu við þurfandi fólk. Auk þess sem þetta skapaði of mikið álag á annað starfsfólk. Hið sama átti víðar við í almannaþjónustunni. Það virðist hins vegar aukaatriði hjá formanni og varaformanni fjárveitinganefndar Alþingis.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun