Náttúra og umhverfi undirstaða velferðar Sigurður Ingi Jóhansson skrifar 5. september 2014 09:30 Íslensk náttúra gegnir lykilhlutverki í efnahagsbata landsins, bæði vegna sérstöðu sinnar hvað endurnýjanlega orku varðar og einstakrar náttúrufegurðar sem er helsta aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Lífsgæði Íslendinga felast ekki síst í hreinu umhverfi sem tryggir okkur framúrskarandi vatnsgæði, litla loftmengun og mikið aðgengi að óspilltri náttúru. Þetta eru nokkrar af meginniðurstöðum heildarúttektar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) á umhverfismálum á Íslandi árin 2001-2013, sem kynnt var í gær. Meðal annars er fjallað um hvernig efnahagur og náttúra tengjast – hvernig vöxtur og samdráttur hefur bein áhrif á umhverfið og hvernig náttúran hefur lagt grunninn að endurreisn efnahagslífsins. Við getum verið stolt af þeirri eindregnu jákvæðu umsögn sem gefin er en um leið eru settar fram gagnlegar ábendingar um að hverju beri að gæta. Svo jákvæð umsögn vekur okkur til umhugsunar um mikilvægi þess að varðveita gæðin sem felast í umhverfinu og náttúrunni. Við nýtingu auðlinda okkar þurfum við að bera virðingu fyrir umhverfi, náttúru og sérkennum landsins svo þau haldist jafn óspillt og raun ber vitni. Slíkt er brýnt fyrir þjóð sem byggir afkomu sína á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og hreinni náttúru. Þannig er undirstrikað í skýrslunni að náttúrutengd ferðamennska sé mikilvæg auðlind og að ferðaþjónustan hefur átt hvað ríkastan þátt í viðreisn efnahags landsins. Þá er fjallað um mikilvægi þess að formgera langtímaáætlun um byggingu innviða á ferðamannastöðum sem er í takt við frumvarp til laga um framkvæmdaáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða sem ég mun leggja fram í haust. Í umfjöllun um orkumál fá Íslendingar rós í hnappagatið fyrir að vera það OECD-ríki sem státar af hæsta hlutfalli endurnýjanlegrar orku en bent er á að velja þarf af kostgæfni áframhaldandi nýtingu með hámarks arðsemi og langtímahagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Niðurstöður OECD-skýrslunnar undirstrika einnig að náttúra og umhverfi eru undirstaða velferðar í landinu en þrjár greinar – sjávarútvegur, orkuvinnsla og náttúrutengd ferðaþjónusta – standa undir um 4/5 allra okkar útflutningstekna. Því þarf umhverfis- og náttúruvernd að vera samofin allri stefnumörkun, opinberri starfsemi og stjórnsýslu, þvert á alla málaflokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íslensk náttúra gegnir lykilhlutverki í efnahagsbata landsins, bæði vegna sérstöðu sinnar hvað endurnýjanlega orku varðar og einstakrar náttúrufegurðar sem er helsta aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Lífsgæði Íslendinga felast ekki síst í hreinu umhverfi sem tryggir okkur framúrskarandi vatnsgæði, litla loftmengun og mikið aðgengi að óspilltri náttúru. Þetta eru nokkrar af meginniðurstöðum heildarúttektar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) á umhverfismálum á Íslandi árin 2001-2013, sem kynnt var í gær. Meðal annars er fjallað um hvernig efnahagur og náttúra tengjast – hvernig vöxtur og samdráttur hefur bein áhrif á umhverfið og hvernig náttúran hefur lagt grunninn að endurreisn efnahagslífsins. Við getum verið stolt af þeirri eindregnu jákvæðu umsögn sem gefin er en um leið eru settar fram gagnlegar ábendingar um að hverju beri að gæta. Svo jákvæð umsögn vekur okkur til umhugsunar um mikilvægi þess að varðveita gæðin sem felast í umhverfinu og náttúrunni. Við nýtingu auðlinda okkar þurfum við að bera virðingu fyrir umhverfi, náttúru og sérkennum landsins svo þau haldist jafn óspillt og raun ber vitni. Slíkt er brýnt fyrir þjóð sem byggir afkomu sína á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og hreinni náttúru. Þannig er undirstrikað í skýrslunni að náttúrutengd ferðamennska sé mikilvæg auðlind og að ferðaþjónustan hefur átt hvað ríkastan þátt í viðreisn efnahags landsins. Þá er fjallað um mikilvægi þess að formgera langtímaáætlun um byggingu innviða á ferðamannastöðum sem er í takt við frumvarp til laga um framkvæmdaáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða sem ég mun leggja fram í haust. Í umfjöllun um orkumál fá Íslendingar rós í hnappagatið fyrir að vera það OECD-ríki sem státar af hæsta hlutfalli endurnýjanlegrar orku en bent er á að velja þarf af kostgæfni áframhaldandi nýtingu með hámarks arðsemi og langtímahagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Niðurstöður OECD-skýrslunnar undirstrika einnig að náttúra og umhverfi eru undirstaða velferðar í landinu en þrjár greinar – sjávarútvegur, orkuvinnsla og náttúrutengd ferðaþjónusta – standa undir um 4/5 allra okkar útflutningstekna. Því þarf umhverfis- og náttúruvernd að vera samofin allri stefnumörkun, opinberri starfsemi og stjórnsýslu, þvert á alla málaflokka.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun