Sjónarmið Einar Benediktsson skrifar 19. september 2014 07:00 Leiðtogafundi NATO í Wales er almennt fagnað fyrir ákvarðanir um endurvakningu bandalagsins varðandi gæslu varna Evrópu. Skeið friðsamlegrar sambúðar var rofið af Rússlandi með innrás í Úkraínu og innlimun Krímskaga. Ekki stóð á viðbrögðum NATO-ríkja um fordæmingu valdaránsins, einkum með vaxandi efnahagslegum þvingunaraðgerðum. Á þessu er hert með þeirri ákvörðun leiðtogafundarins að stofna nýtt 4.000-5.000 manna hraðlið, staðsett í Póllandi, sem verði í fylkingarbrjósti fjölmennari viðbragðssveita. Margítrekað var, að árás á grannríki Rússlands í Austur-Evrópu væri árás á allt Atlantshafsbandalagið, samkvæmt 5. gr. stofnsáttmála þess. Á því ákvæði frá 1949 hefði síðan hvílt friður í Evrópu. Verkefnið til lengri tíma er að endurnýja samkomulag gert eftir kalda stríðið um sambúð vesturs og austurs með tilliti til nýrra ágreiningsmála. Tryggja þarf friðsæla framtíð frjálsrar Úkraínu og grannríkja og spennulaust norðurskaut.Kallar á aðild Íslands Á þeim 25 árum sem liðin eru frá lokum kalda stríðsins hefur margt breyst. Uppi eru glundroðakenningar vegna þess að „bandaríski friðurinn“ sé að leysast upp smátt og smátt, eins og Joschka Fisher kemst að orði í ágætri grein í Morgunblaðinu 8. september. Ekki er að undra að í fréttatilkynningu leiðtogafundarins sé lögð áhersla á samstarf NATO við ESB, sérstakan og nauðsynlegan samstarfsaðila. Staðan er hins vegar sú, að enn gefur hernaðarmáttur Bandaríkjanna vörnum Evrópu trúverðugleik. Flestar Evrópuþjóðir NATO og Kanada hafa ekki skilað sínum hlut í útgjöldum til varnarmála. Fjármálahrunið 2007 og efnahagskreppan sem fylgdi í kjölfarið er þar ein orsökin. En fari svo, sem vel gæti orðið, að Bandaríkin dragi sig frá því að vera burðarás Evrópuvarna, samhliða því að ógnin af yfirgangi Rússa sé til langs tíma, leiðir af sjálfu að ESB-lönd munu þétta raðir sínar. Stórt skref í ESB-samrunanum væri náið evrópskt varnarsamstarf en einmitt það hafa Bandaríkin lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Slík þróun ESB verður naumast án hagvaxtar í stöðugleika og bættrar starfsemi evrusvæðisins. Martin Wolf hjá Financial Times er gagnrýninn mjög á evrusamstarfið í nýútkominni bók, „The Shifts and the Shocks“, m.a. vegna vöntunar á eftirlitsvaldi yfir bankakerfinu og andstöðu, aðallega frá Þjóðverjum, um að beita ríkisfjármálum sem hagstjórnartæki og útgáfu evruskuldabréfa. En það er á fjármálasviðinu, sem ESB vinnur að því að hraða þróun Bankabandalags Evrópu með viðeigandi eftirlitshlutverki og þjóðhagsvarúðarreglum. Þátttaka í þessu samstarfi kallar á aðild Íslands að ESB.Ógn og ásælni Það fer minna en skyldi fyrir ógninni af Rússum á Norðurslóðum. Eftir ítrekaðar yfirlýsingar Pútíns í vetur um að hafin skyldu mikil umsvif á norðurskautinu undir hervernd, er sú stefna í fullri framkvæmd með opnun gamalla herstöðva við Íshafið. Það gefur tilefni til stöðugs í stað tímabundins eftirlitsflugs NATO-landa, Svíþjóðar og Finnlands hér við land og að sjálfsögðu aukinnar skipulegrar þátttöku okkar. Þá er ásælni Kínverja í aðstöðu hér vandamál sem bægja þarf frá varanlega. Risahöfn eða olíuboranir eru umhverfisvá sem við leyfum ekki. Í nýlegum skrifum um Kína, er Afríka sögð „hitt“ meginland þeirra því þangað hefur flust um ein milljón Kínverja til búsetu og uppbyggingar nýs heimsveldis. Sú stefna var tekin af ríkisstjórninni við upphaf innrásar Rússa í Úkraínu, að Ísland styddi stefnu og aðgerðir NATO og það er mikilsvert. Þá er það stöðugt verkefni að efla tvíhliða varnarsamstarfið við Bandaríkin en í þeim efnum eiga þjóðir okkar þá samleið, sem hófst 1941. En við lifum mjög breytta tíma mikilla viðsjáa. Við erum nátengd því Evrópusamstarfi, sem við eigum heima í að fullu og öllu og nú er vaxandi hagsmunamál. Nær helmingur Íslendinga vill að lokið sé aðildarviðræðunum við ESB. Það er tilefni endurvakningar þess pólitíska vilja sem á árum áður tryggði hagsmuni okkar með aðild að Atlantshafsbandalaginu, gerð varnarsamningsins við Bandaríkin og þátttöku í Evrópusamrunanum frá aðild að EFTA til þátttöku í EES. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Leiðtogafundi NATO í Wales er almennt fagnað fyrir ákvarðanir um endurvakningu bandalagsins varðandi gæslu varna Evrópu. Skeið friðsamlegrar sambúðar var rofið af Rússlandi með innrás í Úkraínu og innlimun Krímskaga. Ekki stóð á viðbrögðum NATO-ríkja um fordæmingu valdaránsins, einkum með vaxandi efnahagslegum þvingunaraðgerðum. Á þessu er hert með þeirri ákvörðun leiðtogafundarins að stofna nýtt 4.000-5.000 manna hraðlið, staðsett í Póllandi, sem verði í fylkingarbrjósti fjölmennari viðbragðssveita. Margítrekað var, að árás á grannríki Rússlands í Austur-Evrópu væri árás á allt Atlantshafsbandalagið, samkvæmt 5. gr. stofnsáttmála þess. Á því ákvæði frá 1949 hefði síðan hvílt friður í Evrópu. Verkefnið til lengri tíma er að endurnýja samkomulag gert eftir kalda stríðið um sambúð vesturs og austurs með tilliti til nýrra ágreiningsmála. Tryggja þarf friðsæla framtíð frjálsrar Úkraínu og grannríkja og spennulaust norðurskaut.Kallar á aðild Íslands Á þeim 25 árum sem liðin eru frá lokum kalda stríðsins hefur margt breyst. Uppi eru glundroðakenningar vegna þess að „bandaríski friðurinn“ sé að leysast upp smátt og smátt, eins og Joschka Fisher kemst að orði í ágætri grein í Morgunblaðinu 8. september. Ekki er að undra að í fréttatilkynningu leiðtogafundarins sé lögð áhersla á samstarf NATO við ESB, sérstakan og nauðsynlegan samstarfsaðila. Staðan er hins vegar sú, að enn gefur hernaðarmáttur Bandaríkjanna vörnum Evrópu trúverðugleik. Flestar Evrópuþjóðir NATO og Kanada hafa ekki skilað sínum hlut í útgjöldum til varnarmála. Fjármálahrunið 2007 og efnahagskreppan sem fylgdi í kjölfarið er þar ein orsökin. En fari svo, sem vel gæti orðið, að Bandaríkin dragi sig frá því að vera burðarás Evrópuvarna, samhliða því að ógnin af yfirgangi Rússa sé til langs tíma, leiðir af sjálfu að ESB-lönd munu þétta raðir sínar. Stórt skref í ESB-samrunanum væri náið evrópskt varnarsamstarf en einmitt það hafa Bandaríkin lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Slík þróun ESB verður naumast án hagvaxtar í stöðugleika og bættrar starfsemi evrusvæðisins. Martin Wolf hjá Financial Times er gagnrýninn mjög á evrusamstarfið í nýútkominni bók, „The Shifts and the Shocks“, m.a. vegna vöntunar á eftirlitsvaldi yfir bankakerfinu og andstöðu, aðallega frá Þjóðverjum, um að beita ríkisfjármálum sem hagstjórnartæki og útgáfu evruskuldabréfa. En það er á fjármálasviðinu, sem ESB vinnur að því að hraða þróun Bankabandalags Evrópu með viðeigandi eftirlitshlutverki og þjóðhagsvarúðarreglum. Þátttaka í þessu samstarfi kallar á aðild Íslands að ESB.Ógn og ásælni Það fer minna en skyldi fyrir ógninni af Rússum á Norðurslóðum. Eftir ítrekaðar yfirlýsingar Pútíns í vetur um að hafin skyldu mikil umsvif á norðurskautinu undir hervernd, er sú stefna í fullri framkvæmd með opnun gamalla herstöðva við Íshafið. Það gefur tilefni til stöðugs í stað tímabundins eftirlitsflugs NATO-landa, Svíþjóðar og Finnlands hér við land og að sjálfsögðu aukinnar skipulegrar þátttöku okkar. Þá er ásælni Kínverja í aðstöðu hér vandamál sem bægja þarf frá varanlega. Risahöfn eða olíuboranir eru umhverfisvá sem við leyfum ekki. Í nýlegum skrifum um Kína, er Afríka sögð „hitt“ meginland þeirra því þangað hefur flust um ein milljón Kínverja til búsetu og uppbyggingar nýs heimsveldis. Sú stefna var tekin af ríkisstjórninni við upphaf innrásar Rússa í Úkraínu, að Ísland styddi stefnu og aðgerðir NATO og það er mikilsvert. Þá er það stöðugt verkefni að efla tvíhliða varnarsamstarfið við Bandaríkin en í þeim efnum eiga þjóðir okkar þá samleið, sem hófst 1941. En við lifum mjög breytta tíma mikilla viðsjáa. Við erum nátengd því Evrópusamstarfi, sem við eigum heima í að fullu og öllu og nú er vaxandi hagsmunamál. Nær helmingur Íslendinga vill að lokið sé aðildarviðræðunum við ESB. Það er tilefni endurvakningar þess pólitíska vilja sem á árum áður tryggði hagsmuni okkar með aðild að Atlantshafsbandalaginu, gerð varnarsamningsins við Bandaríkin og þátttöku í Evrópusamrunanum frá aðild að EFTA til þátttöku í EES.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun