Obama vill stöðva Rússa Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. september 2014 12:00 Bandaríkjaforseti kom við í Eistlandi á leiðinni til Wales. Vísir/AP Uppreisnarmenn í Úkraínu taka dræmt í vopnahléshugmyndir Pútíns Rússlandsforseta, og þótt Úkraínustjórn hafi fallist á „vopnahlésferli“ þá segist Porosjenkó Úkraínuforseti ekki treysta neinum áformum Pútíns. Pútín kynnti vopnahléshugmyndir sínar í Mongólíu í gær, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Hann lagði áherslu á að Úkraínuher og þær sjálfboðaliðahersveitir sem barist hafa með honum hætti þegar í stað öllum hernaðaraðgerðum í austanverðri Úkraínu. Hann hafði áður rætt þær við Porosjenkó á fundi þeirra í Hvíta-Rússlandi fyrr í vikunni. Skilyrði Pútíns eru í meginatriðum þau sömu og hann hefur áður kynnt og í fullu samræmi við þá afstöðu hans, að hernaðaraðgerðir Úkraínustjórnar gegn uppreisnarmönnum séu óréttmætar. Obama Bandaríkjaforseti virðist ekki hafa mikla trú á þessum vopnahlésáformum, en gerir kröfur til Rússa um beinar aðgerðir: „Við höfum ekki séð mikið koma út úr þessum svokölluðu vopnahléum, sem tilkynnt hefur verið um,“ sagði hann í Eistlandi í gær. „Að því sögðu, þá er það svo að ef Rússar verða í raun tilbúnir til þess að hætta að fjármagna, vopna, þjálfa og í mörgum tilvikum að senda rússneska hermenn til aðgerða í Úkraínu og taka alvarlega hugmyndir um pólitíska lausn, þá er það nokkuð sem við öllum vonumst til.“ Obama sagði þetta í Eistlandi í gær þar sem hann reyndi að stappa stálinu í Eystrasaltsþjóðirnar. Meðal íbúa Eystrasaltsríkjanna hefur óróleiki gert vart við sig vegna yfirgangs Rússa í austanverðri Úkraínu. „Þið hafið misst sjálfstæðið áður, en með NATO munið þið aldrei glata því aftur,“ sagði Obama, en hann heldur til Wales í dag þar sem hann situr tveggja daga leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hann hótar því að NATO muni fara í hart gegn Rússum: „Við munum aldrei fallast á hernám Rússa og innlimun Krímskaga eða annarra hluta Úkraínu.“ Eitt helsta umræðuefni NATO-fundarins verða átökin í Úkraínu. Meðal annars verða þar rædd áform um að NATO sendi herlið til nágrannaríkja Rússlands sem geti brugðist við með litlum fyrirvara. Þá hafa nokkur NATO-ríki kynnt áform um heræfingar í vestanverðri Úkraínu, en Pútín segir þær heræfingar vera beina ögrun. Meðal fulltrúa á fundinum í Wales verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Úkraína Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Uppreisnarmenn í Úkraínu taka dræmt í vopnahléshugmyndir Pútíns Rússlandsforseta, og þótt Úkraínustjórn hafi fallist á „vopnahlésferli“ þá segist Porosjenkó Úkraínuforseti ekki treysta neinum áformum Pútíns. Pútín kynnti vopnahléshugmyndir sínar í Mongólíu í gær, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Hann lagði áherslu á að Úkraínuher og þær sjálfboðaliðahersveitir sem barist hafa með honum hætti þegar í stað öllum hernaðaraðgerðum í austanverðri Úkraínu. Hann hafði áður rætt þær við Porosjenkó á fundi þeirra í Hvíta-Rússlandi fyrr í vikunni. Skilyrði Pútíns eru í meginatriðum þau sömu og hann hefur áður kynnt og í fullu samræmi við þá afstöðu hans, að hernaðaraðgerðir Úkraínustjórnar gegn uppreisnarmönnum séu óréttmætar. Obama Bandaríkjaforseti virðist ekki hafa mikla trú á þessum vopnahlésáformum, en gerir kröfur til Rússa um beinar aðgerðir: „Við höfum ekki séð mikið koma út úr þessum svokölluðu vopnahléum, sem tilkynnt hefur verið um,“ sagði hann í Eistlandi í gær. „Að því sögðu, þá er það svo að ef Rússar verða í raun tilbúnir til þess að hætta að fjármagna, vopna, þjálfa og í mörgum tilvikum að senda rússneska hermenn til aðgerða í Úkraínu og taka alvarlega hugmyndir um pólitíska lausn, þá er það nokkuð sem við öllum vonumst til.“ Obama sagði þetta í Eistlandi í gær þar sem hann reyndi að stappa stálinu í Eystrasaltsþjóðirnar. Meðal íbúa Eystrasaltsríkjanna hefur óróleiki gert vart við sig vegna yfirgangs Rússa í austanverðri Úkraínu. „Þið hafið misst sjálfstæðið áður, en með NATO munið þið aldrei glata því aftur,“ sagði Obama, en hann heldur til Wales í dag þar sem hann situr tveggja daga leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hann hótar því að NATO muni fara í hart gegn Rússum: „Við munum aldrei fallast á hernám Rússa og innlimun Krímskaga eða annarra hluta Úkraínu.“ Eitt helsta umræðuefni NATO-fundarins verða átökin í Úkraínu. Meðal annars verða þar rædd áform um að NATO sendi herlið til nágrannaríkja Rússlands sem geti brugðist við með litlum fyrirvara. Þá hafa nokkur NATO-ríki kynnt áform um heræfingar í vestanverðri Úkraínu, en Pútín segir þær heræfingar vera beina ögrun. Meðal fulltrúa á fundinum í Wales verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Úkraína Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira