Heiður og stuðningur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. september 2014 13:30 Davíð Antonsson, Jökull Júlíusson, Rubin Pollock og Daníel Ægir Kristjánsson í hljómsveitinni Kaleo með verðlaunagrip eftir Ingu Elínu. Mynd/Mosfellingur/RaggiÓla „Við erum hreyknir af þessari útnefningu. Í henni felst mikill heiður og stuðningur sem okkur er mikilvægur í okkar heimabæ. Bærinn útvegaði okkur líka æfingaaðstöðu þegar við vorum að byrja og það kom sér mjög vel,“ segir Davíð Antonsson, einn fjórmenninganna í hljómsveitinni Kaleo en hún telst í heild sinni bæjarlistamaður Mosfellsbæjar þetta árið. Með Davíð eru þeir Jökull Júlíusson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock í sveitinni. Kaleo skaust upp á stjörnuhimininn árið 2013. Hún hefur tekið þátt í Músíktilraunum, spilað á risatónleikum Rásar 2 á Menningarnótt, komið fram á Airwaves ásamt því að spila á tónleikum í Mosfellsbæ og víða um land. Hún kom einnig, sá og sigraði á Hlustendaverðlaununum 2014 sem fram fóru í Háskólabíói. Þar vann hún til þrennra verðlauna. Loks hefur fyrsta plata sveitarinnar selst í yfir 5.000 eintökum og er því komin í gull. „Við erum í smá fríi þessa dagana en eftir það förum við beint til London og spilum þar mjög athyglisvert gigg fyrir Bob Gruvin, frægan rokkljósmyndara. Sá tók meðal annars fræga mynd af Led Zeppelin við einkaþotuna og bjó með John Lennon á tímabili í New York. Hann ætlar að mynda okkur líka,“ segir Davíð kampakátur. „Það er ýmislegt í gangi, ekki kannski rétti tíminn til að sleppa frá sér einhverjum fréttum í smáatriðum en það er margt í bígerð hjá okkur. Við erum til dæmis að vinna að nýrri plötu en hún kemur ekki út fyrr en á næsta ári.“ Airwaves Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Við erum hreyknir af þessari útnefningu. Í henni felst mikill heiður og stuðningur sem okkur er mikilvægur í okkar heimabæ. Bærinn útvegaði okkur líka æfingaaðstöðu þegar við vorum að byrja og það kom sér mjög vel,“ segir Davíð Antonsson, einn fjórmenninganna í hljómsveitinni Kaleo en hún telst í heild sinni bæjarlistamaður Mosfellsbæjar þetta árið. Með Davíð eru þeir Jökull Júlíusson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock í sveitinni. Kaleo skaust upp á stjörnuhimininn árið 2013. Hún hefur tekið þátt í Músíktilraunum, spilað á risatónleikum Rásar 2 á Menningarnótt, komið fram á Airwaves ásamt því að spila á tónleikum í Mosfellsbæ og víða um land. Hún kom einnig, sá og sigraði á Hlustendaverðlaununum 2014 sem fram fóru í Háskólabíói. Þar vann hún til þrennra verðlauna. Loks hefur fyrsta plata sveitarinnar selst í yfir 5.000 eintökum og er því komin í gull. „Við erum í smá fríi þessa dagana en eftir það förum við beint til London og spilum þar mjög athyglisvert gigg fyrir Bob Gruvin, frægan rokkljósmyndara. Sá tók meðal annars fræga mynd af Led Zeppelin við einkaþotuna og bjó með John Lennon á tímabili í New York. Hann ætlar að mynda okkur líka,“ segir Davíð kampakátur. „Það er ýmislegt í gangi, ekki kannski rétti tíminn til að sleppa frá sér einhverjum fréttum í smáatriðum en það er margt í bígerð hjá okkur. Við erum til dæmis að vinna að nýrri plötu en hún kemur ekki út fyrr en á næsta ári.“
Airwaves Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira