"Ákveðin særing til að koma djöflunum út“ Þórður Ingi Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 10:30 Erna sér fegurðina í ljótleikanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Danslistakonan Erna Ómarsdóttir hefur verið valin af sameiginlegri dómnefnd RIFF og fulltrúum vídeóverkahátíðarinnar Hors Pistes til þess að sýna myndbandslistaverk sitt á Pompidou-safninu í París á næsta ári. Myndin verður frumsýnd á RIFF í Norræna húsinu í byrjun október. Verkið er ljóðræn heimildarmynd um störf listahópsins Shalala sem Erna skipar ásamt Valdimari Jóhannssyni tónlistarmanni. Hópurinn hefur unnið mikið með öskur í gegnum tíðina. „Þetta er ákveðin særing til að koma djöflunum út,“ segir Erna en hún segist sjá fegurðina í ljótleika öskursins. Shalala-hópurinn bjó meðal annars til það sem kallast „The Black Yoga Screaming Chamber“, öskurklefa sem þau gáfu bæði Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur. Klefinn var uppi í mánuð í Ráðhúsinu að sögn Ernu en Alþingi hefur ekki enn komið honum í notkun. „Það er staður þar sem menn myndu hafa gott af því að hafa öskurklefa nálægt sér,“ segir hún. Á Menningarnótt mun Shalala sýna listir sínar. Sýningin FOLK? I do (not) agree! verður í gangi frá 13.00 til 18.00 í Iðnó og tekur Shalala þátt í henni ásamt íslenskum og pólskum sviðslistamönnum. Klukkan 14.00 verður svokallað „Screaming Spa“ í Kling og Bang þar sem verður „íslensk heitapottsstemning“ og menn geta látið nudda sig með öskurhljóðbylgjum. Klukkan 15.30 í Iðnó mun Erna síðan leiða tíma í „Metal Aerobics“, líkamsrækt sem blandar eróbikki við þungamálmstónlist. „Menn geta fengið smá aukaorkulosun þar,“ segir Erna létt í bragði. RIFF Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Danslistakonan Erna Ómarsdóttir hefur verið valin af sameiginlegri dómnefnd RIFF og fulltrúum vídeóverkahátíðarinnar Hors Pistes til þess að sýna myndbandslistaverk sitt á Pompidou-safninu í París á næsta ári. Myndin verður frumsýnd á RIFF í Norræna húsinu í byrjun október. Verkið er ljóðræn heimildarmynd um störf listahópsins Shalala sem Erna skipar ásamt Valdimari Jóhannssyni tónlistarmanni. Hópurinn hefur unnið mikið með öskur í gegnum tíðina. „Þetta er ákveðin særing til að koma djöflunum út,“ segir Erna en hún segist sjá fegurðina í ljótleika öskursins. Shalala-hópurinn bjó meðal annars til það sem kallast „The Black Yoga Screaming Chamber“, öskurklefa sem þau gáfu bæði Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur. Klefinn var uppi í mánuð í Ráðhúsinu að sögn Ernu en Alþingi hefur ekki enn komið honum í notkun. „Það er staður þar sem menn myndu hafa gott af því að hafa öskurklefa nálægt sér,“ segir hún. Á Menningarnótt mun Shalala sýna listir sínar. Sýningin FOLK? I do (not) agree! verður í gangi frá 13.00 til 18.00 í Iðnó og tekur Shalala þátt í henni ásamt íslenskum og pólskum sviðslistamönnum. Klukkan 14.00 verður svokallað „Screaming Spa“ í Kling og Bang þar sem verður „íslensk heitapottsstemning“ og menn geta látið nudda sig með öskurhljóðbylgjum. Klukkan 15.30 í Iðnó mun Erna síðan leiða tíma í „Metal Aerobics“, líkamsrækt sem blandar eróbikki við þungamálmstónlist. „Menn geta fengið smá aukaorkulosun þar,“ segir Erna létt í bragði.
RIFF Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira