„Dæmið er rangt, niðurstaðan rétt“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. september 2014 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins sýndi mér þann sóma á Sprengisandi um helgina að helga mér og skoðunum mínum nokkurn hluta þáttarins án þess þó að leyfa mér að taka þátt. Þekkt er að erfitt er að eiga orðastað við fjarstatt fólk. Í leiðara Fréttablaðsins í gær bætir hann svo um betur og leggur út af gagnrýni Margrétar Kristmannsdóttur kaupkonu í nefndum þætti og kemst að því að dæmi sem ég tók í nýlegri grein minni sé kolrangt. Fyrst af öllu gleðst ég yfir því að vöruverð á Íslandi og þróun þess sé komin á dagskrá. Það er löngu tímabært að tekin sé vönduð umræða um vöruverð og rekstur verslunar því hvort tveggja hefur mikil áhrif á afkomu okkar allra. Fyrst af öllu um þá fullyrðingu að 5% verðlækkun innfluttra vara lækki vísitölu neysluverðs um 2%. Innflutt vara vegur um 35% af neysluvísitölunni, 5% lækkun hennar lækkar vísitölu neysluverðs um 2%. Þessi niðurstaða er fengin með aðstoð starfsmanna Hagstofunnar. Verðtryggð lán heimilanna nema nú 1700 milljörðum, 2% af þeirri upphæð eru 34 milljarðar. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki. Önnur fullyrðing sem fram kom í grein minni fór fyrir brjóstið á kaupkonunni. Það er að styrking krónu skili sér ekki inn í vöruverð en veiking skili sér strax. Þessi fullyrðing er komin frá starfsmanni greiningarfyrirtækis sem hefur það að aðalstarfi að fylgjast með verðbreytingum og áhrifum þeirra. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki.Nægir ekki sem afsökun Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst um 13% að meðaltali gagnvart helstu viðskiptamyntum. Á sama tíma hefur vörukarfa í íslenskum verslunum hækkað að undanteknum verslunum Bónuss þar sem hún hefur lækkað um 3%. Launahækkanir sem vitnað var til eru væntanlega 2,85%. Ekki nægir það sem afsökun fyrir að lækka ekki vöruverð. Kaupkonan sagði verð birgja í útlöndum hækka tvisvar á ári. Samt er verðbólga í evruríkjunum í sögulegu lágmarki, í kringum hálft prósent. Íslensk verslun hlýtur að njóta stórum verri kjara en verslun í Evrópu samkvæmt þessu. Hvað ætli valdi því? Nú er rétt að benda á góðu fréttirnar. IKEA treystir sér til að lækka vöruverð um 5% væntanlega vegna þess að sænsk króna hefur veikst gagnvart íslenskri um rúm 16% síðan í febrúar í fyrra. Þessu ber að fagna þó skrefið sé stutt. Hvað dvelur önnur verslunarfyrirtæki? Ritstjórinn hvetur þann sem hér ritar að taka til hendinni á Alþingi. Ég þakka hvatninguna en það þarf ekki að hvetja þennan þingmann. Þessi þingmaður hyggst beita sér fyrir bættum samkeppnislögum. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem hefur afnám verðtryggingar á stefnuskrá sinni. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem ætlar að taka til í ríkisrekstri, að hafa hér hallalaus fjárlög, að bæta hagstjórn. Jú, niðurstaðan var rétt en dæmið alls ekki rangt. Ég hvet ritstjórann til áframhaldandi umfjöllunar um vöruverð og verslun, gjarnan frá öllum hliðum. Full þörf er á! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins sýndi mér þann sóma á Sprengisandi um helgina að helga mér og skoðunum mínum nokkurn hluta þáttarins án þess þó að leyfa mér að taka þátt. Þekkt er að erfitt er að eiga orðastað við fjarstatt fólk. Í leiðara Fréttablaðsins í gær bætir hann svo um betur og leggur út af gagnrýni Margrétar Kristmannsdóttur kaupkonu í nefndum þætti og kemst að því að dæmi sem ég tók í nýlegri grein minni sé kolrangt. Fyrst af öllu gleðst ég yfir því að vöruverð á Íslandi og þróun þess sé komin á dagskrá. Það er löngu tímabært að tekin sé vönduð umræða um vöruverð og rekstur verslunar því hvort tveggja hefur mikil áhrif á afkomu okkar allra. Fyrst af öllu um þá fullyrðingu að 5% verðlækkun innfluttra vara lækki vísitölu neysluverðs um 2%. Innflutt vara vegur um 35% af neysluvísitölunni, 5% lækkun hennar lækkar vísitölu neysluverðs um 2%. Þessi niðurstaða er fengin með aðstoð starfsmanna Hagstofunnar. Verðtryggð lán heimilanna nema nú 1700 milljörðum, 2% af þeirri upphæð eru 34 milljarðar. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki. Önnur fullyrðing sem fram kom í grein minni fór fyrir brjóstið á kaupkonunni. Það er að styrking krónu skili sér ekki inn í vöruverð en veiking skili sér strax. Þessi fullyrðing er komin frá starfsmanni greiningarfyrirtækis sem hefur það að aðalstarfi að fylgjast með verðbreytingum og áhrifum þeirra. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki.Nægir ekki sem afsökun Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst um 13% að meðaltali gagnvart helstu viðskiptamyntum. Á sama tíma hefur vörukarfa í íslenskum verslunum hækkað að undanteknum verslunum Bónuss þar sem hún hefur lækkað um 3%. Launahækkanir sem vitnað var til eru væntanlega 2,85%. Ekki nægir það sem afsökun fyrir að lækka ekki vöruverð. Kaupkonan sagði verð birgja í útlöndum hækka tvisvar á ári. Samt er verðbólga í evruríkjunum í sögulegu lágmarki, í kringum hálft prósent. Íslensk verslun hlýtur að njóta stórum verri kjara en verslun í Evrópu samkvæmt þessu. Hvað ætli valdi því? Nú er rétt að benda á góðu fréttirnar. IKEA treystir sér til að lækka vöruverð um 5% væntanlega vegna þess að sænsk króna hefur veikst gagnvart íslenskri um rúm 16% síðan í febrúar í fyrra. Þessu ber að fagna þó skrefið sé stutt. Hvað dvelur önnur verslunarfyrirtæki? Ritstjórinn hvetur þann sem hér ritar að taka til hendinni á Alþingi. Ég þakka hvatninguna en það þarf ekki að hvetja þennan þingmann. Þessi þingmaður hyggst beita sér fyrir bættum samkeppnislögum. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem hefur afnám verðtryggingar á stefnuskrá sinni. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem ætlar að taka til í ríkisrekstri, að hafa hér hallalaus fjárlög, að bæta hagstjórn. Jú, niðurstaðan var rétt en dæmið alls ekki rangt. Ég hvet ritstjórann til áframhaldandi umfjöllunar um vöruverð og verslun, gjarnan frá öllum hliðum. Full þörf er á!
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar