Heldur EES-samningurinn velli? Björgvin Guðmundsson skrifar 1. september 2014 00:00 Íslenskir stjórnmálamenn keppast við að hæla EES-samningnum, þ.e. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira að segja þeir stjórnmálamenn, sem eru andvígir aðild Íslands að ESB, segja að EES dugi okkur og að Ísland þurfi ekki nánara samband við Evrópu. Stjórnarflokkarnir virðast ánægðir með EES enda þótt þeir berjist hatramlega gegn Evrópusambandinu, sem er meginstoð EES og heldur því uppi. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan hátt, þar eð Framsókn var andvíg EES, þegar Ísland gerðist þar aðili. Enginn þingmaður Framsóknar greiddi atkvæði með aðild að EES. Halldór Ásgrímsson sat hjá. Það var Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem hafði forustu fyrir því, að Ísland gerðist aðili að EES og fékk Sjálfstæðisflokkinn til þess að fallast á það, þegar samstjórn Jóns Baldvins og Davíðs (Viðeyjarstjórnin) sat við völd. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið andvígur aðild að EES.Fengum frelsin fjögur EES, Evrópska efnahagssvæðið, er fríverslunarsamningur milli EFTA og ESB en það er mikið meira: Það er samningur um frelsin fjögur: Frjálst vöruflæði, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa vinnuaflsflutninga og frjálsa þjónustuflutninga. EES-samningurinn tryggir okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins eins og við værum í ESB. Við höfum rétt til að stofna fyrirtæki hvar sem er á svæði ESB, frjálsan rétt til atvinnurekstrar. Það er gagnkvæmur réttur. Við njótum tollfrelsis fyrir okkar iðnaðarvörur og nær allar okkar sjávarafurðir á öllum markaði ESB. En við þurfum ekki að sæta ytri tolli ESB, þar eð við erum ekki í tollabandalagi ESB heldur aðeins í fríverslunarbandalagi við það. En við verðum að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án þess að hafa verið með í að semja þær. Þessar tilskipanir og reglur renna fyrirstöðulaust gegnum Alþingi. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna EFTA-ríkin og þar á meðal Ísland samþykktu að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án aðkomu að samþykkt þeirra. Það er aðeins ein skýring þar á: Þetta var hugsað sem bráðabirgðafyrirkomulag, sem gilda átti í skamman tíma þar til EFTA-ríkin gerðust aðilar að ESB. Þetta fyrirkomulag var ekki hugsað til frambúðar.Brot á stjórnarskrá? Þegar Ísland gerðist aðili að EES, urðu miklar deilur hér á landi um það hvort það stæðist stjórnarskrá, að Ísland samþykkti yfirþjóðlegt vald eins og ESB og tæki fyrirstöðulaust við tilskipunum þaðan. Vissulega orkar það tvímælis. Ísland hefur m.ö.o. þegar afsalað sér ákveðnu fullveldi með aðild að EES og það breytist lítið sem ekkert við aðild að ESB. Sumir telja jafnvel, að það auki fullveldi okkar að ganga í ESB og verða með í ákvarðanatöku þar í stað þess að taka við tilskipunum þaðan án aðkomu. Það er þess vegna undarlegt að þeir sem segjast standa vörð um fullveldi Ísland skuli lofa og prísa EES en gagnrýna ESB harðlega og segja að ef Ísland gangi í ESB skerðist fullveldi landsins. (Það er búið að skerðast.)EES-samningurinn í hættu Þess hefur orðið vart að ESB hefur minni áhuga á EES-samningnum en áður. Það er þess vegna ekki öruggt að samningurinn haldi til lengdar. EFTA-stoðin undir samningnum er einnig mjög veik. Í EFTA eru aðeins þrjú lönd á móti 28 ríkjum ESB. Í EFTA eru Ísland, Noregur og Liechtenstein. Sviss, sem er í EFTA, felldi aðild að EES. Noregur er langríkast af EFTA-ríkjunum og greiðir mest til EES-samningsins. Ef Noregur gengur í ESB fellur EES. Það getur ekki staðið án Noregs. Áhugi ESB á EES hefur ekki aukist við hatrammar árásir núverandi ríkisstjórnar á ESB. Áhugi ESB á EES var lítill áður og hann minnkar enn. Ég óttast að ESB falli frá samningnum um EES innan ekki langs tíma. Það yrði mikið áfall fyrir Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn keppast við að hæla EES-samningnum, þ.e. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira að segja þeir stjórnmálamenn, sem eru andvígir aðild Íslands að ESB, segja að EES dugi okkur og að Ísland þurfi ekki nánara samband við Evrópu. Stjórnarflokkarnir virðast ánægðir með EES enda þótt þeir berjist hatramlega gegn Evrópusambandinu, sem er meginstoð EES og heldur því uppi. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan hátt, þar eð Framsókn var andvíg EES, þegar Ísland gerðist þar aðili. Enginn þingmaður Framsóknar greiddi atkvæði með aðild að EES. Halldór Ásgrímsson sat hjá. Það var Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem hafði forustu fyrir því, að Ísland gerðist aðili að EES og fékk Sjálfstæðisflokkinn til þess að fallast á það, þegar samstjórn Jóns Baldvins og Davíðs (Viðeyjarstjórnin) sat við völd. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið andvígur aðild að EES.Fengum frelsin fjögur EES, Evrópska efnahagssvæðið, er fríverslunarsamningur milli EFTA og ESB en það er mikið meira: Það er samningur um frelsin fjögur: Frjálst vöruflæði, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa vinnuaflsflutninga og frjálsa þjónustuflutninga. EES-samningurinn tryggir okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins eins og við værum í ESB. Við höfum rétt til að stofna fyrirtæki hvar sem er á svæði ESB, frjálsan rétt til atvinnurekstrar. Það er gagnkvæmur réttur. Við njótum tollfrelsis fyrir okkar iðnaðarvörur og nær allar okkar sjávarafurðir á öllum markaði ESB. En við þurfum ekki að sæta ytri tolli ESB, þar eð við erum ekki í tollabandalagi ESB heldur aðeins í fríverslunarbandalagi við það. En við verðum að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án þess að hafa verið með í að semja þær. Þessar tilskipanir og reglur renna fyrirstöðulaust gegnum Alþingi. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna EFTA-ríkin og þar á meðal Ísland samþykktu að taka yfir allar tilskipanir og reglur ESB án aðkomu að samþykkt þeirra. Það er aðeins ein skýring þar á: Þetta var hugsað sem bráðabirgðafyrirkomulag, sem gilda átti í skamman tíma þar til EFTA-ríkin gerðust aðilar að ESB. Þetta fyrirkomulag var ekki hugsað til frambúðar.Brot á stjórnarskrá? Þegar Ísland gerðist aðili að EES, urðu miklar deilur hér á landi um það hvort það stæðist stjórnarskrá, að Ísland samþykkti yfirþjóðlegt vald eins og ESB og tæki fyrirstöðulaust við tilskipunum þaðan. Vissulega orkar það tvímælis. Ísland hefur m.ö.o. þegar afsalað sér ákveðnu fullveldi með aðild að EES og það breytist lítið sem ekkert við aðild að ESB. Sumir telja jafnvel, að það auki fullveldi okkar að ganga í ESB og verða með í ákvarðanatöku þar í stað þess að taka við tilskipunum þaðan án aðkomu. Það er þess vegna undarlegt að þeir sem segjast standa vörð um fullveldi Ísland skuli lofa og prísa EES en gagnrýna ESB harðlega og segja að ef Ísland gangi í ESB skerðist fullveldi landsins. (Það er búið að skerðast.)EES-samningurinn í hættu Þess hefur orðið vart að ESB hefur minni áhuga á EES-samningnum en áður. Það er þess vegna ekki öruggt að samningurinn haldi til lengdar. EFTA-stoðin undir samningnum er einnig mjög veik. Í EFTA eru aðeins þrjú lönd á móti 28 ríkjum ESB. Í EFTA eru Ísland, Noregur og Liechtenstein. Sviss, sem er í EFTA, felldi aðild að EES. Noregur er langríkast af EFTA-ríkjunum og greiðir mest til EES-samningsins. Ef Noregur gengur í ESB fellur EES. Það getur ekki staðið án Noregs. Áhugi ESB á EES hefur ekki aukist við hatrammar árásir núverandi ríkisstjórnar á ESB. Áhugi ESB á EES var lítill áður og hann minnkar enn. Ég óttast að ESB falli frá samningnum um EES innan ekki langs tíma. Það yrði mikið áfall fyrir Ísland.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun